þriðjudagur, júní 27, 2006

it´s a life... já ég er enn starfandi

Til hamingju Boxgellur með laugardaginn og nýju síðuna ykkar.

Ég er í vikufríi og að því tilefni (þar sem ég kemst ekki á landsmót sökum vinnu) þá ákváðum við Júlía að skreppa í útileigu í gær (mánudagur var það) enda ekki gott borgarveður... Þá var tekið allt til sem taka átti til og fengin tjaldvagn og gerð bílaskipti( enda er víst audi svo mikill luxusbíll að það er ekki krókur á honum), þannig að við þrjú (guðmundur óli með í för) fórum á fogus og með vagn upp á Þingvöll. Þar var engin og við komum okkur fyrir á besta staðnum og settum vagninn upp og já líka fortjaldinu og svo var bara tekið upp þetta tjaldbúalíf. Fengið sér heitt kakó og brauð og hitarinn settur á 110. Við skelltum okkur svo smá á rúntinn til að hlýja okkur, fórum í smá göngu og svo aftur inní bíl og keyrðum í átt að Kaldadal og fram hjá Skóarhólum og þá rifjaðist nú upp ýmislegt tengt hestum. Eftir þetta var farið inn í tjald og bara háttað enda ekkert annað að gera, borgarveðrið var komið til Þingvalla.
Svo þegar við vöknuðum í morgun var enn sama veðrið en ekki rigning, þannig að við héldum á rölt(fyrst bílandi) og farið í túristaleik. Við skoðuðum kirkjugarð og kirkju og borðuðum svo á Valhöll þar sem er ekki ódýrt að gista get ég sagt ykkur. Þegar við komum aftur á var farið upp í rúm og sem betur fer.. það rigndi ekki bara eldi og brennisteinum heldur líka eldkúlum og sprengiefnum þar sem að hávaðinn var svo mikill þegar þessi steypa reið yfir vagninn, sem er nota bene regnheldinn. Eftir þennan regnlúr var bara pakkað og brunað í bæinn, enda sáum við ekki fram á bjartari veður tíma í nánd.. og svo var sól í bænum. Þannig að fyrsta útileiga sumarsins var fín en blaut á köflum, en sem betur fer lenti tjaldvagninn bara í bleytunni ..

miðvikudagur, júní 14, 2006

þvottamiðar

já þið kannski spyrjið......
En já þvottamiðar eru nokkuð sem að við öll þekkjum enda eru þeir á öllum okkar fötum. En það sem fæstir vita þá er þetta ágætis lesning, já gott fólk skoðið þið nú miðana ykkar, ég gerði það í dag, tók mig til og skoðaði miðann á Nikitabuxunum mínum og þetta var bara fínasta lesning, nei mér leiðist ekkert mikið á daginn, mér varð bara starsýnt á miðann, enda er þetta ágætlega stór miði og gott að lesa á hann. og já það kom bros hjá mér. Þannig að skilaboðin mín til ykkar er að lesa ykkar miða...

Svo eitt enn... bók um reykjavík fyrir reykvíkinga... hvað mynduð þið vilja sjá í þeirri bók reykvíkingar og þá er ég að meina ljósmyndir gott fólk....

mánudagur, júní 12, 2006

ekkert að skrifta ekkert að gera

já góða fólk ástæðan fyrir því að ég skrifa ekki er ekki sú að ég vil ekkert tala við ykkur eða að ég sé að "dissa" ykkur á einhvern hátt, heldur þá hef ég bara ekkert að segja... Líf mitt er vinna og svo ekki vinna, það er, þegar ég er ekki að vinna þá er ég í fríi. En fyrir utan það þá er ég að fara norður næstu helgi í útskrift til Sunnu frænku (enda þegar það er hringt í mann þá verður maður að mæta ;)

En svo er auðvitað líka opnun í Dalí hjá Dagrúnu og Línu þar sem að Sigurður Árni er opnunarlistamaðurinn... Þetta verður mikið húllum hæ og rosa flott. Þannig að meira hef ég ekki að segja. Þar til ég hef eitthvað betra að segja þá kveð ég í bili og þið sem eruð á tónleikunum núna... góða skemmtun (Roger Waters)

þriðjudagur, júní 06, 2006

666

já heyrðu það varð smá breyting á sunnudagstónleikum tropik, þeir voru færðir á Nasa út af löggukjaftæði, sem var vont og gott, við græddum eina hljómsveit Steater Kinney sem ég hafði ekki heyrt í áður en hún var góð og þær eru helv.. þéttar. Það vonda var að sumar hljómsveitir sem áttu að vera í tjaldinu, voru ekki á Nasa eins og Hermigervill, Flís og Bogomil og fleiri. Súrt að Hermigervill skyldi ekki vera. En Kid Carpet bjargaði öllum málum og vil ég benda öllum á að kanna sér þennan gaur betur, maðurinn er snilli. En já þetta var flott helgi og vona ég að þessi hátíð verði áfram næstu sumur, en það veltur allt á okkur almúganum sem kaupir miðann, enda mættum við vera duglegri að mæta á svona festivöl, enda ekki á hverjum degi að það koma svona mörg góð bönd saman og hvað þá í tjaldi. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að þeir hættu með Reykjavík rokkar, það var svo slök miðasala. Þannig að (aftur) áfram við að vera dugleg að kaupa miða og þá þurfum við ekki að vera að fara á Hróaskeldu(þótt að það sé nauðsyn fyrir alla að prufa það allavega einu sinni).

