fimmtudagur, mars 30, 2006

mosóferð

já ég tölti af stað snemma morguns í morgun( fyrir hádegi) og tölti með myndavél í hönd eða á öxlinni og ákvað að rölta stíg þann sem endar upp í mosó. Þann stíg tölti ég á móti vindi og sól og tók nokkrar myndir og var ekki viss hvort ég ætti að fara alla leið eða snúa við, en þrjóskan kom upp og ákveðið var að halda alla leið upp í mosó. Þangað kíkti ég í heimsókn til ömmu og afa.

Fyrir utan þessa stuttu sögu er ekki mikið annað að segja af mér nema lokaverk, lokaverk og lokaverk og svo er að koma helgi, en það vissu þið nú fyrir..

þriðjudagur, mars 28, 2006

hvaða dagur er í dag...?

já það er rosalegt að vera að vinna bara svona heima, maður veit aldrei hvaða dagur er... nema þegar fer að nálgast helgi þá líka spennist heimurinn upp um 5 % og allir tryllast hahahaa nei okey smá rugl í lokin, en ég er samt alltaf að rugla dögum saman.
En ég þarf að leiðrétta smá miskiling, Bjarni er ekki að sýna í Terpentine, heldur er hann að sýna í Anima, sem er gallery og söngskóli.. mjög sniðugt.

Annars gekk helgina prýðisvel fyrir sig, horfði á Idol með Júlíu og Birnu á föstudaginn, fór svo á opnun á laugardaginn í Safnið hjá Kristjáni, hann var að sýna teikningar. Mjög flott hjá honum, óvenjulegt en rosalega flott, svo hittum við fyrir tvær stelpur frá teenpeople magazine og þær vildu taka myndir, (en þar sem að ég var orðin of gömul....jafn gömul stelpunni sem tók myndina hahaha) þá tók myndir af þeirri sem ég var með og lukkaðist það mjög vel, enda vildu þær fá fólk 25 og undir og gudinn telst víst ekki í þeim flokki lengur.... einu sinni en ekki lengur. Svo var bara rölt áfram og farið á svartakaffi. Þetta var góður laugardagur

Nú mun gudinn(já ég er að hugsa um að taka þetta heiti upp aftur eftir þriggja ára dvala) ekki hafa meira að segja í bili og komin tími til að kveðja í bili og fara að vinna í bili.......

fimmtudagur, mars 23, 2006

mikill dagur í dag...ekki dalun dagur

já þessi dagur var viðburða mikill og góður.
Ég vaknaði.... snemma enda var áætlað að gera aðra tilraun með safnardag. Og við vorum sko duglegar, eftir að hafa farið í flashbackferð í Fb þá var haldið á vit ævintýra...
Í kuldanum var arkað af stað um laugarveginn og farið fram og til baka og þá meina ég fram og til baka. Enda var stundum lokað og stundum gegnum við inn og það var samt lokað... já það halda okkur engar dyr þegar við byrjum... við heimsóttum, gallery terpentine, amina,kling og bang,nýló,i8 og svo var gerð tilraun á Safnið og gengum við þar inn en mættum þá herramanni sem sagði að safnið væri lokað(ég sagði það.. það halda okkur engar dyr) en hins vegar bauð hann okkur á opnun á laugardaginn og þangað munum við halda í okkar besta dressi, enda er ég ekki með mikil úrval þar sem að pakkaði bara fyrir helgarferð en ekki margra vikna ferð...
En já í terpentine var Bjarni að sýna, mjög flott. í kling og bang voru Sara Björns og Huginn Þór og Jóhannes Atli ( sýning strákana var mjög súr en hahah),nýló var með cold climates þar sem að margir listamenn frá þremur löndum sína saman.. fín blanda, I8 var hann Tumi með flott verk..
Já þá er það komið. En svo á okkar ferð þá settumst við á kaffi hús og hittum Fanney... yesss það var rosa gaman, enda þegar 3 mdl-liðar koma saman...bla bla

ég veit ekki hvenær ég kem aftur norður Guðrún mín, en það fer allavega alltaf að styttast hahahaha

miðvikudagur, mars 22, 2006

draumar..

loksins þegar elskurnar mínar úr skólanum eru hætt að heimsækja mig í draumi (þá er ég að tala um útskriftarhópinn minn), þá fara hinar elskurnar úr skólanum að heimsækja mig í draumi og ekki nóg með það heldur eru þau að tala um mitt lokaverk..... og það fyrsta sem ég man rétt áður en ég vaknaði, var að Kalli og Frilli voru að tala um kassann minn.... Já þetta er skrýtinn heimu.

