fimmtudagur, ágúst 31, 2006

sumarið gert upp

já nú þegar fer að nálgast sumarlok þá á maður alltaf að gera upp sumarið... svona til að svekkja sig aðeins, þar sem að maður hefur ekki staðið við helmingin af því sem að maður ætlaði að gera..

En allavega, ég sagðist ætla að vinna... ég stóð við það
ég sagðist ætla að klára myndina hennar Ásu... stóð ekki við það (en það er í vinnslu)
ég sagðist ætla að bjóða Ásu í humar og hvítvín.... úpps. stóð ekki við það (en það mun koma)
ég sagðist ætla til Amsterdam... stóð ekki við það (en sá tími mun koma)
ég sagðist ætla að vera dugleg listalega séð.... ég keypti skyssubók....
ég sagðist ætla í sveitina.... hef farið einu sinni þannig að ég sveik það ekki alveg
ég sagðist ætla að eiga líf utan vinnu í sumar.... stóð ekki við það, en ég alls ekki að kvarta
ég sagðist ætla að djamma með Ásu.... stóð ekki við það.. en okkar tími mun koma
ég sagðist ætla að vera dugleg að fara norður.... stóð við það einu sinni, opnun Dalí..
ég sagðist ætla að vera menningarleg með Fríðu... stóðum við það einu sinni... eftir nokkrar tilraunir.

þetta er svona brot af listanum. En eins og sést þá er ekki mikið hægt að treysta á mig á sumrin, allavega ekki þetta sumar sem er senn að líða, en svona er það bara þegar fólk skemmtir sér svona í vinnunni, þá bara er ekki tími fyrir neitt annað.

En að lokum vil ég segja að ég mun samt standa við mínar skyldur, og ef ég hef lofað ykkur einhverju í byrjun sumars þá látið mig vita, og Guðrún ef þú lest þetta þá er ég (sauður)loks að fara að klára myndina þína, já ég hef ekki gleymt þér Guðrún mín.

Svo bara go Magni, þótt að ég hafi ekki kosið hann, þar sem að ég fattaði að þegar ég ætlaði að kjósa þá kunni ég það ekki, var ekki búin að vera að horfa á þáttinn. Þannig að ég treysti bara á ykkur hin, og auðvitað brugðust þið mér ekki.... haha

þriðjudagur, ágúst 29, 2006

mánudagsnótt eða á ég að segja þriðjudagsmorgun

Fríða litla lipurtá... dansar fyrir hann afa sinn lalalallalaa... já ég er á næturvakt og er að syngja með honum Ragga Bjarna um hana Fríðu litlu lipurtá eftir hann Jenna Jóns og ómar á öldum sjónvarpsins.. Fínasta lag með góðar minningar, man ekki alveg hvaða en ég man að þær eru góðar. Og nú er hún Ellý Vilhjálms að syngja lag eftir Jenna jóns (en 1. des eru um 100 ár frá fæðingu Jenna Jóns, það er svo gaman að segja þetta.. jenni Jóns jenni jóns) (já þetta er þáttur um Jenna Jóns í útvarpinu í gegnum sjónvarpið.....) nei ég er ekki að verða biluð af svefnleysi.

En já ég er á næturvakt og er búin að vera rosadugleg verð ég að segja og er í smá pásu hérna núna, en mikið er orðið kalt úti.

jæja svo er supernova á morgun og það er eins gott að vakna og kjósa, þar sem að ég efast að maður nái að halda sér vakandi, en ég mun kjósa og það er eins gott að þið góða fólk kjósið.. ekki viljum við fá hann heim svo hann geti farið að spila með Á móti sól aftur... nei nei,,, þarna er hann þó að gera eitthvað að viti.. nei okey þetta var ljótt, en hey ég þoli bara ekki tónlistina þeirra, þetta eru örugglega ágætis gaurar en tónlistin ææææ.. þannig að Magni verður bara að vera þarna áfram.

