mánudagur, mars 26, 2007

manudagur til malunar

ég fór í partý um helgina.. langaði bara að deila því með ykkur, þar sem að daman ég fer eiginlega aldrei í partý núorðið, það er svona þegar aldur færist yfir hæðir eða kannski er ástæðan bara þreyta djammsins, enda virðist það aldrei breytast. Sama hversu sjaldan maður fer út þá hittir maður alltaf sama fólkið(fyrir utan dömurnar á Rex, sem voru að selja sig þarna, ég hitti þær ekki reglulega, reyni að forðast svoleiðis félagsskap). En ég er ekki að kvarta yfir laugardagskvöldinu, þótt ég hafi rekist á Svanlaug. Enda var þetta bara fínasta skemmtun. En Ása ég fór aldrei á Dillon,við fórum svo seint í bæinn klukkan var um 3. En við fórum þá fyrst á Celtic og hittum Magga og félaga sem var fjör,en því miður var það ekki langt stop(og ég sem var komin í fínar samræður við hann Jón) og svo, já okey ég skal segja það...Dubliners úff úff enda rakst ég á Svanlaug þar... i don´t need to say anymore, svo var komið að Rex sem kom mér á óvart: Þessi staður fræga fólksins olli mér smá vonbrigðum sérstaklega þetta með "the working girls" enda voru þær ekki einu sinni myndalegar. en það voru fínir sófar og stólar þarna sem voru vel nýttir í setu.. Svo eftir þessa ágætu reynslu var haldið heim á leið með taxa og hausverk sem hélt partý..

ég er loksins búin að taka fram olíulitina mína aftur og striga og trönur og er að fara að gera seríumyndir, mun samt ekki segja meira um þær fyrr en ég er komin á einhverja leið, en eitt get ég sagt ykkur.... þetta verða dökkar,dimmar og ekki litaglaðar myndir, kannski litaglaðar en þá dökklitaglaðar......


fróðleikshornið litla
þegar death in vegas spila læv þá er það 9 manna band.... hey næstum bara eins og Benni hemm hemm

miðvikudagur, mars 21, 2007

er ekki þriðjudagur i dag..

heyrði að það væri víst komin miðvikudagur...merkilegt hvað tíminn líður þegar maður gerir ekkert allann daginn...
nei nei ég geri margt yfir daginn,þótt að ekki sé hægt að tala um VINNU VINNU(sem maður vaknar upp til að fara í og svo í lok mánaðar þá fær maður pening fyrir það sem maður er búin að vera að gera yfir mánuðinn) en ég virðist samt hafa nóg fyrir stafni og nei ég sef ekki til hádegis. Fer að sofa eftir miðnætti og vakna fyrir hádegi.. en nóg um mig, enda þátti þetta blessaða blogg ekki að fjalla um mína ævisögu... þið getið lesið um hana í bókinni sem kemur út þegar ég verð fræg á leið á sýningu í París... (skiljið sem skila eiga :) )

En okey ég veit að það er ekki mánudagur en það er M-dagur og ég gat bara ekki orða bundinst...

Okey nú er búið að lögleiða vændi á Íslandi og nú má selja sig og kaupa og þegar að hinn hátt...lágt virti alþingismaður Sigurður Kári (sem ég hef bara aldrei náð að fíla) var spurður hvort að hann hefði ekki áhyggjur af því að nú færi að berast hingað inn vændishringir og þess háttar þá svaraði "hinn háttvirti" Siggi "nei það er svo lítill markaður hér á landi"...
okey þá spyr ég "hvernig heldur þú minn kæri Siggi, að þetta hafi byrjað í öðrum löndum..... þetta byrjaði allt sem lítill markaður sem varð stærri og stærri" Ég meina það er betra að byrja smátt og svo stækkar það og stækkar.. er það ekki það sem við segjum börnum okkar (þið sem eigið börn..) að því fleiri krónur sem þú setur í baukinn því stærri verður hann....

