þriðjudagur, febrúar 03, 2015

Það er á lífi.. bloggið er á líf..

Já gott fólk... Ég er búin að liggja hér í hláturskrampa við að lesa gamla bloggið mitt. Ég sem hélt að það væri týnt og tröllum gefið. (en auðvitað týnist ekkert á netinu) En allavega, ég hef ákveðið að byrja að blogga á ný. Þar sem að maður er nú fluttur í sveitina og allaf eitthvað um að gera, eins og að setja í þvottavélina, taka úr þvottavélinni, taka til, borða.. Nei ég held að ég láti það vera að blogga um tiltekt og matartíma. Nema ég set matinn í þvottavélina og borða sokkinn. En allavega, þá erum við flutt hingað í Austurey og leiðist það engum. Verðum hér þangað til við förum í Eyvindartungu næsta haust. Ásmundur byrjaði á nýjum leikskóla í gær, ég veit ekki hvor var spenntari í gærmorgun, ég eða drengur (held að það hafi verið ég samt). En honum fannst rosa gaman sem er mjög gott, enda var honum skutlað í morgun og skilinn eftir. :) En nú er ég og Snæbjörn Snorri bara heima og hann er sofandi, nei bíddu, hann var að vakna. Well, ég er farinn að sinni. Ég veit, ég veit, þetta fyrsta blogg er ekkert upp á marga fiska, en þetta kemur með æfingunni. Já nú er ég farinn. :) Kv. kristín

miðvikudagur, janúar 14, 2009

já það er á lífi

Jæja úff blogg .... já nú er víst ekki sumar lengur að vísu ekki langt í það.. En það er komið 2009 eins og þið hafið kannski tekið eftir og ég held að þetta verði alveg ágætis ár á mörgum sviðum.. mm mig langar í svið núna..

En ég er ekki að fara að nenna að segja frá öllu því sem ég hef verið að gera frá því að ég bloggaði síðast, þið getið gleymt því. Langaði bara til að uppfæra þetta blogg mitt...

En stutt um það sem ég er að gera þessa dagana...
Það er vinnan sem er mér ofarlega í huga enda er svo askoti (þetta er ekki blót) gaman þar, en ef þið ekki vitið þá er það Síminn..

svo eins og flestir þeir sem að sjá facebókina mína, sjá.. þá hef ég verið að mála mikið um jólin og mun halda því áfram bráðum, það er smá pása, enda eru vit mín uppfull af lakkgufum og málningargufum..

Þetta er svona það helsta, vinna,vinna,vinna ( ég tel það að mála vera hina vinnunna). En annars er ég bara nokkuð sátt við lífið og tilveruna þessa dagana.

Ég hef voðalega lítið meira að segja, eða það er voðalega lítið meira sem ég vil segja, enda verður maður að byrja rólega aftur...

laugardagur, júlí 19, 2008

það er blessuð blíðan.. já hún er sko blessuð

Jæja hvað er búið að gerast.. hmm

Tónleikar með Sigurrós og Björk,, ég fór á þá
Svo núna síðast þá fór ég norður í Hrafnagil á "ættarmót" .. já þið verðið að hafa gæsalappirnar með, það er mjög mikilvægt... En já það var semsagt Snorrastæn ættin sem var þar að hittast, bara ef þið hafið misst af því. Kom mér mest á óvart að fréttamenn skildu ekki koma við.. en jæja þeir hafa kannski verið uppteknir..

En já þetta var snilldarhelgi og tjaldið, nei afsakið... fellhýsið með verönd, var sett upp.. og ég hef bara aldrei sofið betur.
En hér eftir verður þetta árleg ferð og ég er strax farin að hlakka til ...