Á morgun er annar safnardagur, og hann verður sko tekinn með trompi... ´

Já svo er mynd af mér á djamm.is... það var allt í einu pikkað í mig og tekin mynd og svo var mér sagt fyrir hvað þetta væri, og þar sem að ég er svo líbó þá sagði ég bara já já og svo þarna birtist myndin. Jæja hún er nú ekki það slæm,ég er allavega ekki að gera neitt af mér á þessari mynd. Enda er ég alltaf sakleysið uppmálað.

Nóg um þetta, mér finnst bara svo sniðugt að það sé mynd af mér á Djamm.is :)

mánudagur, mars 20, 2006

rokk og rósir

já þetta er búin að vera aldeilis fínn dagur... smá vonbrigði en það er í lagi.

Helgin var fín.. ekki eins róleg og hún átti að vera, fór út á laugardaginn. Svo tapaðist sunnudagurinn þar sem að hann fór bara í svefn.

En í dag já þá var farið á stað um 11:00, ég og Fríða "glæpon" haha (say no more) en þetta átti að vera safnardagur, en aularnir við... það er eiginlega allt lokað á Mánudögum. En þá var bara rölt um bæinn og farið á Kaffihús og svo komumst við inn í Listasafn reykjavíkur og á sýningunni hans Guðjóns..(minnir mig) fannst mér að málið snérist um að fylla rýmið og að hann væri strákur sem fyndist gaman að sprengja sprengjur, vorum ekki alveg nógu hrifnar, hljóðverkið eða tónlistarverkið var fínt og ein mynd niðri. En ljósmyndasýningin sem var líka í gangi var mjög flott og húmor.
Svo fórum við líka í gallerý Tukt, það var líka fínt, fengum smá ljósmyndaflashback..

Eftir þetta á áttum við eitthvða gott skilið og fórum í fatarleiðangur og röltum fyrst í rauða kross húsið og svo Rokk og rósir og vá það er greinilegt að second hand er í tísku, enda var allt svo klikkaðslega dýrt þar, en margt þvílíkt flott. Sorglegt hvað þetta var dýrt...

föstudagur, mars 17, 2006

ljúfa líf ljúfa líf....dada dada

já lífið er ljúft þessa dagana og engin súrindi hér á bæ lengur...
Enda er nóg að gera.
Það er að myndast heildamynd á lokaverkið, eða allavega eins og ég vil hafa það. Byrja að smíða í næstu viku, og þá fer allt að smella og verða klárt.
Svo er allt að gerast í MDL-málum (MDL er semsagt félagsskapur sem að var saman nokkur ljúf ár í Fb og stundaði þar myndlist saman og sófasamræður), allt er þetta myspace að þakka... eða það á stóran hlut í að við erum að sameinast á ný eftir of langan tíma apart...

Þannig að vonandi verður reunion, reyndi að finna gott íslenskt orð fyrir reunion, en eftir miklar hugleiðingar þá fannst það ekki.... enda er varla til rétt og gott orð yfir þegar gamlir MDL-liðar komi saman.

Svo er líka plan að hitta Fríðu Rakel glæpon hahah já þú heitir enn þá Fríða glæpon í símanum mínum... og þú veist afhverju krimmi hahahahaha

En svo er núna helgi og ég ætla ekki á Dillon, ætla bara að vera róleg alla helgina, ætlaði norður í afmæli, en sökum veikinda(ég er ekki veik) þá er það ekki hægt þannig að ég mun bara hafa rólega og fína helgi, enda komin tími til...

miðvikudagur, mars 15, 2006

nú er alveg að koma fimmtudagur..eftir um 15 mín

já sko það er voðalítið sem gerist hjá mér núna þessa dagana.... haha

Ég er að finna út hvernig best sé að vinna lokaverkið og þarf að fara að byggja mér kassann og sjá hvernig ég ætla að láta textaverkið eða orðaverkið eða syndirnar koma fram.. hef ýmislegt í huga þarf bara að teikna þetta fyrir mér og sjá þetta í huga mér og á blaði.. okey nú er ég farin að bulla er það ekki?

