sunnudagur, desember 31, 2006

bang bang

já nú er gamlárdagur... hey hey fyrir því

passið ykkur nú á rakettunum og aldrei kveikja á með glas í hendi, þótt að það sé bara vatn í glasinu.. og ávallt nota... æi ég er ekki komin hingað til að predika yfir ykkur kæra fólk.

en takk allir saman fyrir gamla árið og gleðilegt nýtt ár og megum við eiga margar blogg-gleðistundir á nýja árinu..

miðvikudagur, desember 27, 2006

það er lif i dynunni

já það er nokkuð gaman að því, draugur jólanna er kominn í heimsókn til mín, allavega þá er líf í dýnunni og samt engin á henni...

okey ég skal segja ykkur hvað gerðist.. ég sat upp í rúmi að horfa á sjónvarpið og svo allt í einu þá tók dýnan kipp í einu horninu eins og einhver hefði sest snögglega á rúmið í horninu, og já ég tékkaði en það hafði ekkert dottið á rúmið eða af því þannig að ég fékk heimsókn frá jóladraugnum..
þetta er dýnu sagan.....

en jólin voru rosa fín og maður er búin að borða fullt og fékk fullt af flottum gjöfum og hef þar með sagt bara haft það rosa fínt, og þar sem að ég kemst enn í jólakjólinn þá held ég áfram að borða þar til ég get ekki rent honum upp..

gleðilega hátíð :)

laugardagur, desember 23, 2006

hvað mun gerast...

já nú eru að koma jól, en þau koma víst á morgun (er mér sagt), enda á hann Þorlákur þennan dag og hefur átt síðan ég fæddist.

En það sem ég ætla að ræða er kannski jólalegt, eða jól koma þar inní, ég fór upp í kirkjugarð áðan(nei það er ekki eitthvað sem ég geri á hverju kvöldi, sama hvað þið haldið), en okey það var dimmt og þegar ég var að fara aftur inn í bíl þá lenti ég í því að stíga á GRÖF.......ÚÚÚUUU, eða til að fegra þetta aðeins þá steig ég á leiði,en það sem er svona sérstakt við þetta er að þetta leiði var nýtt, sem þýðir að það var kross og bara mold, og ég steig beint ofaná moldina. Þannig að ég steig á nýja gröf...

ég bað hann fyrirgefningar, en maður veit aldrei, kannski fæ ég heimsókn í nótt frá honum þar sem að hann verður með skófar á kinn, en skórnir eru ágætlega flottir undir þannig að ég vorkenni honum ekki mikið að hafa þetta skófar á kinn en að vísu þar sem að ég stóð þá er hann frekar með skófar á sköflungnum...

En annars vil ég bara að segja Gleðileg jól dúllurnar mínar og ég kannski sé sum ykkar um jól og sum ekki, en þetta er mitt jólakort til ykkar allra ;)

sofið svo vel í nótt.....................

mánudagur, desember 18, 2006

laugardagur til göngu

já þetta var nú meiri laugardagurinn...

það var kalt ó já það var kalt en það stoppar ekki harða íslendinga til að arka niður laugarveg í jólaskapi, enda var rosalega fallegt veður en kalt kalt...

en já það var samt ákveðið að þessi laugardagur yrði hafður til menningargönguferðar í miðborginni, svo haldið var af stað og eftir góða stund á kaffihúsi (það verður að byrja á góðu kaffi) var farið yfir götuna í klink og bang , (eins og alltaf í þessum menningarferðum hjá okkur Fríðunni þá höfum við það fyrir sið að ganga allavega inn á eina sýningu sem verið er að setja upp) og var Hekla að setja saman sýningu og hún bauð okkur samt velkomin 22 des klukkan 18:00. En já svo var haldið áfram, man ekki alveg í hvaða röð, en við komum við á I8,terpentine,amiina,listasafni Islands(sem tók nú á móti okkur með lokun,og við sem löbbuðum alla leið þangað.. well o well) svo það sem er við hlið amiina,safnið (sáum þennan frábæra skemmtara),nýló og ef ég er að gleyma einhverjum láttu mig á vita, en þetta var kaldur og góður dagur og eftir að hafa ákveðið að fara út í hönnun og hanna buxur með innbyggðum hitara þá var haldið heim á leið.

Þar var tekið sig til á milljon.. eða svona (þeir sem mig þekkja vita að minn taka sig til tími er svona frá 2 mín til 10 mín ca) og svo brunað til Konnans, en þar var verið að fagna 35 árum og myndin Konninn snýr aftur sýnd og óskum við þeim (Konna og Heimi) til hamingju með afmælin sín).
En þarna var bara setið og haft gaman saman langt fram á nótt.

En já nú eru að koma jól og ég er búin að pakka inn, og á morgun er opiðmatarboð hjá Snorra Bigga og Petru og þar mun HELGA mæta jjjíiíííbbííííííííi´.................

Er farin að skreyta og hlusta á Hvít er borg Og bær (fór loks í smekkleysu að sækja hana)

miðvikudagur, desember 13, 2006

....

fann engan góðan titill...

En já það er eitthvað hvítt sem flýgur hérna um fyrir utan, hef heyrt að þetta mun vera kallað snjór, en ég man eftir í svoleiðis frá því ég var lítil, en ég hélt að þetta væri bara einhver draumur hjá mér. En þetta virðist vera það sama og er að fljúga um gluggann núna..

En já nú er ég búin að njósna um ykkur öll og er á leið að skrifa heimildarbók(verst að ég hafi ekkert ættarnafn sem byrjar á stafnum b, þá gæti ég skrifað bókina undir kgb( verst að kristinn gunnar er þekktur undir þessu nafni þannig að þetta er kannski bara dauðdæmt frá byrjun)) okey ég er ekki heldur að fara að skrifa bók en ég er samt orðin snillingur í njósnum þannig að kannski fái ég bara að deila nafninu með kidda hmmm...

En jæja best að fara að pakka inn gjöfum eða finna lakkið..já finna lakkið og svo pakka.. eða pakka og finna svo lakk hmmm þarf að hugsa þetta aðeins ....................................................................



......................... já finna lakk og svo pakka... og fá mér kannski eina eða tvær piparkökur sem voru bakaðar í gær, en bara eina eða tvær..

þar til næst.... ég og þetta hvíta kveðjum

föstudagur, desember 08, 2006

google earth

já google earth er málið.. þetta er stórhættulegt þar sem að maður getur ekki hætt þegar maður byrjar.. þannig að þetta er kannski stórhættulegt hmm (spurning)..

En á tveimur dögum er ég búin að skreppa til LA, new york, miklagljúfur, saint helen, spánar,parísar og ég gæti haldið áfram en ég nenni því ekki.. og þetta kostaði mig ekki krónu.

Enda þegar jólin nálgast þá er ekkert betra en að skreppa í smá ferðalag frá stressinu, er að vísu ekki stressuð,, enda ég stressuð , aldrei.....enda er ég búin að öllu sem viðkemur jólum..

En já google earth er málið

föstudagur, desember 01, 2006

heimsforeldri..

já þetta getum við þegar við viljum, eins og flestir vita þá er þessi söfnun í gangi í kvöld og það er eins gott að þeir sem þetta lesa og þeir sem ég þekki séu orðnir heimsforeldrar, ég meina kommon 1000 kall á mánuði... það er engin góð afsökun fyrir að vera ekki heimsforeldri, svo ,koma svo :)

ég er það, ég er það...


meira hef ég ekki að skrifa að sinni... :)