Þannig að þegar að þingmaður segir að þetta sé svo lítill markaður, finnst mér það bera vott um heimsku viðkomandi, og vona ég innilega hans vegna að ekkert verði af þessu, annars mun ég aldrei gleyma þessum heimsku heimsku orðum hans....
með þessum orðum kveð ég Sigga og vona að hann læri að eitt smátt gerir margt stórt.

mánudagur, mars 19, 2007

manudagur..timi fyrir orð

já mánudagar eru góðir dagar fyrir orð, þá getur maður farið yfir gömlu vikuna og greint aðeins þessa nýju.

En síðasta vika var síðasta vika.......páskar eru að koma.. og það þýðir vestur,norður,rvk.. hvað verður fyrir valinu er ekki gott að segja, en fyrir svona tónlistarnörda eins og mig þá er þetta mjög alvarlegt mál og valkvíðamál á háu stigi. það eru tónleikar á Nasa 1 apríl (forma), svo er auðvita Aldrei fór ég suður á ísó og ef Blonde redhead væru ekki að spila á væri þetta ekki svona mikið mál, en þau eru að spila og eru ekki að auðvelda mér hlutina. Síðan er auðvita upphaf tónleikaferðalags Bjarkar í Laugardalshöll 9 apríl og mig langar á allt. Okey ég veit að blonde redhead eru að spila í reykjavik líka 5 eða 6 apríl en þá þarf maður að borga sig inn á það.. en þetta kemur allt í ljós enda nægur tími til stefni, næstum því 3 vikur eða 2..

já helgin, ég var víst búin að lofa að fara á opnanir en það brást, ég brást........ Rassi gerði mér mikinn óleik og var með sína opnun á Fimmtudaginn, ég veit samt ekki afhverju hann gerði mér óleik með því, ég vildi bara koma þessu yfir á hann... en okey til að vera alveg hreinskilinn þá var ég mjög ólistarleg um helgina(fyrir utan að grunna á striga), og var að hjálpa Júlíu smá í húsinu á laugardaginn,tel ég það vera fína afsökun.

ég var í fjöruferð í dag með myndavél að vopni.. ég var búin að gleyma hvað sjór er "góður" á bragðið..

tónlistarhornið okkar
Badly Drawn boy tróð óvænt upp með Sniglabandinu á Gauknum 16. janúar 2001... örugglega við mikinn fögnuð áhorfenda, fyrir ykkur sem vitið kannski ekki hver hann er þá er hann Bretinn með húfuna..

ég er farin að borða...........

þangað til næst...verið góð við menn og mýs

fimmtudagur, mars 15, 2007

fullt af myndum

já krúttin mín stór og smá.. þá er komið að því, eftir nokkur ár í bloggheiminum þá er ég loksins komin með myndasíðu með fullt af myndum og alltaf að bætast við.. já ég læt ykkur auðvitað vita þegar bætist við... en leiðbeiningar..

1) þar sem að þið lesið þetta þá þarf ég víst ekki að segja ykkur að fara á bloggsíðuna mína....
2)svo skal skrolla smá niður, ekkert hratt, bara svona meðal hratt og meðal hægt..
3) þá sjái þið dálk sem heitir myndir, er það ekki annars?
4) þar efst eru mínar mínar myndir og viti menn þegar það er opnað þá koma mína mína myndir í ljós
5)go crazy..

já þetta hafðist, þannig að nú er ég orðin löglegur bloggmeðlimur sem er meira að segja með myndasíðu


en þar sem að ég hef ekkert meira að segja þá skulum við bara fara í tónlistarhornið.

Faðir Jeff´s Buckley söngvara, söngvarinn Tim Buckley lést eftir að honum hafi verið gefin heróín og marfín kokktel sem hann hélt að væri kókaín, jeff þoldi aldrei pabba sinn og sagði alltaf að mamma hans ætti heiðurinn af tónlist hans en ekki pabbi hans