En svo veit ég að margir eru að spyrja sig,, "hvað er Kristín að gera í dag ?" gaman að þú spyrð að því.. Kristín er nefnilega komin í sumarfrí.. já aftur.. og er að þessu sinni að fara að halda á fjöll.. eða allavega á hálendið.. ég er að fara í 8 daga hestaferð á miðvikudaginn, og já ég veit að ég er mjög öfundsverð að þessu.. en ég lofa að segja ykkur hvað það var rosalega gaman þegar ég kem til baka :)

En já ef ég tek þetta sumar aðeins saman.. þá er ég eiginlega búin að búa í ferðatösku svona bróðurpartinn af sumri, það er frekar þröngt en ég hef bjargast.. og ég er ekkert að fara að koma mér uppúr henni.. enda fer ég svo norður helgina 15 ágúst, þar sem að Grálist verður með sýningu í Deiglunni..

En jæja nú er ég hætt, enda nóg að gera eins og ávallt og best að fara að koma sér afstað...

fimmtudagur, júlí 03, 2008

eigum við að kaupa popp ....

Já i´m the popplady... það er allavega vitað mál í vinnunni að ef ég fer yfir til Hinna (Hinriks, hann á sjoppuna á móti vinnunni) þá vita allir eða allavega margir að ég kem til baka með maxipopp og faxe condi..

En nóg um poppið...

Ég var á frábærum tónleikum síðustu helga, Náttúrutónleikarnir, þar sem að Ghostdigital og Finnbogi Pétur, Ólöf Arnalds, Sigurrós og Björk voru að spila í sundlaugarbrekku í Laugardalnum.. Þetta voru snilldar tónleikar og um 30.000 manns, en það sem að mér fannst mjög súrt og helst frekar slæmt, var að það var þvílíkt rusl í brekkunni eftir tónleikana..uss uss that´s not good people.... nei ég henti mínu rusli í gáminn...

Svo er það mál mannanna... Landsmót hestamanna og þar sem að ég hef oft talið mig til hestamanna þá er líklegt að ég kíki þangað við, er að fara austur til Pabba og Eydísar og mun eflast skreppa upp á Hellu.. ef veður leyfir. (semsagt ef það verður sól sól sól.eins og veðurspáin spáir)
Og já sumir hafa talað um dýrt landsmót.. en þá segi ég á móti.. já okey þetta er ekkert ódýrt en hey er ekki að verða uppselt til eyja og þar kostar miðinn um 10.000 kr er það ekki..
En ef þú ert ekki að fara til eyja eða yfirhöfuð að fara eitthvað út af því að það er allt orðið svo hel.. dýrt... þá er þetta eins og ég sagði áður.. ekkert rosalega ódýrt..
En það er margt í boði og flottir hestar og flott fólk... tala nú ekki um ef ég verð á svæðinu :) hahaha

En að lokum þá er hér sól og sól og sól... eigi þið góðan dag og góða helgi og góða tíma fram að næstu skrifum..

mánudagur, júní 23, 2008

já nú er komið sumar og ég er með lit á mér til að sanna það


Já nú er sko komið sumar, allavega er ég búin að taka nokkra sumarfrísadaga. Og þá var skellt sér til Danmerkurí 10 daga og það var bara gaman eins og myndirnar sína og þær er hægt að skoða ef farið er inn á verkin mín og aðrar myndir og þar Danmerkurferð 2, eða bara fyrsta mappan

En ég fékk samt bara lokin á hitabylgjunni, enda fékk ég bara 3 strandarsólardaga en það var nóg annað að gera hjá okkur.. eins og síðast þá nenni ég eiginlega ekki að blaðra mikið um ferðina, þið verðið bara að skoða myndirnar, en ekki láta sumar myndir slá ykkur út af laginu, en það eru allnokkrar myndir þar sem verið er að borða og þegar ég var að setja þær inn þá leiddi ég hugann að því hvort að við hefðum gert eitthvað annað en að borða... en þið verðið bara að meta þetta sjálf....

En að öðru máli..

hvað er að fólki sem fer illa með dýrin sín eða annarra.. svona helv... pakk á bara að aflima og senda í jailið... og ég vona að þessi litla fagra tík fái gott heimili hjá einhverjum sem mun elska hana og dekra.. ég bara á ekki til orð..

