miðvikudagur, júní 27, 2007

nafnlaust

þetta verður nafnlausa bloggið... þeir sem mig þekkja og hafa fengið verk eftir mig vita að ég er ekki mikið fyrir að nefna hluti, hey ég skýrði ekki einu sinni dúkkuna mína þegar ég var yngri. Þannig að ég sleppi þessum hluta núna

En enn er allt á fullu, nema aldrei þessu vant þá var ekki farið á tjútt um helgina, já ég er búin að vera nokkuð dugleg á tjúttinu undanfarnar helgar, en það var í staðinn skellt sér á Apavatn í útileigu,smá Laugarvatnsupprifjanir í leiðinni....

En já nóg að gera á öllum vígstöðum, hausinn minn er á leiðinni að bræða úr sér sökum mikillar hugsunar undanfarna daga, ekki nóg með það ég er búin að vera á námskeiðum alla vikuna og svo vinna til18:00 heldur er ég líka að hugsa um verk sem þarf að vera til 10, júlí og einnig verk sem eiga að vera á sýningu í ágúst hér í bænum... já næsta helgi er semsagt plönuð....

það verða settir saman nokkrir blindrammar
Það verður strekkt á nokkra blindramma
það verður málað
það verður hugsað eitthvað íslenskt...
það verður málað
strekkt á blindramma
skór verða gullsprey-aðir
það verður andað að sér ilmandi lykt af olíulitum,bleki,línolíu, lakki og einnig fleirum eiturilmefnum
var að fá að vita að ég er að fara í partý um helgina, þannig að þá þarf ég aðeins að laga planið mitt...
svo þar á milli verður sofið í nokkra tíma og borðað þegar þess gerist þörf..

En svo er Goldie að koma að spila á Nasa bráðlega......og ég borgaði um 3500 til að láta segja mér að ég þyrfti að fara í sneiðmyndatöku á vinstra hnéi

og eitt til ykkar sem þekkir manninn
Nú ég er búin að sjá hann Sigurð Árna (myndlistamaður.. já hann) hjóla niður á vinnustofuna sína og ég er alveg búin að sjá það út hvers vegna hann eigi svona stórann og sætann hund(sætleikinn kemur þessu samt ekkert við) en þegar hann hjólar þá er hann með hundinn sem auðvitað dregur hann upp allar brekkurnar, verð að spyrja hann um að fá hundinn lánaðann einhverntímann ;)

miðvikudagur, júní 20, 2007

allt brjálað að gera


já gott fólk það er allt að verða vitlaust....... Það er nóg að gera þessa dagana,vinna,vinna,vinna og tónleikar og ég tala nú ekki um helgarnar.

En þar sem að það er nóg að gera þessa dagana þá gerist ekki margt hjá manni, ég gæti sagt ykkur frá vinnunni en það er auðvitað bannað, enda held ég að fæstir hefðu gaman af sögum úr mínu hversdagslegu vinnulífi,enda er best að skilja vinnuna eftir í vinnunni.

En ég fór á Air í gær og vóooo, þeir eru bara snillingar, vélrænir og flottir með sínum franska enskuhreim, ef ég gæti sett inn hljóðefni hér þá gæti ég talað ensku með frönskum hreim fyrir ykkur... en þið vitið sjálfsagt hvernig það hljómar

Svo fór ég í útskrift síðustu helgi, sem endaði eins og venjuleg laugardagskvöld.. á Dillon og Barnum.

En þar hafi þið það, þetta er það sem er að gerast hjá mér, vinna,vinna,vinna og ef ég er ekki að vinna þá er ég að læra fyrir vinnuna...

En ekki kvarta ég.... :) skemmtið ykkur svo vel á Jónsmessunni dúllurnar mínar

þriðjudagur, júní 12, 2007

leiðist að skrifa her


Hæææ hvað segi þið í dag?? Ég? ég segi bara allt þetta besta.......

okey mér leiðist ekki að skrifa hér, bara þarna að ofan..
En það eru komnar myndir inn á "verkin mín og aðrar myndir", bæði af útskriftinni og hittingnum á Prikinu og Boston..... góða skemmtun

Já síðustu vikur og dagar eru búnir að líða eins og eldibrandur, hef að vísu aldrei haft hugmynd um hvernig eldibrandur líður áfram en ég spái því að það sé hratt...
Allt byrjaði þetta í byrjun júní, nóg að gera í vinnunni, nóg að læra úff úff....

En svo var að síðasta helgi sem var rosaleg.. þá var haldið norður til Akureyrar, enda stórhátið þar í vændum, þar sem að systir Júlía kennari og frænka Ólöf hjúkka voru að fara að útkskrifast úr Háskólanum... Þannig að haldið fram norður á föstudegi með smá krók um Hvalfjörð, öllum til mikillar hamingju........ alltaf fallegt í Hvalfirðir (en það var nú ástæða fyrir króknum)
Þegar komið var norður var farið að klára að gera sal og tengja græjur og tól...

