mánudagur, júlí 31, 2006

hin fallega sigurrós

já ég fór á Klambratún í gær og vá þvílíkt magn af fólki og myndirnar í blöðum sína ekki helminginn af þeim sem þarna voru, en þetta var voða kosý... fremst var auðvitað bara staðið, en aftar var fólk bara rauðvín og bjór og teppi og börnin sín í kerrum. En þetta voru mjög fallegir tónleikar, fyrir utan kannski lætin í þyrlunni sem sveimaði fyrir ofan og lætin í öllum krakkaskaranum. En þessir strákar eru bara í einu orði sagt snillingar. Meira hef ég ekki um það að segja og ég hvet ykkur öll til að kaupa allar þeirra plötur, enda er VON ein fallegasta plata sem þeir hafa gert, en VON er fyrsta platan þeirra. Falleg falleg falleg

föstudagur, júlí 21, 2006

gleðin komin á ný

já góða fína fólk þá er gleðin komin á ný, enda er ég komin endurnærð úr sveitinni. Og það sem meira var þá fékk ég frábært veður og meira að segja frekar allt of heitt í dag , nei ég var ekki að kvarta. Enda lét maður sig hafa það í sínum svörtu reiðbuxum, enda vita þeir sem vit hafa að reiðföt eru ekki strand- eða baðföt, sem þýðir að þau eru efnismeiri og verður því ansi heitt ef heitt er í veðri, en ég var ekki að kvarta...

En já þetta var draumur... þegar ég var komin í rétta gírinn þá var stuð og ég hefði svo getað verið miklu miklu lengur, en vinnan kallar á morgun og það er ekki hægt að skrópa þar...

En svo fór ég meira að segja upp á hálendið, bara bílandi en endastöð þar var Hvanngil eða er það Hvannagil, en þar er engin hvönn. En svo var keyrt til baka, þannig að þetta var um 6 tíma ferðalag allt í allt en því miður aulinn ég gleymdi myndavélinni. En ég á samt nóg af myndum af skýjum(don´t ask), hryssum með folöld, hestum, fólki á hestum, helli, vegum(again don´t ask)...

með verslunarmannahelgina.. þá er það bara gamla góða vinnan

laugardagur, júlí 15, 2006

það styttist í frí og geðheilsu á ný

já loks fer að koma að því að ég fari í frí og vona ég að ég nái þá geðheilsunni á ný.. enda er mjög stuttur þráðurinn núna þessa dagana og ég er farin að urrrrra á fólk, þannig að ef þig viljið skammast í mér þá myndi ég bíða eftir að ég er komin úr fríi og urrið þá farið úr mér.

Enda lá nú við morði í morgun(nei ég er ekki farin að drepa fólk) en þegar ég var fylla á kaffivélina okkar og var ég með fullan, já fullan poka af mjólkurdufti og hann var næstum því dottinn um koll og þá hefði farið duft um alla vél og gólf..og þetta er duft... og duft fer víða. Og ég þori ekki að hugsa hvað hefði gerst ef þessi atburður hefði gerst, en það hefði verið vont. (ekki líkamlega vont heldur bara vont og illt).

Eins og þið takið eftir á þessum lesningi þá er ég ekki í mínu besta skapi og þoli ekki fólk sem er með pirring og vesen og kjaftæði núna, þannig að ef þið ætlið að vera með svoleiðis þá hef ég engan áhuga á að eiga samskipti við ykkur) okey þetta var grimmilegt af mér, það skal ég viðurkenna hahaha en samt satt

En okey áður en þið farið að vera hrædd við að tala við mig, (enda er ég ekkert voðalega vond ef fólk hagar sér bara vel.. ) þá er ég hætt og ég lofa að næst þegar ég skrifa þá verður það á gleði nótum, enda mun ég ekkert skrifa fyrr en eftir frí sem verður notað til að fara í sveitina góðu

fimmtudagur, júlí 13, 2006

down day at the office

já hvað er annað hægt að gera þegar veðrið er eins og það er.. og vinnan eins og hún er.. en að skella Portishead á fónin og líða um draumalandið.. Ekki sofandi draumaland, heldur vakandi draumaland.. það sem heldur manni á lífi hérna í vinnunni, merkilegt hvað vinnan heltekur líf manns stundum, að vísu flesta daga hjá mér og þá er ekkert betra en að skella góðum cd á og hverfa á vit ævintýra sem til eru í hausnum.. og þar eru nú mörg ævintýri í gangi þessa daganna.

fimmtudagur, júlí 06, 2006

hahaha HM

já nú er skap mitt farið að verða betra og ég er bara í fínu skapi...

En já hahahaha en samt ekki... Mér finnst þetta frekar illa gert af eða mjög illa gert af Stöð 2, að láta fólk kaupa sér Sýn dýrum dómi og svo eru þeir að sýna alla úrslitaleikina óruglaða...já óruglaða, ég var að horfa á Frakkland-Portugal í gær....

En já Bergie, Þórsmerkurferðin góða..... það fer vonandi að líða að henni.... í merkurferð ég skemmti mér trallla la tralla la... Við verðum bara að bjalla alla saman og finna góðan tíma

En ég er farin að gera eitthvað, þar sem að ég er orðin löglegur vinnualki á háustigi..(er mér sagt) þá verð ég að standa undir þeim kröfum sem þessu fylgir....

mánudagur, júlí 03, 2006

kbbanki er banki djöfulsins

já vissu þið það ekki... þessi helv... banki er banki djöfla og vítisengla og lögfræðinga haha nei nei gleymum þessu með lögfræðingana... þeir eru fínir.
En já þessi drullu banki er ekki mitt uppáhald núna, þeir eru fífl.. já ég er vond núna, sit hérna í vinnunni og reyni að vera góð við mína kúnna (brosi gegnum reiðina) en innst inni kraumar .essi reiði gagnvart þessum heimska heimska banka sem er að gera mig bensínlausa....nenni ekki að útskýra nánar hahaha. En allavega þá ætla ég að halda áfram þessu illa skapi, allavega að taka það upp aftur þegar ég fer í bankann.. það eru svo mörg orð sem ég vil segja núna en ég er kurteis ung dama og þá segir maður ekki svona orð upphátt. En skítabanki engu að síður.... já ég er vond núna.... argggg