þangað til næst..gangið þið hægt um gleðina dyr, það er farið að snjóa og gæti verið hálka

miðvikudagur, mars 14, 2007

miðvikudagur byrjar a M eins og manudagur

Hver segir svo að óskir rætast ekki.... Það var einn sólríkann þriðjudagsmorgun að ég opnaði póstinn minn, og þar var einn frá Konna um að maður ætti að lesa einhverja sögu og óska sér svo, okey ég ákvað að gera þetta mér til gamans og flissaði hátt, svo var sagt að óskin ætti að rætast innan 30 mínútna. ég hló bara og tók mína tölvu og arkaði út í sólina og leiðin lá á Karólínu, síðan þegar ég er komin hjá Frúnni í Hamborg hringir síminn og Guðrún Vaka segist vera búin að redda mér fari suður núna sem ég þáði með brosi(Kaffi Karó varð að bíða), og svo leit ég á klukkuna en þetta var að vísu klukkutíma eftir lesturinn, but hey who cares.. ég var að fara suður. Það dugði ekkert minna en 52 sæta rúta,sem ég ein hafði og var með bílstjóra,enda hver lætur mig fá 52 manna rútu...
1000 þakkir fyrir Guðrún snilli, eftir þetta sendi ég póstinn út til þeirra sem mér fannst þurfa svona ósk hahahaha

það hafi þið það fína fólk, ég komst suður og mun halda mig fyrir sunnan um stund, enda eru opnanir á laugardaginn hjá Ragnari í I8 (minnir mig) og svo hjá Sigurði Árna á Safninu...

Svo bið ég bara að heilsa á Karó gott fólk

meira hef ég ekki að segja nema ... já ég var ekki búin að gleyma tónlistarhorninu okkar

tónlistarhornið kafli 3.
Bill Berry sem sem er fyrrverandi trommari R.E.M hætti í hljómsveitinni til að gerast bóndi

þangað til næst, þá veit ég ekkert hvað gerist

sunnudagur, mars 11, 2007

sýningar sýningar opnanir opnanir

já ég veit að það er ekki mánudagur,ef það er þá hef ég sofið af mér sunnudaginn, en það gerði ég ekki þannig að það hlýtur að vera sunnudagur...

En Laugardagur var dagurinn...
Hann hófst á Kaffi Karólínu þar sem að hún var Karen var með opnun á málverkum,rosalega flottar myndir og mæli ég með að allir fari og skoði,svo eftir setu þar í smá tíma var rölt upp í Deiglu og svo á listasafnið og svo í boxið, ég gleymdi samt að kíkja í gallerý jv. En okey, nú spyrð þú hvaða fart þetta hafi verið á okkur og þá svara ég, Karen á Karó/bernskubrek (myndir eftir listamenn frá því að þeir voru börn)í deiglunni/ljósmyndir á listasafninu/Hlynur í Boxinu/Guðmundur Ármann í gallerýinu hans Jónasar... þetta var pakkstúttfullur laugardagur og eftir þetta mikla og erfiða rölt okkar þá var haldið á vit nýrra ævintýra heima hjá Guðrúnu Vöku,sem á ævintýralegan grænan vask. Þar inni (ekki hjá græna vaskinum samt) sátum við útksriftarmálunarnemar og drukkum ýmsa rauðvíns,bjór og cola drykki og átum ýmiskonar pitsu með og án sultu...
það var 99 %mæting þar sem að einn meðlimur þessa hóps var að mjálma í reykjavík.
En við sátum bara frameftir kvöldi og höfðum það bara alveg glimmer-andi gott,seinna röltum við Karen á Karó og sátum þar í góðum samræðum við fólk og menn og enduðum svo á að rölta með Steini á kaffi Ak og eftir það tvístruðust leiðir og hver hélt til síns heima..

þannig að þessi laugardagur verður seint toppaður, enda langt í að hann komi aftur, það er heilt ár í næsta 10 mars.

tónlistarhornið..
muna eftir Aldrei fór ég suður ...ég fer að koma með heimspekilegar og vitrænar umfjallanir hérna í tónlistarhorninu..all in good time my love..all in good time(þetta er stolið og ég skammast mín ekkert fyrir það)

mæli svo með sunnudags eða mánudagsrúnt til akureyrar, fæ ég svo far aftur í bæinn?

þangað til næst.... i will be back... i always come back.. i will, i´m not kidding

mánudagur, mars 05, 2007

mánudagur fyrir norðan

ég er að hugsa um að skrifa alltaf blogg á mánudögum, þá geta þau öll byrjað á "mánudagur...."

hvað þýðir það þegar það er komin mánudagur... já þá er helgin búin

laugardagur... vaknaði, fór á fætur.. ekki endilega í þessari röð.

