mánudagur, apríl 30, 2007

hver þarf utlönd þegar maður hefur Akureyri



já ég var í sólinni á Akureyri um helgina og þvílíkur hiti....

Ástæðan fyrir þessari Akureyrar heimsókn var ferming hjá Unu á laugardeginum, en það var farið á föstudeginum og auðvitað farið beint á Karó, fyrst til Maríu og svo á Kaffi Karó og þetta var hið fínasta kvöld og fyndið og bilað og fjörugt, allt í einu..

Daginn eftir var auðvitað sól og farið var út, svo kom ferming sem endaði að vísu ekki fyrr en eftir 10 um kvöldið, þar sem að það var farið í fylkingu inn eyjafjörðinn á 5 bílum, þannig beilaði ég á leikhúsferðinni.

En svo auðvitað daginn eftir var enn meiri sól og enn meiri hiti, og farið var í bæ á ný og svo að endingu var farið til Reykjavíkur með trega, enda vont að fara frá svona súper veðri..

En þetta var helgin svona í hnotskurn, ég er farin að sjá það að ég djamma eiginlega bara á Akureyri nú orðið.. enda þegar maður hefur Kaffi Karó þá er aldrei leiðinleg stund... allavega ekki margar, og ef svo er, þá fær maður sér bara annan bolla af kaffi eða (þegar við á) annað glas af bjór og þá er málinu reddað.... skál !!

föstudagur, apríl 27, 2007

ja svei þeim


ég ætlaði nú ekki að blogga strax en ég bara varð að koma þessu frá mér..

fyrst aðrar fréttir, ég fór loks á hestbak upp í Mosó í gær ( þeir sem eru að spá í þessa tvo fáka sem eru á msn-inu mínu, þá var annar reiðhjólafákur sem kom mér upp í mosó og hinn er yndislegi Skeggi, sem er hestfákur eða reiðfákur. Það var frábært, fór með með Viggó og Stjána gamla, vá hvað það vöknuðu margar minningar á að fara niður í hesthús, mér leið bara eins og ég væri 7 ára aftur.. En nóg um fákana mína

Það er þetta kárahnjúka mál.... Það var búið að segja þeim og þeir vissu að impregillo væri glæpafyrirtæki og hefði gert margt ljótt af sér á hinum ýmsu stöðum í heiminum... en nei við hlustum ekki á aðra, við (þá á ég við þá hjá Landsvirkjun og fleiri) við viljum frekar reka okkur sjálf á horn og koma öllu í rugl hérna. Og nú sjá þeir hversu mikið skítafyrirtæki þetta er.. Halló hvaða fyrirtæki sem er með hreinan skjöld stelur læknaskýrslum af lækninum.... þetta eru og verða allataf mafíósar, sem hlógu að litlu vitlausu íslendingunum þegar þeim var boðið að koma með sitt vinnuhask hingað....og nú eru þessir litlu íslendingar búin að skjóta sig verulega í rassinn.. Gott á þá hahahahahahaahahahaahah ( á að hlæja með illum tón) svo held ég að upplýsingarfulltrúinn þeirra þurfi að taka sig mikið á, hann er pínu hrokagikkur

En nóg um á hnjúkanna hans Kára og best að klára að pakka til Akureyrarferðar

miðvikudagur, apríl 25, 2007

hvernig ætli se að vera lofthræddur fugl....



ég sá fugl upp á ljósastaur,reyndar sá ég tvo á sitthvorum staurnum, og þá fór ég að pæla... það er frekar hátt fall af svona staurum, já fuglar hafa vængi og geta flogið af staurnum. En samt ... hvað ef maður væri fugl sem væri upp á staur og fattaði allt í einu að maður(fugl) væri lofthræddur... þá væri maður fugl í helvíti slæmum málum..

eða ormum með innilokunarkennd..

Nei ég var að drekka terpentínu, þefaði ekki einu sinni af henni..