En ég verð nú að segja að ég sakna norðlendinganna minna svoltið... en ég er samt ekki að fara norður, ætla að vera in the south(smá einkahúmor hahaah). En það er alltaf gaman að heyra í þeim öðru hverju... maður lærir að meta fólk meira þegar maður fer í burtu. Og ég kann sko sannalega að meta útskriftarhópinn minn :) og einnig hina skólafélagana mína líka, allavega vega suma (þið vitið hver þið eruð..;) ..okey nú er ég að missa mig í væmni og er bara hætt ;)

sunnudagur, mars 12, 2006

við hvað stóð ég..

já helgin búin og þá er best að fara yfir það sem átti að gera og það sem var gert.. Já og Grafísk hönnun .. Til hamingju með blaðið ykkar.

En já ég sagðist ætla í leikhús.. og ég fór í leikhús og þetta er snilldarverk.
Eftir leikhús þá var hringt og hringt í Fríðu, já það var hringt oft.. Loks svaraði hún og þá skellti ég mér á Kaffibarinn þar sem hún var og eftir að hafa labbað fjórum sinnum framhjá henni og staðið við hliðina á henni í nokkrar mín, þá fann ég hana... Og það var mikil skemmtun, eftir stutt stopp á Kaffibarnum var haldið áfram reyjavíkurför í snjónum og Hressó var fyrir valinu að þessu sinni og kom ég þangað snjóblaut og köld hahaha. Þar var ég svo bara allt kvöldið, rosa stuð............
Laugardagurinn fór ekki alveg eins og búið var að plana hann, ég fór á flakk og hitti kött og Akureyringa, eða Akureyrabúa sem voru komnir með Mosa á kattarsýninguna og til hamingju Mosi töffari... En svo fór ég til Júlíu og við borðuðum saman og horfðum á dvd og og þegar líða tók á nótt þá sofnaði ég...
Já þannig að ég fór ekki á Dillon, eins og áætlað var. En þetta var fín helgi og meira hef ég ekki að segja að sinni. ég veit ekkert hvenær ég ætla aftur norður..

föstudagur, mars 10, 2006

helgin plönuð

já þá er búið að plana þessa helgi alveg útí gegn...enda ekki seinna vænna, það er föstudagur í dag

ég er að fara í leikhús í kvöld að sjá ÉG ER MÍN EIGIN (EÐA SJÁLFS) KONA (?) í Iðnó í boði Kormáks og Skjaldar... alltaf gaman að vera boðið í leikhús, svo er ekkert plan eftir leikhúsferð, enda örugglega bara heima doing nothing..
Svo kemur laugardagur með gleði og sorg.. sorry var að raula lag og þetta með gleði og sorg var í því og þá er víst ætlast til þess að ég hitti Birnu klukkan 12 eða 24 á Dillon, veit ekki hvað við erum að fara að gera þar hahaha, sé samt fyrir mér sófann í vip-herberginu eins og það er kallað og drykk í glasi, sé samt ekki alveg drykkinn, gæti verið vatn og þar munum við halda okkur örugglega fram eftir kvöldi, enda er Dillon góð skemmtun....
já það er svo víst sunnudagur líka....... plan = ekkert nema leti og meiri leti, sjónvarp og leti

þar hafi þið það,,, svo í næstu viku þá hefst rosaleg vinna við lokaverk og þá verður gefið allt í botn, meðan sumir ónefndir, en frekar margir skemmta sér á Flúðum (held ég)...

helgin plönuð

já þá er búið að plana þessa helgi alveg útí gegn...enda ekki seinna vænna, það er föstudagur í dag