En mikið langar mig heim núna að sofa..en það eru nú bara 4 tímar eftir..
Ég er farin að gera eitthvað að viti hérna til að halda mér vakandi, þar sem að kúnnarnir mínir eru allir sofandi og hafa þess vegna engan áhuga á að kíkja í kaffi til mín...

laugardagur, ágúst 26, 2006

menningarvakan og humar

já þetta er frekar flottur titill "menningarvakan og humar" en þetta er samt alveg óskylt...

ég vil nú bara byrja á því að óska öllum mínum Akureyringum til hamingju með daginn, og langar mig mikið mikið mikið mikið (ég gæti haldið áfram endalaust)til að vera þarna með ykkur. En vinnan kallar og þá hlustar maður.

En þá er komið að partinum með humrinum..

Við fórum nefnilega í staffaferð (lokastaffpartý ársins) í gær, sem byrjaði með bjór á Farfugla og svo upp í rútu, sem keyrði og engin (fáir allavega)vissu hvert ferð væri heitið. Það var keyrt til Stokkseyrar og farið á Kajak í líka þessu frábæra veðri og það var ekkert smá gaman,eftir hana var rölt þar sem rútan var og "barinn" (sem var annað beltið á gröfu) var opnaður og drukkinn. Síðan var arkað af stað upp að Fjöruborðinu og við fengum forréttinn til okkar út (humarsúpa) svo var haldið inn, og lentum við svo skemmtilega í því að vera með ccp (þeim sem eru með Eve online fyrirtækið) í sal og þau höfðu tekið Bjarna töframann með sér og fengum við að njóta góðs af því... sem var bara snilld.
Svo fengum við matinn og eins og alltaf þá klikkar Fjöruborðið ekki, já nú kemur það...Humarinn var eins og ávallt nammi namm, enda var borðað yfir sig og drukkið hvítvín með. Síðan var fengið sér eftirétt, og eftir þetta át var maður alveg búin á því og er í raun enn.
Síðan var stefnan tekin á rútuna og bjór tekin úr kæli og haldið áleiðis í borgina og svo bara heim á leið, enda ekki hægt að toppa þetta kvöld á neinn hátt.

Þannig að þetta var frábær ferð í alla staði, enda allir hressir og jákvæðir og ákveðnir í að skemmta sér og öðrum... og ég á þetta allt á filmu.. nei sorry á myndavél.

En nú sit ég hérna í vinnunni og horfi á útlendingana mína gera sig klára fyrir heimför, enda eru þeir flestir að týnast heim á ný, og eru nú skiptar skoðanir hvort þeim langi heim eða ekki, flestir eru nú ekkert á því að vilja fara heim, sem ég skil mjög vel, þar sem að við dekrum svo við fólk hérna að það vill engin fara ef hann kemur einu sinni hingað hahah.. nei nei, en flestir kveðja landið með ekka og segja "sjáumst að ári "...

sunnudagur, ágúst 20, 2006

menningarnótt.... er það menning

já nú er henni lokið, þessari menningarnótt.

en ég spyr, er þessi menningarnótt farin að snúast um eitthvað annað en menningu?
Ég fór að pæla í þessu gær þegar ég var að rölta um bæinn í góða veðrinu, að vísu ekki með bjór í hendi eins og flestir (ungir sem aldnir). En okey þarna rölti ég um og þar sem ég gleymdi minni blessuðu dagskrá í vinnunni þá var ég ekki með mikið við að styðjast þarna á göngu minni. Þannig að þetta var spilað eftir minni... úpps.
En það var rosalega mikið af fólki þarna og ég sá nú ekki helmingin af því sem ég ætlaði að sjá og heyra, missti til dæmis af fyrirlestrinum eða umræðunum á milli Sjóns og Finnboga Péturssonar í listasafni reykjavíkur. En eftir mína miklu göngu fram og til baka laugarveg,skólavörðustíg og um miðbæinn þá ákvað ég bara að koma við í ostahúsinum og kaupa ost,skinku og brauð... tel ég almennt að starfsfólk sé mjög glatt með þennan dag þar sem að á þessum eina degi þá má það drekka bjór í vinnunni. En eins og alltaf á menningarnótt þá var farið í Nonnabúð og 12tóna, enda er skyldumæting þangað á menningarnótt og svo fór ég auðvitað á listasöfn og gallery, þannig að þetta var alveg fínn dagur og ekki skemmdi veðrið.