Aaaanyway... það er norðurferð næstu helgi, sem þýðir að maður kíkir á Karólínu og fer í fermingu, er að spá í hvaða fötum ég á að fara í hmmm, kannski jóla,áramóta,veislukjólnum...

já ég á við mörg vandamál að stríða... fugl með lofthræðslu, orm með innilokunarkennd og fermingarföt .... það er erfitt að vera ég... Nei nei þetta var nú bara grín, enda kallast þetta yfirborðsleg vandamál sem skipta í raun engu máli, en ég fann hjá mér mikla þörf til að deila þessu með ykkur

En nú er að koma sumar, kemur um leið og það hættir að rigna, þá er gott að fara yfir það sem maður ætlar sér að gera í sumar, sumarheit(eins og áramóta heit, sem ég er löngu hætt að efna þar sem að ég brýt alltaf þessi heit)
en ég reyni að gera svona sumarheit svo ég geti brotið þau seinna...
1. fara í margar margar menningafyllerísferðir (heyriru það Fríða.... nú verður brett upp á ermar og haldið af stað)
2.fara einstaka sinnum út á lífið ...( hef fengið margar kvartanir um lélegt tjúttlíf hjá mér)
3.vera góð við kóngulær
4. svo allt hitt sem ég nefni ekki hér.. engin sérstök ástæða fyrir því, ég bara man ekki neitt meira

þangað til næst... þá skulum við syngja saman

föstudagur, apríl 20, 2007




já var komin tími á nýtt blogg, voru þið orðin pirruð á að þurfa á hafa Bjarkartónleikana fyrir framan ykkur, ég var að bíða eftir einhverju álíka stórum viðburði en þar sem að ég sá fram á að það myndi ekki gerast í bráð, þá ákvað ég bara að skrifa, til að láta fólk vita að ég er enn við heilsu...já ég tók þessa mynd eitthvert kvöldið

sumardagurinn fyrsti eða sumardagurinn annar heilsar með rigningu(smá hvíttóna) og roki.... yesss það er komið sumar.

En ég var að taka til í skápum og HENDA úr skápum, henti fullt af gömlum teikningum og verkum úr myndlistinni í FB, það fóru um tveir ruslapokar(ekki svartir samt), þannig að í staðinn fyrir 5 möppur eru þær orðnar 2.. en það var ekki það sem ég var að fara að tala um, heldur er það skókassi (adidasbrúnn skókassi) og innihaldið í honum.

Ástæðan fyrir því að leitin tók frekar langan tíma var sú að ég varð að lesa þessi bréf sem upp úr kassanum komu, en það voru mikilvæg skjöl sem staðfesta skólavist mína í Lundi hérna um árið.. en þar má finna mikilvæg samtöl á milli mín og nokkra samnemenda minna um ágæti skólans, sértaklega Ásu........... en þessi bréf léti mig veltast um að hlátri og rifja upp góða tíma og nei ég mun ekki fara betur í bréfin, það er bara á milli mín og hinna en hahahaa vá hvað maður var frábært nemandi.......

En svo fann ég líka frá tímum Iðnskólans, sem var álíka gáfulegt, og stundum eins krassandi en það er eitt sem ég er ekki alveg með á hreinu... en það er "hver var eða er Kalli ?, jóhanna " ég bara man ekki, þarf greinilega að fara að rifja upp..

well ... þangað til næst... þá mun margt gerast

mánudagur, apríl 09, 2007

va va va... björk björk björk og hot chip og auðvitað hann Antony


já þetta verður tónleikarblogg um mestu og bestu tónleika sem ég hef farið á...

Okey byrjum á byrjun, ég hef farið á alla tónleika Bjarkar sem hún hefur haldið hér á landi fyrir utan þá í Óperunni og Forma, en fyrir utan þessa tvo þá held ég að ég hafi farið á ALLA hennar tónleika, þannig að ég hef svona bjarkartónleikareynslu... or something...
Allavega þá verð ég að segja að þessir tónleikar toppuðu alla fyrri tónleika að ýmsu leiti,kannksi var það lagavalið eða stemningin..

