sunnudagur, apríl 30, 2006

it´s a new day ..it´s a new....

já ég kann smá ensku....

En það er bara komin annar sunnudagur og heil vika síðan ég skriftaði síðast....

Fanney og Fríða takk fyrir svörin um Isis, ég er búin að lesa alla blessuðu ævisöguna hans Osiris fram og til baka og ævi Isis (enda það sem að þau voru systkyni þá eiga þau mjög nána, fullnána ævi) líka.. :)

En já við fengum frest á lokaverkið(úff) þannig að á þriðjudaginn hefst vinnan við að gera punktinn klárann og svo er fundur á miðvikudaginn um allt útskriftarstússið það verður gaman að því..
Síðan góðir hálsar á Fimmtudaginn þá á Kristín (sem mun vera ég) eiga tíma í klippingu, enda ekki farið síðan í nóvember... já ný ég mun brjótast fram í dagsljósið, og nei nei Ása ég mun ekki klippa, Íris klippari neitaði... enda búið að hafa mikið fyrir að safna þessu hári sem komið er.

Þessi helgi er löng, sem þýðir að ef ég tæki djammlífið alvarlega þá færi ég á djammið í kvöld, en ég tek djammið ekki alvarlega þannig að ég mun ekki djamma í kvöld né hef ég djammað hin kvöld helgarinnar, ég fór í ríkið en það mun drekkast næstu helgi, þar sem að þá fer fram grill í Þórunnarstrætinu og ef Dagur ef þú lest þetta þá er þér fullkomlega boðið hahaha.

En hér er komið sumar og það þýðir "hættu að tölvast og farðu út að ná í súrefni til að halda áfram að klára lokaverkið"...

Var ég búin að segja ykkur að ég er að vinna í lokaverkinu mínu...

sunnudagur, apríl 23, 2006

vika í skil

já nú er bara vika í skil á loka lokaverki.... það er rosalegt. loka loka loka lokaskil.. úffff ótrúlegt en satt.

Ég er aftur komin norður enda ekki seinna vænna þar sem að það er bara vika í lokaskil.. var ég búin að segja það..
En hér er bara sól núna og rosa fínt,en örugglega drullu kalt, hef ekki farið út þannig að ég veit það ekki með vissu.

En vitiði að ég hef voðalega lítið annað að segja, það er bara setið við tölvuna, stundum lært stundum ekki, en það er alltaf hugsað.

Já ef þið vitið hvað gælunafn Isis er, Isis var kona Osiris sem var guð dauðans í Egyptalandi til forna. Mig bráðvantar að vita það áður en ég verð vitlaus, tengist þetta verkinu... Nei nei, en mig vantar samt að vita það.

En best að fara að halda áfram að skrifa í bók... já það tengist verkinu sem verður loka loka lokaverk....

föstudagur, apríl 14, 2006

partyzone á laugardagskvöldið

ég mæli með partyzone á laugardagskvöldið til að vekja upp frábærar minningar, enda páskaþema þáttur og það verður ´95 special.. Það muna flestir hvað það var mikið að gerast o´g hér eru nokkur dæmi : Missing með everything but the girl(todd terry mix)
Freedom með Black magic
the bomb með buckethead
hideway með De´Lacy
higher state of conciousness með Josh wink
Love song með Deep dish
Everybody be somebody með Ruffneck

þetta var nú bara pínu pínu brot af því sem koma skal og rifjast eflaust upp margar snilldar minningar þegar hlustað er á þetta, til að rifja þetta upp get ég lánað ykkur diskinn frá ´95. Ég er einmitt nýbúin að hlusta á Hideway..

En nóg um þetta .....

mánudagur, apríl 10, 2006

nýr safnardagur í nánd

já helgin búin og þetta var bara fínasta helgi.

En já nú er komið að (bráðum)þriðja safnardeginum okkar Fríðu og þá verða restin af söfnunum tekin sem ekki voru tekin síðast og svo er víst komin ný sýning í Nýló og í Kling og bang. og mun ég koma með gagnrýni á sýningarnar alveg eins og síðast. En nú er bara allt að fara að smella, kassinn þungi er til, textaverkið næstum búið og ég er alveg búin að sjá það í huganum hvernig þetta verður uppsett, meira að segja búin að teikna það á blað. Ég hef fengið margar óskir um hvort að fólk megi byrja setja í kassann, og já það má byrja núna.. En svo er nú stutt í norðurferð aftur hjá mér, að vísu verður sú norðurferð bara stutt enda bara um 4 vikur eftir og þá er bara brunað suður aftur og þá er bara allt búið. Og ekkert þórunnarstræti lengur og engin sundlaug...... okey ég fór ekki sund, en þetta lætur mig líta vel út. En ég skal segja ykkur það að þegar ég er alkomin suður þá mun ég kaupa mér líkamsræktarkort(sem ég hef ekki gert í mörg mörg ár) og byrja að æfa með Fr. Ra (Fríðu) já það eru allir svo duglegir í kringum mig,annað hvort að fara á æfingu eða út að skokka á meðan að ég sit í sófanum og hreyfi mig kannski í símann. En nú verður bara hoppað og skoppað.... En nú er ég hætt að bulla og farin að halda áfram vinnu minni eins og samviskusömum nemanda sæmir.. :)

fimmtudagur, apríl 06, 2006

engin fingraför eftir..

já það er fínt að blogga bara svona vikulega..

En það er satt það eru engin fingraför eftir á puttunum mínum þar sem að það er búið að pússa þau öll af, er að reyna að ná þeim aftur með handáburði, þannig að ef þið þurfið að ræna banka talið þá bara við mig í dag og ég redda þessu.....
En þessi blessaði kassi er sko ekkert grín, hann er alveg ágætlega þungur greyið... enda eru víst syndir ekkert léttvægilegt mál ;)

En svo er reunionið á morgun á Dillon og ég hlakka mikið mikið til þess, enda er nú líka kominn frekar langur tími síðan að ég hef farið út á lífið og á Dillon(fyrir utan sunnudaginn síðasta), en þetta verður rosa rosa stuð, enda mdl-liðar þekktir fyrir að skemmta fólki hvar og hvenær sem er, enda xidolkeppandi og þekktur rappari í hópnum, svo auðvitað ég og margir fleiri. Þannig að ef þið eruð á höfuð(herðar, hné og tær)borgarsvæðinu á föstudaginn þá verðum við þar....