Já svona var mín upplifun á menningarnótt þetta árið, en það er nú ekki mikið að marka mig þessa dagana sökum svefnleysis og margra vinnustunda, þannig ég er ég viss um að flestir hafi skemmt sér ljómandi í gær, sem ég gerði nú líka(fyrir utan þann tíma sem ég þurfti að labba fram hjá sviði Gunna og Felix úff úff).

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

er ég vond....

okey ég var að lesa, eða já lesa á mbl.is að það hafi verið hraðakstur sem olli banaslysi við Garðsskagaveg, og ég sá að þessi 17 ára gaur sem olli því er ekki lífshættulega slasaður, og ég verð bara að segja að ég er rosalega glöð með það, (nei ég er ekki glöð með að einn hafi látist og hinn er alvarlega slasaður) það sem ég er ánægð með er að núna þarf þessi 17 ára gaur að lifa við það það sem eftir er, að hafa ollið banaslysi og allt út af því að hann var að keyra umfram getu.. Gott á hann verð ég að segja og mér finnst þetta engin vonska í mér. vona ég bara að næst þegar hann sest undir stýri, þá hugsi hann um hvað gerðist síðast þegar hann ók of hratt... !!!

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

engill á Dillon..

já það var sko engill á Dillon síðustu helgi og það var að vísu líka djöfull,playboykanína,krossarakappi,froskur,magadansmær, sjóræningjar og fleiri og fleiri verur.
já svona er þetta alltaf á Dillon.... þegar það er grímupartý á Dillon. En þetta var rosa stuð og mikið gaman, enda hefur engillinn ekki farið á Dillon í allt sumar og vor,þannig að komin tími til.

En nú eru bara nokkrir dagar í menningarnótt....

og engin skóli að fara að byrja, eftir um 7 ára nám þá er það frekar skrýtið, gott vont. Þannig að ég mun eyða mínum lokadögum hérna í tjaldalandi. þá er ég ekki að tala um mína lokadaga heldur lokadaga tjaldalands.

en ég er farin útí sólina

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

jæja þá er það komið á hreint að ég er ekki týnd, humarinn er ekki týndur heldur, Dillon er á sýnum stað (en það er samt búið að mála hann, en ekki laga tröppur) og hvítvínið er í kæli. Þetta var nú aðallega smá skilaboð til þín Ása mín. En nú er Kristín í fríi og brunaði ég austur strax eftir vinnu á sunnudaginn í Þórsmörk (já hver hefur ekki trú á Fógus) að vísu varð Fógusinn að bíða og var ég sótt yfir. En það var kærkomin hvíld að vera í Þórsmörk og röltum við yfir í Húsadal til hans Dags frá Langadal þar sem að Sonja er að vinna. Svo var brunað i bæinn um 7 leytið á Þriðjudagsmorgun sökum rigningar sem skaut regndropum á tjaldið á 320 km. hraða. en svo þegar út var litið þá ekki mikil rigning og í fyrsta sinn sá maður jökulinn almennilega. Skrítið þetta veðurfar á þessu landi.

En ég er semsagt enn í fríi og mun vera það þar til næsta mánudag og mun ég mæta í grímupartý á Dillon á laugardaginn, hef ekki ákveðið búning og fatarval...en það mun koma.

En meira var það nú ekki í fréttum að sinni. En ef þið eruð að vappast (flott orð) norður næstu helgi þá er opnun hjá Stellu í Boxinu... varð bara að koma því að.

En Ása í sambandi við humar og frægð hahaha(þeir sem eru tónlistarlega sinnaðir hahaha þeir skilja, eða bara líta á smekkleysu-cd) en okey í sambandi við humar og hvítvín, þá þurfum við að tala saman(þetta var úr auglýsingu) okey nú er ég alveg að brillera og segi fréttum lokið.