En ef þið hafið ekkert að gera einhvern daginn þá mæli ég með sýningunni hennar Ásu í Grindavík (og nei það er ekkert langt í burtu.. að vísu fer það jú alveg eftir því hvar þú ert) en þetta er frábær sýning hjá gellunni.. til hamingju Ása mín :)

En ég hef ekki mikið meira sem ég nenni að segja í bili, enda komin með hausverk

bless í bili og munið eftir að skoða myndirnar

mánudagur, júní 02, 2008

já já skammið mig bara, ég á það allt skilið... :)


Langt er síðan að skrifa var hér síðast, ég þarf að fara að fá mér aðstoðarmann sem að skrifar inn hérna reglulega.. ertu til ??

En allavega þá er ég komin í sumarfrí og get skrifað smá.

En eins og þið vitið þá er ég guðmóðir og tek því hlutverki mjög alvarlega..fer með bænir á hverju kvöldi..

En nóg um sætustu Thelmu í heimi...

Ég er enn að vinna hjá Símanum og er ekkert að fara að hætta því, enda hættir maður ekki þar sem að maður er ánægður og ég er happy happy happy happy girl, enda ekki á hverju degi þar sem að maður hittir fólk sem jafnt ruglað og maður sjálfur.. it feel´s like home :)

En svo er ég með vinnustofu í kópavogi sem ég er að fara að nota núna miklu miklu meira, enda sýningar í bígerð.
En talandi um sýningar þá er ég meðlimur í Grálist og við vorum ásamt um 30 listamönnum að opna sýningu í Eyjafjarðarsveit sem kallast STAÐFUGL FARFUGL og þegar þið keyrið um Eyjafjarðarsveit þá sjái þið verkin. Endilega farið að skoða.

Já og sorry elsku ættingjar og vinir á norðurlandinu sem ég hitti ekki, stefnan var að hitta ykkur flest ef ekki öll en listin tekur stundum mikinn tíma og hann átti allann minn tíma að þessu sinni. En ykkar tími mun koma... :)

En já við Grálistarfólk vorum á frekar gráu svæði... Þannig var það að við lendum í skapbráðasta bónda Eyjafjarðarsveitar.... það var nett sjokk en lærdómsríkt og við fengum umtal og allir eru á lífi..
En svo var já farið í grill og auðvitað var farið á Kaffi Karó og það er alltaf gott að kíkja öðru hvoru á Karó, tala nú ekki um að hitta hann Jónas Viðar og spjalla við hann um daginn og veginn og þetta myndlistarpakk :) :)

En ég er í sumarfríi eins og áður segir og verð í því fram á 18 Júní og var að koma að norðan. úr sólinni og kom í skýin en það er allt í lagi, ég er að fara til Danmerkur á fimmtudaginn vííí í aðra sól, eða sömu sólina en á öðrum stað...you know what i mean..

En nú er ég farin að taka úr þvottavélinni.. og ég veit að það er eitthvað sem þið vilduð fá að vita ....

þriðjudagur, apríl 22, 2008

Tvær nýjar myndasíður... já ég kann mér ekki hóf

Þar sem að ég er myndavélaóð þá lét ég mér ekki nægja að gera eina flickr síðu heldur varð ég að gera tvær

http://www.flickr.com/photos/kristingralist > á þessari síður eru hinar ýmsu myndir sem ég hef tekið í gegnum tíðina

http://www.flickr.com/photos/kristinartist > á þessari eru myndir af verkunum mínum, og ég skal lofa að vera dugleg að setja nýtt efni þar inn

Annars er mest lítið að frétta, same old same old... allt á hraðri niðurleið.. en samt er það á uppleið.. okey ég skal umorða þetta.. það er allt á uppleið vegna þess að allt er hækka til helvítis, þannig að hlutirnir eru á upplegri niðurleið...

Ég mæli með útskriftasýningu Listaháskólans á Kjarvalstöðum, flott sýning og til hamingju enn og aftur Dagur með sleðana..