En allavega þá var þetta fínasta helgi, ég fór á opnun í Dalí, en þar var Spessi ljósmyndari að opna, og það var heljar mikið fjör og ekki versnaði það þegar 3 vaskir sveinar komu inn, en það voru þeir Óliver, Gestur og Óli. Steinn var þegar mættur þannig að það var laugvetningagengi þarna og vakti það mikla lukku og kátínu meðal almennings, en þessir fjórir vösku herramenn fengu nokkuð gott og flott viðurnefni en þeir urður þarna á einu bretti allir kærastarnir mínir, þannig að þetta kvöld þá fór ég frá því að eiga 0 kærasta í að eiga 4... geri aðrir betur..

En síðar það sama kvöld fór ég til Ásu í afmæli, þar að vísu kom Steinn grafalvarlegur og var að leita að mér fyrir einhvern sem ég hafði ætlað að hitta á Karó en ekki látið hann hafa númerið mitt.. og ég fór (á meðan biðu allir spenntir damm damm damm damm) þá voru þetta 4 vaskir sveinar,þannig að ég settist smá hjá þeim með glas og var að útskýra mínu miklu sýningu hahaha.
þegar ég mætti aftur til Ásu byrjuðu yfirheyrslur, sem ég náði að svara vel og vandlega og enn á lífi.
síðan bara hélt fjörið áfram eitthvað frameftir, með bollu í 10 lítra fötu meðferðist....don´t ask people

Á sunnudeginum rölti ég í Boxið til Kristínar Helgu og sá flotta verkið hennar og bjallaði þar smá við hana, labbaði svo niður stigann(veit ekki hvað það eru mörg þrep) og fór og kíkti á Snorra sem var líka flottur

well nú er ég orðin stafa og orðatóm og er kalt á höndunum

En já tónlistarfróðleiksmoli dagsins í dag er...
aphex Twin er sá sami og Richard d. james (okey þessi var hálf glataður, enda vissu þetta margir, en ég sagðist vera orðin orðatóm)kem með betri næst.

okey einn hérna frekar tilgangslaust að vita en well...
í lokaseríunni af Friends, þá kemur nafn Bjarkar fyrir þegar joey er í spurningarkeppninni

þangað til næst...

fimmtudagur, mars 01, 2007

fimmtudagur i sol

you are my sunshine my only sunshine... þetta hafi ófáir sungið heima og að heiman og inn á plötur og í sturtu....anyway..
vildi bara minna ykkur á sólina

Ég hef ákveðið hér eftir að kvarta aldrei aftur yfir fitu minni, en ástæðan fyrir því að ég er bara nokkuð ánægð er 400 KÍLÓA konan sem var í E,og hún var 29 ára, hún sagðist hafa lent í bílslysi og eyðilagði þá labbir sínar..... en þá var hún 200 KÍLÓ..
Þannig að ég er bara helvíti ánægð með mig og mitt, skál í kaffi fyrir því

Skjóta einu hérna inn....... hlustuðu þið á fréttir í dag ? well ég gerði það og heyrði þá í henni Eydísi stjúpmömmu og ég bara ætlaði ekki að þekkja rödd hennar, en ég efast um að fréttir ljúga, enda er hún Oddviti Ásahrepps og það var talað við Oddvita Ásahrepps..

en einn fróðleiksmoli : þið hafið örugglega flest öll heyrt discosmellinn freak-out.....en ég get sagt ykkur það að þetta lag varð til eitt kvöld þegar hljómsveitarmeðlimum hafði verið meinuð innganga inn á studio54 (þótt að væri verið að spila lög þeirra þarna inni.....það muna allir eftir studio54)og þeir fóru heim í fýlu og fóru að glamra og textinn var fyrst fuck-you sem þróaðist svo í freak-it (minnir mig) og svo kom lokaniðurstaða Freakout. semsagt þá var þetta lag samið í reiði til allra sem þeir þoldu ekki.

þetta er nú gaman að vita ekki satt.
er að spá í að vera með alltaf einn fróðleiksmola um tónlist eftir hvert blogg (út af því að ég veit svo mikið hahahahaa), Ása er með hjólin ég er með tónlistina. :)