ég er að fara í leikhús í kvöld að sjá ÉG ER MÍN EIGIN (EÐA SJÁLFS) KONA (?) í Iðnó í boði Kormáks og Skjaldar... alltaf gaman að vera boðið í leikhús, svo er ekkert plan eftir leikhúsferð, enda örugglega bara heima doing nothing..
Svo kemur laugardagur með gleði og sorg.. sorry var að raula lag og þetta með gleði og sorg var í því og þá er víst ætlast til þess að ég hitti Birnu klukkan 12 eða 24 á Dillon, veit ekki hvað við erum að fara að gera þar hahaha, sé samt fyrir mér sófann í vip-herberginu eins og það er kallað og drykk í glasi, sé samt ekki alveg drykkinn, gæti verið vatn og þar munum við halda okkur örugglega fram eftir kvöldi, enda er Dillon góð skemmtun....
já það er svo víst sunnudagur líka....... plan = ekkert nema leti og meiri leti, sjónvarp og leti

þar hafi þið það,,, svo í næstu viku þá hefst rosaleg vinna við lokaverk og þá verður gefið allt í botn, meðan sumir ónefndir, en frekar margir skemmta sér á Flúðum (held ég)...

þriðjudagur, mars 07, 2006

helgin

já þá er þessi snilldar frábæra helgi búin ...og ég að vísu enn fyrir sunnan.
Ætlaði nú samt að flýta mér norður aftur eftir smá skandala en það breyttist allt til betri vegar.. :)

En annars var þetta frábær helgi. Fór á Dillon báða dagana(surprise) og já líka á Hressó en það er nú bara ein ástæða fyrir því ;) svo fór ég í barnaafmæli með Guðmund Óla (aka supermann) og svo aftur seinna það kvöld á Dillon og það var verið að plana þrítugsafmælið mitt eitthvað lítið eitt, en það er enn langt í það. Svo héldum við Birna áfram rölti um miðborgina, enda löngu búið að loka Dillon þegar við fórum út. Svo vorum við að plotta svo um helgina að það var bara fyndið og mun ekki vera sagt frá plottinu hérna, en plottið heppnaðist skulum við segja(við erum svo sniðugar) og helgin endaði mjög vel skulum við segja.. Langt síðan að ég hef djammað bæði föstudags og laugardagskvöld og þá er ég að meina djamm til morguns báða dagana.

En ég veit ekki hvenær ég ætla aftur norður,, það verður bara að koma í ljós með tíð og tíma og ýmsu öðru. En best að fara að taka úr þvottavélinni og fara að vinna í lokaverkinu sínu.....

föstudagur, mars 03, 2006

Reykjavík ó reykjavík þú yndislega borg...

hver kannast ekki við þennan texta.......

en já nú er hún bara mætt í borg Dillons...
Það er nú fjör, en þótt að ég hafi tekið mér frí frá skóla þennan dag(enda var bara yfirferð í dag) þá hef ég samt ekki vaknað svona snemma lengi, en ég vaknaði fyrir 8... ekki algengt á mínu heimili.
En já hvað mun ég geri er spurt.. Ég mun skreppa á Dillon í kvöld, fara svo í afmæli á morgun, reyna að fara á söfn, lokadagur sýningar Gabríelu. Ég mun gera lítið á laugardagskvöldið, horfið kannski á þetta eða í þetta bilaða sjónvarp sem að mamma og Gulli voru að fjárfesta í, það eru litlar 37 tommur..

En hér er sól og hér er ég búin og hef voða lítið annað að gera en að kveðja en eitt að lokum, sko maður reynir að fara suður en það er sama hvað maður reynir bekkjafélagarnir eru alltaf með manni. nóttinni var eytt með þeim og þá er ég að tala um flesta í málun, en helst voru það Karen, sem var eitthvað ósátt við Dögg um reykjavíkurferð sem aldrei var farin, Hanna var of sein í tíma hjá honum Helga Vilberg og Dagrún og Guðrún voru að gera sig fína fyrir myndatöku sem ég lenti svo allt í einu í með öllum skólanum og var það hálfgerð grínleikritamyndartaka...

þannig að það er sama hvert maður fer, þá er maður alltaf með félaga sína með sér og bið ég bara að heilsa ykkur þarna draumbúar.