En já nú er dagurinn ...666 (og Dagur til hamingju með afmæli mömmu þinnar, sem var sungið fyrir í partýi fyrir mánuði síðan) og ég er ekki búin að horfa á Omen, sem ætti að vera skylda á þessum degi í þessum mánuði á þessu ári.... En það er ekkert djöfulegt búið að koma fyrir í dag, nema að ég fór í nudd og það var djöfulli vont.

sunnudagur, júní 04, 2006

Sunnudagur the last day

Já þá er þessu nú að ljúka í kvöld, þá er ég að tala um Festivalið góða.
Ég of Fríða skelltum okkur í gær og það var svo brilliant veður að við týmdum stundum ekki að fara inn, enda fór það þannig að við sátum í grasinu (já grasið góða Fríða :) )) og sátum í sólbaði og hlustuðum bara á Úplu. En við fórum inn til að horfa á Jan Mayen, Stilluppsteypa voru víst snilld, en við þurftum aðeins að skreppa frá þegar þeir voru að spila. Hairdoctor eru alltaf snilld og stóðu undir þeim væntingum,Kimono er flott band eins Jeff Who? sem ég hef aldrei séð live. Næst síðasta bandið var Leaves sem eru svo sjóaðir að þeir geta ekki klikkað og svo hvað var síðasta bandið og það var Supergrass (aftur með þetta blessaða gras ;)) Sem voru bara bara snilld og það var allt fullt í tjaldinu og festival stemmningin var alveg á suðurpunkti, enda á allri þessari hátíð þá hefur maður ekki séð ein slagsmál, og securitas gaurarnir eru bara að nice vinnu, eru bara að rölta og borða pitsur. Love, peace and happiness... En það er eitt svo krúttlegt, hann Leifur sagði mér og Fríðu frá Tjaldhreiðri sem væri á miðju bílaplani og við fórum að skoða og það var svo sætt. Hann var eins og kóngur, það var búið að setja keilur í kringum hann og hann fékk sko alveg að vera í friði greyið.

En í dag er svo lokadagur og þá munu stíga á stokk : Nortón,Hermigervill, Forgotten Lores,Johnny sexual, Flís&Bogomil font, Kid Carper(frá UK) svo Dr. spock, ghostigital,Esg(UK) og svo síðastir eru Trabant. Þannig að þetta verður frábært kvöld og ég er svo búin eftir þessa helgi á líkama, sál og á andlegu hliðinni, en ótrúlega kát með þessa frábæru helgi

laugardagur, júní 03, 2006

Dagur eitt búinn

ég ætla að fara í spor fréttamanna og halda svona tónleikadagbók hérna þessa helgi, þannig að þeir sem komust ekki um helgina fá að njóta þess hvað ég er að njóta mín :)

Sko dagur eitt : föstudagur, farið í vinnu klukkan 8, vísu farið upp á flugvöll áður en það er önnur saga sem verður ekki sögð í óspurðum eða spurðum fréttum :). En eftir vinnudag til næstum 4 já ég var ekki alveg til fjögur, ég fór og keypti nýja tösku undir myndavélina og linsuna nýju( Gulli hún er rend, þær voru þær allar). En svo fór ég niður á háskólalóð og fór að hlusta á böndin þann daginn. Fyrst var að Jakobínarína(þeir verða alltaf betri og betri og dansinn í lokinn hjá þeim.. bara cool. Svo var það Cynic Guru ( ég veit ekki alveg hvað segja skal hér, eftir evrovísion þá fékk hann orðið perri yfir sig og það er ekki farið enn), Daníel Ágúst var næstur og hann var nokkuð góður ég þarf endilega að komast í diskinn hans. Síðan var komið að Benna Hemm Hemm og þau voru ekkert annað en flott og frábær. Belgíska bandið Girls in Hawaii var næst, en þetta eru strákar ekki stelpur frá Hawaii og þeir voru góðir og hældu landi en skömmuðust yfir að verðið á bjór væri allt of dýrt fyrir Belga. Hjálmar voru góðir og náðu að hrista kuldann sem var alvarlega farinn að skríða um mann allann. Svo já svo kom Ladytron í allri sinni dýrð og ljóma og stóðu sig með sóma (ég skáld mun heita), frábært hjá þeim. Síðastir voru Apparat Organ Quartet, en nú verð ég að játa synd....... ég horfði ekki á þá(ég hefði getað logið og sagt að þeir hafi verið super cool og frábærir, en ég er bara svo heiðarlega :) ) en ég hef séð þá áður og á diskinn þeirra og það var annað hvort að deyja í öllum skrokknum sem ég var á góðri leið með að gera eða koma sér í heitan bíl og heim og ég valdi seinni kostinn, enda skjálftinn næstum kominn yfir keyrslumörk og bakverkir og hnéverkir öskrandi sárir. Þannig að Apparat voru örugglega flottir. En svo kemur meiri dagbók eftir dag 2 sem er í dag. En í dag eru það Skátar,The Foghorns,Jan Mayen,stilluppsteypa,úlpa,hairdoctor,kimono,Jeff Who,Leaves og Supergrass sem spila, vá þetta verður sjúkt kvöld