miðvikudagur, janúar 31, 2007

komið að þessu...

Já góðir góðir hálsar.. eða sárir ef að hálsbólga er að hrjá ykkur..

En allavega þáer komin lokaniðurstaða...

Kristín Guðmundsdóttir

Barnslegar minningar + löstur mannsins

03.02. -02.03.2007

Velkomin á opnun laugardaginn 3. febrúar 2007, klukkan 14

Café Karólína // www.karolina.is
Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
---
Laugardaginn 3. febrúar klukkan 14 opnar Kristín Guðmundsdóttir sýninguna "Barnslegar minningar + löstur mannsins" á Café Karólínu.
Sýningin samanstendur af textaverkum á glasamottur og veggi. Verkin sem skiptast í tvo hluta, annars vegar minningar barns um aðvaranir þeirra eldri og svo hins vegar syndir þeirra eldri og hvernig hægt sé að forðast þær.
Kristín fæddist í Reykjavík árið 1976. Ólst aðallega upp í Mosfellsbæ og á Laugarvatni, en fluttist aftur til Reykjavíkur á unglingsárum og hefur búið þar síðan. Hún varð stúdent af myndlistardeild Fjölbrautarskólans í Breiðholti, hélt svo norður og útskrifaðist af Fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri síðasta vor.Sýningin á Café Karólínu er hennar fyrsta einkasýning.
Nánari upplýsingar veitir Kristín í síma 8690464 og netfangið hennar er: kristingudmunds76@gmail.com
Nánari upplýsingar um verk Kristínar eru á síðunni:
http://www.umm.is/UMMIS/Listamenn/Listamadur/620
Og bloggsíðan hennar er: http://kristinfarti.blogspot.com

Kristín verður viðstödd opnunina.
Sýningin á Café Karólínu stendur til 2. mars 2007. Allir eru velkomnir á opnun laugardaginn 3. febrúar 2007, klukkan 14.

Á sama tíma opnar sýning Jónasar Viðars á Karólínu Restaurant. Sú sýning stendur til 4. maí 2007.

ég hef í raun engu við að bæta..

laugardagur, janúar 27, 2007

laugardagur sem mun flokkast sem glamur og glimmer

já ég er fyrir norðan, kom í gær.

En nú er vika í sýningu úúúú,,,,,,........

En já það er laugardagur og ég er búin að gera svo margt síðast liðna viku.. ég er búin að skamma Dag fyrir Jónba, ég er búin að láta klippa á mér hárið (og líka hluta af því af), ég er búin að kaupa mér draumaglimmerbuxurnar og ég er búin að ferðast alla leið norður.

Þannig að hér er ég nú og mun vera einhverja daga röltandi um á milli snjóhóla.
En í kvöld er það mál mannanna, já þetta er rosa kvöld.

Það er leikur (semvið vinnum), það er evróvisíon (sem mér er alveg sama hvernig fer,þetta getur nefnilega ekki versnað) og svo er það glimmer glamúr partý hjá Krummu (sem ég bara hef ekki hugmynd um hver er), en ég fer samt og verð svo mikið glimmer og glamúr að fólk fær ofbirtu í augun við það eitt að sjá mig labba.

En svo verður morgundagurinn að láta í ljós, hvort að við höfum unnið, hvaða lög bætast við þennan ömurlega lagalista sem kominn er og svo loks, hver þessi Krumma er.......

þriðjudagur, janúar 23, 2007

næstum komin vika

já nú er næstum vika frá síðasta bloggi... rosalega er mikið að gera hjá mér.....

En já og nú fer að koma að sýningu og í tilefni að henni fór ég að eyða peningum í dag, en ég fór í klippingu í Gel og þar voru allir í glimmer og glimrandi skapi, svo fór í í Nakta apann, (já Fríða blíða ég keypti mér buxurnar) svo í kvk og sótti bol og svo smá kaffisopa og svo meira kaffi og meira kaffi, en þeir sem mig þekkja vita að ég er mjög róleg að eðlisfari og óeðlisfari, en eftir 5 bolla af kaffi kemst mín (ég þá) í stuð og þá getur ekkert stöðvað mína( enn ég), enda gerði ég allt sem ég ætlaði að gera fyrir löngu og meira en það.

Þannig að nú er ég nýklippt með stórt kort í litlu myndavélinni og er til í glamúrpartý sem ég og María vorum að bjóða mér í fyrir nokkrum mínútum síðar, en partýið er á akureyri, já ég er á leið norður um helgina.

en þótt að það hafi ekki farið framhjá neinum, þá er góð ræða aldrei sögð of oft... en það er þessi ræða með sýninguna á Karó 3 febrúar.

En annars er ég til í glamúr og glassúr hmmm... ég meina glamúr og glimmer og rautt vín, ég var að spá í að segja bjór en það er meira glamúr og glimmer að segja rauðvín, bjórinn geymist handa rokkaranum (sem er alltaf til staðar)...

