mánudagur, febrúar 27, 2006

ef ég var týnd þá er ég fundin..

já ekki vil ég vera týnd, en ég er semsagt fundin (sérstaklega ætlað Bergie) ..
Og ég mun halda á vit skóla og ævintýra á morgun þegar ég loks fer útúr húsið og held í skólann eftir langa fjærveru. Þá fær Berglind frið frá því að segja hvar ég er, enda var ég aldrei týnd ég var bara heima, en kannski varég týnd þar og kannski er ég enn týnd í mínum eigin skrýtna heimi sem heitir Heimur guðanna, enda átti ég nú einu sinni nafnið guð, já það voru góðir dagar, MDL-dagar. Nú eru nýjir góðir dagar þar sem að ég er bara Kristín og mér líkar það nú alveg ágætlega....

En þannig hefur semsagt minn heimur verið undanfarna daga..

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

veik eða bara aumingjaskapur...

já nú er það svart, ég er með aumingjaskap,enda viðurkenni ég voðalega sjaldan að ég sé veik og ætla ekki að fara að byrja á því núna enda væri það bara væl og ekkert annað.. En allavega þá er ég ekki búin að fara í skólann í tvo daga og þá telst maður víst veikur á skólamælikvarða, og ætla ég líka að vera heima á morgun og þá er ég veik á mínum mælikvarða. En það er ekkert leiðinlegra en að hanga heima hjá sér allann daginn..

Þar sem að ég ekkert búin að fara útúr húsi þá hef ég ekkert að segja, vildi bara láta ykkur vita um aumingjaskap minn

sunnudagur, febrúar 19, 2006

þetta var nú ágæt

já þessi annars fína helgi kveður með sól, allavega sýnir glugginn það. En já Pabbi og Eydís komu um helgina og gerðum við margt skemmtilegt eins og að fara í leikhús, út að borða,dró þau á opnanir og keyrt um fjöll og sveitir,enda bara snilldar veður. Þannig að takk fyrir mig og takk fyrir frábæra helgi. :)

En eins og flestir vita þá var söngvakeppni sjónvarpsins í gærkveldi og við nokkrar skólastúlkur skelltum okkur á Strikið(ekki í köben) bara xFiðlarinn. og sátum þar í góðra manna hópi að horfa og styðja okkar mann, eða konu eða hvað sem hún er hún Silvía night... Við vorum ekki einar þarna inni, en það héldum allir með henni Silvíu þannig að allir voru sáttir. Eftir keppnina og eftir stutta viðkomu hjá Kalla og félögum þá var farið á Kaffi Amor, enda var það góður maður að spila sem heitir Óli Palli. Og þeir sem mig þekkja þá vék ég ekki af dansgólfinu frá því að við komum og þar til að kveikt var á ljósunum og Óli hætti að spila, enda hrósaði hann Óli okkur fyrir það. En ég verð samt að segja að ég hef aldrei áður heyrt Þjóðsöng okkar íslendinga spilaðann á djamminu, en þarna gerði ég það. Upplifun útaf fyrir sig. .... En snilld, Óli er snilld, Silvía er snilld og til hamingju Ísland.....

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

farið fór og vantar far...

já mig vantar far suður þarnæstu helgi, hafið það í huga.....farið fór...

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

sólin er komin

já hún lét sjá sig þessi elska...

En annars er ég byrjuð í grafík hjá Finnskum grafíklistamanni og það er gaman, well ég er búin að fara í einn tíma en þetta lofar góðu. Nú er verið að reyna að kreista fram skyssur á blað.
Þá er best að fara lesa góða bók(reyndi að fá Nick Cave á bókasafninu en hann var ekki til),þannig að ég tók bara Goðsagnir í Aldanna Rás. Og það er lang best að skyssa á næsturnar, þá verða skyssurnar hálf súrar og skemmtilegar.


En hvað á það að þýða að fara til útlanda þegar maður ætlar í heimsókn(taki til sín sem eiga)hahahaha

Og eitt til þeirra sem eru að hafa einhverjar áhyggjur, ekki hafa þær, af mér meina ég...... ég borða stundum.......... ég er farin í skyssuhugarástand

föstudagur, febrúar 10, 2006

ég er djúpt hugsi þessa dagana

já þetta eru skrýtnir dagar get ég sagt ykkur, það samt allt komið í sínar horfur, maður mætir í skólann á morgnanna, enda ekki annað hægt þegar skólastjórinn sjálfur er að kenna haha.. En nú erum við búin að vera í viku í vefsíðugerð og ég skil ekki enn afhverju hann Helgi(headmaster) er ekki orðin gráhærður á okkur, hann hefur endalaust mikla þolinmæði og fær stórt hrós frá mér.. Ég yrði allavega alveg búin að fá nóg af mér ef ég þyrfti að kenna mér á tölvur, og hvað þá er gera heimasíðu. En þetta er allt að koma... þolinmæðin kemur svo með.

En ég er nú aldeilis vitlaus, búin að ljúga alla fulla á því að ég sé að fara í leikhús í kvöld(ætti þá að vera þar núna) og að ég væri að fara út að borða á morgun(ég get nú svosem borðað útí garði) en til ykkar sem haldið að ég muni gera þetta um helgina... þá var ég að ljúga. Það er næsta helgi, ég biðs forláts og vona að engin hafi borið skaða af.

en ég fer í afmæli til Ástu.................

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

engar fréttir eru góðar fréttir....................

er það ? eru engar fréttir góðar fréttir............... allavega hef ég engar fréttir að færa og er það þá gott? Er ekki skemmtilegra að heyra einhverjar fréttir þótt litlar séu. En kannski er ég bara svona skrýtin að vilja fá fréttir þótt að ég hafi engar fréttir til að segja. Og nú er ég farin að bulla of mikið í hringi. En í nótt er vökunótt, sem er kannski ekki óvænt hjá mér, en nú er ástæða fyrir því og hún er að í nótt eru grammyverðlaunin á dagskrá á einni ágætri sjónvarpsstöð.

Til þeirra sem málið varðar, ég er búin að kjósa Brain Police.


mánudagur, febrúar 06, 2006

þá er ég komin á ný..

hér er ég mætt á nýjan leik.. og vona að hótununum fari þá að linna...