Laugardagur er komin og það er vaknað um 8 og haft sig til enda útskrift um 10:30... hver hefur útskrift fyrir hádegi uss uss... og ekki nóg með það að fólk er vakið upp fyrir allar aldir.... heldur eru útskriftarnemar nefndir Júlíanna.... nefnum engin nöfn, en júlíanna er engin stytting á Júlíu þannig að ég sé ekki hvernig hægt var að rugla þessu... en kellingarkjáninn var bjáninn...

En okey eftir góða stund með Forseta og félögum var farið út í sólina og pabbi og Eydís buðu okkur mér, Júlíu(eða var það Júlíana) og tveim ungum sveinum út að borða, áður en þau þurftu að bruna til baka..

Eftir matinn góða var haldið á vit ævintýra í Laugaborg í Hrafnagili... Allt var sett á 110 og gert klárt og svo byrjaði veislan í sól og sumri.. Það var ratleikur, góður matur, flottir leikir (og er ég þeim endalaust fegin að þurfa ekki að taka þátt í Funny bunny)og var ég búin að segja sól og gott fólk og ég.... og kennarinn og hjúkkan og allir hinir sem voru.. og svo má ekki gleyma Ómari og Steina sem eiga núna hug og hjarta allra gesta sem þarna voru... Þetta var frábært kvöld í alla staði og takk kærlega fyrir mig krúsípúttin mín..

Svo í gær var farið á prikið og Boston til að segja bless við Helgu og Trausta (snökt snökt) þar sem að þau voru að fara aftur í danska landið og það heljar stuð :)

En nú vil ég segja ykkur frá fáránlegum vinnudegi í dag... Ég mætti og við fórum að svara.. okey það var allt í lagi, ekki mikið að gera en okey.
svo í hádegismat(sem var 3 korter) var verið úti að grilla pulsur og pylsur og fengum við Unnur og pylsu og pulsur og svo kaffi í kaffigarði ....en þegar við ætluðum aftur í vinnu var sagt við okkur að fara út í sólbað, það væri ekkert að gera (já við vorum reknar í sólbað, og okkur var meira að segja bent á góðan sólstað), þau ætluðu svo að hringja í okkur þegar við mættum koma inn.. en eftir langan tíma fengum við nóg af sól og fórum inn og heimtuðum að fá að vinna og það fengum við loks að gera.. þannig að eftir hádegi þá var farið að vinna um 14:00 og svo á námskeið og aftur að vinna um 16:00 til 17:00... þannig að ég náði að svara um 3 símtölum eftir hádegi..... já svona er vinnan mín... :) þetta er frábær vinna

okey ég er hætt núna, þetta er búið að vera allt of langt......

mánudagur, júní 04, 2007

rigning og rok.. hmmm


já þá er það komið á hreint, sumarið er búið....okey kannski smá svartsýni hér á ferð, en þetta veður er heldur ekkert að vekja hjá manni bjartsýnina..

En nóg um það.. Þetta var nokkuð merkileg helgi, þessa helgi át ég Karfa,skötusel,indverskt,fiskipaté og steinbít.. hef held ég bara aldrei sett svona mikinn fisk inn fyrir mínar varir á eins stuttum tíma... ég get etið hendina á mér upp á það.

En ég gerði margt annað en að borða um helgina...til dæmis fór ég á djammið, já loksins gerðist það..... Kristín (ég) fór í bæinn á laugardagskvöldi.. húllum hæ fyrir því

En við skelltum okkur á Indian Mango..nammi namm namm nammi, og svo loksins klukkan tvö (tíminn leið svo hratt heima hjá Evu og Hjalta) þá var rölt í bæinn, ég,María, Ása og Heimir og fyrsti viðkomustaðurinn var Dillon,, yes what a surprise... En nú var allt reyklaust, frekar súrealískt að engin skildi vera að reykja inn á reykstaðnum sjálfum....
Eftir reyklausa viðkomu og einn bjór á Dillon var haldið á Prikið, Barinn átti að vera viðkomustaður en þar var biðröð og maður fer ekki í biðröð... En Prikið var staðurinn og þar var sest upp og spjallað og tjúttað við súper tónlist... þangað til........
hahaha, en það var snilld að koma heim og anga ekki eins og fullur öskubakki.. Þetta reykingarbann er algjörlega málið

En nú er vika tvö í vinnunni og allt er að gerast. Erum að vísu bara í hálftíma mat núna og alltaf til 5... en þetta er fjör og skemmtilegt fólk þannig að ekki kvarta ég... eigi þið góða rigningaviku gott fólk :)