En nú er komið á hreint að Kristín (enn og aftur er það ég) er glamúr,glimmer rokkari sem ætlar að sötra eitt glas af rauðu í glamúrpartýi

En stórfrétt stórfrétt...... loksins loksins loksins... þá fór ég í smekkleysu og fékk mér loksins loksins I CARE BECAUSE YOU DO með APHEX TWIN................. yeahhhhhhhhh og við vitum öll hvaða lag fær að hljóma hljóma aftur og aftur og það er ....(þetta mun Helga skvísa vita) en það er ALBERTO BALSAM enda margar margar góðar nostalgíu minningar um þetta lag

well ó well ... tala minna, gera meira

miðvikudagur, janúar 17, 2007

Hlynur og dead.... finasta blanda

já ég var mjög ánægð þegar ég sá hann Hlyn Halls í blaðinu gær, eða blöðunum.. Enda tilvalið að draga aðeins athyglina frá útvarpslögunum, enda flestir að fá sig full sadda á þeirri umræðu..... En já greyið, það muna nú flestir eftir umtalinu sem hann Hlynur fékk í fyrra þegar hann mætti ekki með bindi á hið háa Alþingi og svo þegar hann mætir með bindi þá fær hann einnig umtal og myndir í blöðum og lendir í fréttum sjónvarps... En já það var flott hjá honum að mæta í þessum jakka líka og er ég jafn hissa og Hlynur á að svona fáir á hinu háa Alþingi skuli þekkja ljóð jónasar, Ferðalok. En 1000 prik til Hlyns :)

og ég mæli eindregið með Liborius, dýrt en flott hönnun

En jæja best að fara að semja eitthvað um mig frá vöggu til (ekki grafar 7,9,13) í dag.... afhverju ? sýningin mín sem verður 3 feb... eru það kannski að verða leið á lesa um sýningu 3 feb... well þið verðið að þola það til 3 feb...sorry ... :)

mánudagur, janúar 15, 2007

titill..

okey smá heilræði .... ekki fara í nýju buxunum ykkar að mála..

ég gerði það... ég var í nýju buxunum mínum, og mér til varnar þá var ég alls ekki að fara að mála. En allavega þá vildi Guðmundur Óli fara að mála og þá var farið að mála, en til að gera langa sögu stutta ... þá vildi Guðlaugur líka fara að mála og það var aftur farið að mála. Svo var ég aðeins að laga myndina hans og setti hana á löppina á mér og byrjaði að mála svo fann ég allt í einu kulda og mundi þá að stiginn sem ég var að mála á var mjög grófur(var búin að gleyma) og ég var komin með gyllt læri, og ég hef aldrei þá meina ég aldrei verið eins snögg úr einum buxum, og það var hent allskonar efnum yfir þær og beint í vélina...............................(vélin að vinna)....................vélin búin....... og viti menn, ekki einn gylltur punktur þá þeim, sem betur fer var þetta akrýllitur..

En annað í fréttum...hmmm

það er snjór
ég er að klára myndina hennar Ásu (já ása mín þetta fer að koma)
ég er búin að klára myndina hennar Guðrúnar Vöku (já já dugleg ég)
ég fer að fara í tening númer 4,5,6 og 7
ég fer bráðum á taugum út af sýningunni hahaha nei nei en þetta er víst að fara að gerast
csi er byrjað aftur
rautt glimmer er málið
ég fer bráðum að fara að vinna
innan 2ja ára verð ég búin að skreppa í danska heimsveldið til þeirra sem þar búa
er komin með fullt af myndum á myspace
er að bíða eftir að Ása fái sér myspace( ég og kristján erum búin að ræða þetta.. :) )

well ekki meiri fréttir af sinni.....

þriðjudagur, janúar 09, 2007

her kemur það

já til ykkar sem hafið spurt og líka ykkar sem hafa ekkert spurt og vitið ekkert um hvað ég er að tala...

þá er opnuninn á sýningunni 3 febrúar á Kaffí Karólínu sem er já á Akureyri.....

ég hef í raun ekkert annað að segja nema loks kom snjórinn og þá fóru jólin :)

fimmtudagur, janúar 04, 2007

januar, februar...........

já nú er mánuður í febrúar og við vitum hvað það þýðir, eða ég veit það... þá er mánuður í sýningu hjá mér og nei ég ætla ekki að vera með teningana, bara svona svo það komi fram. En ég fór á sýningu um daginn í kling og bang mjög fín sýning hjá þeim , nema karamelluhúðuðu eplin voru ekki að gera sig fyrir mig, þetta var flott en þessi sæti ilmur fór alveg upp í heila og hélt partý þar fyrir sellurnar...

En nú eru jólin alveg að verða búin og það er alveg fínt, já já ég elska jólin en ég elska líka þegar allt fer í sinn gamla góða farveg eða árveg hmmm aftur, enda ætla ég bráðum að fara að gera eitthvað af viti, enda löngum kominn tími á það....
en á meðan mun ég halda áfram lestir bóka á meðan ég bíð eftir að málningin á teningunum þornar... þannig að þetta er mála, lesa, mála, lesa en núna þarf ég að pússa.................

púss púss ég er farin að pússa...........