fimmtudagur, september 21, 2006

komin vetur..allavega er ég hætt að vinna í sumar

jæja þá er það búið, sumarið, allavega er sumarvinnan búin og þá hlýtur að fara að koma vetur, eða haust. En já nú er ég komin í frí og fríið byrjar á því að gera það sem hefur ekki verið gert í langan tíma, en það er að laga til, já og fara í sjúkranudd og kannski klippingu, en þetta er allt í íhugun, enda er ég bara búin að vera 1 dag í fríi. En svo ætla ég í sveitasæluna og anda að mér fersku sveita og hestalofti. Svo fer maður að hugsa um list, enda hefur það þurft að bíða aðeins í sumar.

En ég gleymdi að kveðja kóngulóna, ekki rauðu, heldur hina sem er enn stærri og át geitungana fyrir mig.

En aldrei þessu vant þá hef ég bara ekkert að segja og ekkert að bulla heldur, þannig að ég ætla bara að hætta þessu rugli og fara að njóta þess að vera í fríi, fer kannski að lesa.... hmmm

sunnudagur, september 10, 2006

sunnudagar

það er sunnudagur og allir þeir sem ekki hafa þurft að vakna eru líklega sofandi, en ég er ein af þeim sem þurfti að vakna og hér sit ég nú í vinnunni og bíð eftir útlendingum til að tala við. En finnst ykkur að maður sé búin að vinna of mikið, ef maður ætlar að svara símanum sínum "tjaldsvæðið í laugardal" en ég var næstum því búin að gera það í gær og það var ég sem hringdi...

En já sunnudagur, sem þýðir að það er mánudagur á morgun og svo þriðjudagur og þá kemur fólkið frá Lanzarote, örugglega eins og blandaðir svertingjar á lit og mun ég ekki standa við hlið þeirra næstu 3 vikurnar.

Sunnudagur og margt búið að gerast um helgina,en samt ekkert sem við ætlum að tala um hér. Nema að ég fór á bókamarkað með Júlíu og Guðmundi Óla og keyptum við fullt af bókum (en mest samt handa okkur sjálfum, jólagjafir gleymdust) en svo þegar ég ætlaði að velja mér bók til að lesa á Föstudaginn þá gat ég bara ekki ákveðið, þetta var rosalega erfitt, ég var haldin bókavalskvíða.. Á endanum kafaði ég bara djúpt ofaní pokan og dró upp tvær bækur og viti menn. Þær voru báðar eftir sama höfund, sem heitir Þorsteinn Guðmundsson. Þannig að nú er ég að lesa Hundabókina eftir hann.

Sunnudagur og ég er farin að gera eitthvað hérna í vinnunni...

fimmtudagur, september 07, 2006

rauð fín kónguló

já þá er það komið á hreint.. sumarið ætlar að enda eins og það byrjaði.. með rigningu..

Og þótt að sumir geta bara hoppað upp í næstu vél (nú er ég að tala um mömmu og Gulla, sem ákváðu einn laugardag að panta sér ferð og eru nú stödd á sumarstað), þá halda aðrir sig bara í rigningunni, en ég er nú inni með hitarann á fullu og horfi á rigninguna þannig að ég ætti ekki að vera að kvarta.. enda les ég bara blöðin og hlusta á Pandoru þannig að ég er í góðum málum.

En vá hvað gærdagurinn var ekki góður dagur, þetta var hræðilegur dagur. Ég skal bara segja ykkur... sko ég vaknaði og var drullu þreytt enda ákvað ég að vaka eftir rockstar og kjósa svona einu sinni(þar sem að ég var alveg viss um að nú væri Magnatími kominn) þannig að ósofin mætti ég í vinnu og það var allt í góðu þar en svo fór ég að fá þennan stingandi hausverk(og ég er yfirleitt með hausverk en þessi var mjög illur skratti) og var alveg að bilast og svo eftir vinnu fór ég bara beint heim, enda með sjóntruflanir á háu plani og hausverk á enn hærri plani og svimi og allur sá pakki .. Svo fór ég heim og svaf í svona 4 tíma og var enn með verk, þetta var meira að segja orðið svo slæmt að ég fór fram og athugaði hvort að það væru til einhverjar hausverkapillur(þeir sem mig þekkja vita að ég tek aldrei pillur við neinu, varla pencilin,þannig nú lá mikið við) eða bólgueyðandi(enda var þetta allt vöðvabólgu að kenna), en nei það voru engar pillur til þannig að ég fór aftur upp í rúm og lá þar í kvölum mínum þar til ég sofnaði (en náði samt að kveikja til að sjá hver færi heim í rockstar..) en svo vaknaði ég í morgun, og er enn með hausverk en mun lifa hann nokkurn vegin af,ef ég bara er með rólegar hreyfingar og það er lítið mál fyrir mig..

En að öðru máli....ég á um 10 daga eftir í vinnunni og þá mun ég hverfa á braut tjalda og fara á braut sveita...

já svo þetta með stóru fínu feitu rauðu kóngulóna, þá sá ég hana á röltinu hérna áðan, en ég var ekki bitin en sá miskilingur var komin í loftið, ég er óbitin...