En já hún byrjaði um 8 leytið og þarna var hún mætt í sínum silfurkjól og berfætt og með blásturleikara sem voru í bleiku,grænu og bláu og svo madmouse sem spiluðu undir hjá henni og svo hann Jónas. þegar hún byrjaði þá fór ég að hugsa um alla þá sem maður sá alltaf vera grátandi á Bítlunum.. og aldrei þessu vant þá gat ég vel skilið þetta fólk, tilfinningarskalinn minn fór frá lágum hæðum og til hæstu hæða og maður var með gæsahúð og kuldahroll og allann þennan tilfinningarpakka, en ég fór samt ekki að gráta,náði ekki alveg þangað.. en úff þegar hún fór að taka Army of my, all is full of love, hyperballad, yoga,vökuró og alla þessa gömlu slagara ( á fyrri tónleikum hennar hefur maður bara heyrt þessi lög á íslensku) á ensku og þessi kraftur sem var þarna, þá varð þetta óraunverulegt og mér leið hálf skringilega..já ég er biluð, segið það bara haha

En mikið hlakka ég til þegar Volta kemur í búðir, enda mun ég eigna mér hana, eins og ég hef eignað mér allar fyrri diska Bjarkar.
nýjum lögin eru mjög flott, hún er komin aftur í electronic gírinn, sem er gott mál. Eitt af þessum nýju lögum söng hún með söngsnillingnum honum Antony úr Antony & the Johnson og þetta er frábært lag og bara þetta var allt svo frábært, og ekki að sjá að þetta hafi verið fyrstu tónleikarnir þeirra í tónleikaröðinni....
Ég mæli með því til fólks sem er erlendis eða er að fara erlendis og hefur kost á að skella sér á Björk.....DO IT, DO IT ,DO IT..

ég held að ég eigi seint eftir að ná mér eftir þessa tónleika, enda langar mig ekkert að ná mér eftir þessa tónleika, ætla að hafa þá í minni mínu í langan tíma, enda ekki oft sem maður fær að fara á tónleika með björk tvisvar á sama árinu (næstum því) þá er ég að meina Sykurmolana og svo núna Björk sjálfa..

Okey aftur að tónleikunum.... fullt hús,uppi og niðri og allir komnir til að hlusta og horfa á Björk og margir létu gleði sína í ljós, tel að það hafi verið ítalar, en að lokum lauk Björk sínu prógrammi og á svið komu 5 litlir og stórir Lundúnarbúar með sinn Lundúnarhreim, sem er bara cool.. og héldu þeir uppi frábærri stemningu til tónleikaloka,þótt að margir hafi farið þegar Björk var búin.

Niðurstaða....ég sé stjörnur og silfraða kjóla

fimmtudagur, apríl 05, 2007

nyjar myndir

ég er búin að bæta við myndamöppu á mínar myndir,eða verk mín og aðrar myndir, mappan heitir myndir af ýmsu og engu... enda eru þetta myndir af ýmsu og engu og öllu þar á milli..hagið ykkur vel um páskana og étið páskaegg, því ekki ét ég þau og ég borða þau ekki heldur..

þriðjudagur, apríl 03, 2007

lóan og flugan komin

nú er lóan komin og einnig fyrsta fluga ársins, já flugan komí heimsókn til mín í gær, þannig að nú er ekki langt í kóngulær og járnsmiði sem sagt sumarið fer að koma...

En fyrst eru það tónleikar Bjarkar í höllinni 9.apríl sem ég er að fara á

Ég fór á opnun hjá henni Söru á laugardaginn á Kaffi Vor, (sem er við hliðina á Barnum), mæli með henni, hún er með rosalega flottar og kröftugar myndir,farið að kíkja. Ég ætlaði nú líka að kíkja á vin minn hann Spessa haha en ég gerði það ekki, ég fer seinna..

En þetta er orðið gott og munið að Volta kemur út 7. maí..