mánudagur, ágúst 27, 2007

loks á leið í danaveldið og menningarvaka


Já þá er menningarvaka eða akureyrarvakan búin og þetta var frábær laugardagur, fullt um að vera víða í bænum, bæði verið að skrifa á vegg (Steinn hinn mikli) eða verið að sýna stóla og bjóða upp á súpu (gallerý DaLí, samsýning frábærra listamanna frá Tolla til Helga Þorgils til Vigdísar til allra hinna og Snorra Birgis) eða verið með bókverk úr fiskhausum (Þorsteinn í Kom inn, minnsta gallerýi landsins) eða boðið upp á videoverk og popp (boxið, samsýning 23 listamanna) og svo var honum Jónasi Hallgrímssyni gerð góð skil (Ketilhúsið, samsýning) og einnig var boðið að skrifa á veggi pennans (Hlynur Hallsson var með spray-verk) síðan voru grafítarar eða grafítari að graffa (Margeir var að graffa á veggi DaLí) maður gat einnig arkað inn á Listasafnið (samsýning þeirra sem tilnefndir eru til sjónlistarverðlauna í ár) og ég gæti haldið áfram og áfram og einnig áfram.. en ég bara nenni ekki að skrifa það allt, það var svo mikið um að vera og ég tala nú ekki um lokaatriðið.

það í raun byrjaði á tónleikum stórsveit Samúels (Samma úr Jagúar) og ef löppin mín hefði verið í lagi þá hefði ég dansað af mér skóna, þeir voru svo flottir en aulinn ég gleymdi að kaupa diskinn af þeim. Svo kom heljar atriði í lokin og þar sem ég nenni ekki að skrifa um það þá mæli ég með að þið skoðið myndir af því inn á myndasíðunni minni undir Akureyrarvaka....

En allt tekur enda og þetta kvöld gerði það, í populus tremula á tónleikum Leonards Cohens... nei hann mætti ekki, þetta voru heimilistribute-tónleikar... mjög kósý og svo var tölt yfir götuna á Karó... já allar leiðir enda á Karó eða byrja.. allt eftir því hvernig horft er á það... en þar var stappað af listamönnum og fólki, listamenn eru líka fólk og fólk eru líka listamenn... eftir viðveru á Karó var haldið heim... enda stangur dagur að kveldi eða nóttu kominn og varla hægt að toppa hann betur en gert var.....

mæli ég hér með að allir fari á næsta ári á þessa stórmerkilegu hátíð, það er ekkert sparað og allir eru með, ungir og aldnir og betri skemmtun er varla hægt að finna...........

En svo er ég á leið til Köben 21 sept.... yes yes yes yes ég er á leið ég er á leið til Dk ...... hell yeah people...

miðvikudagur, ágúst 22, 2007

enn er sýning í gangi


já sýningin er til 9.sept.....


En ég er víst enn haltrandi og er orðin alveg %$&$$####% þreytt á því, enda er ég alltaf að reyna mig í tröppum og stigum, en gengur samt hálf brösulega þar sem að löppin samþykkir ekki enn að beygja hnéið.... Þarf að ræða þetta betur við hana..

En nú er menningarnótt búin og þetta var alveg ágætisdagur eða bara rosalega fínn, enda var ég í rosalega flottu brúðkaupi hjá Berglindi og Unnari, enn og aftur til hamingju með góðan dag :-)

Svo næstu helgi fer fram mikil hátíð norðan heiða.... já þá fer í hönd, menningarvakan og mæli ég eindregið með henni,enda er þetta mikið gleðihátið og margt að sjá og ekki skemmir að skreppa á Karó og fá sér kaffi eða öl..

En meira er ekki á dagskrá hjá mér í bili...

Ég er semsagt að vinna og komst að því að það er ekki sniðugt að reyna að lesa eitt nafn og segja svo sitt í leið, enda hét í Kristján í einu símtali, en samt bara þar til ég leiðrétti mig..

í fréttum hmm.......j, nú skil ég ekkert í þessari blessuðu %&%###% lögreglu sem á að vera til að halda uppi lögum og landi manna og dýra... Hvernig datt þeim í hug að fella niður ákærur á hestamanninn sem sást berja hestinn gráa, ég er bara yfir mig hneyksluð( hneykslunarsvipur)... Það er semsagt allt í lagi að berja hesta og önnur dýr sem ekki getað varið sig eða farið í mál sökum málleysis eða mannamálleysis.. uss uss.. %#3%##%###&## lögreglan

Annars er ég nokkuð hress og bið bara að heilsa

sunnudagur, ágúst 12, 2007

sýning í gangi

já það er sýning í gangi, það eru reyndar tvær sýningar í gangi, ein fyrir norðan, handverksýningin í Hrafnagili, en þar er grállistahópurinn að sýna og svo er auðvitað aðalsýningin........

En það er MÍN sýning á Kaffi VOR á Laugarvegi, (á milli skífunnar og Barsins) og svo er Kling og bang á móti... en þar verð ég með sýningu til 9. sept... og allt er til sölu... nema það sem er selt nú þegar, það er ekki lengur til sölu en hitt er til sölu, það sem er ekki með rauðan depil fyrir neðan sig er til sölu..... you got it...

En ég er enn með veika löpp og má ekkert gera(ég má ekkert gera en ég geri sumt).. á að nota hækjur og nota þær stundum.... já stundum en ég nota þær allavega stundum....
ég má svo ekki fara að vinna fyrr en á fimmtudaginn og ég verð að segja að ég hlakka til... já ég bara verð að segja það... ég hlakka til að fara að vinna aftur.. i just had to say that

En meira hef ég ekki að segja.... Það var opnun í dag og það var að vísu ekkert voðalega fjölmennt en það var afskaplega góðmennt, enda voru bara fleiri snittur fyrir okkur....

Og nú er ég farin að lesa Harry Potter....

þriðjudagur, ágúst 07, 2007

allt að gerast þessa vikuna

Já þá er komin ágúst og næstum því haust(alltaf þegar verslunarmannarhelgina er búin þá fer að koma haust), og hér sit ég, nei ég ligg víst hérna upp í sófa þar sem að ég var að koma úr hnéaðgerð í dag og það er ekkert rosalega gott þegar deyfingin er að fara,en ég á Voltaren og VOD-ið.... þannig að ég er í góðum málum.. Já Vodið er videoleiga Skjásins, það bjargar manni í veikindum. Ef þið viljið Vodið hafið þá bara samband við 8007000 ;-) Ég mun samt ekki svara þessa vikuna,þar sem að mér var bannað að fara í vinnuna fyrr en á föstudaginn (eftir læknisskoðun).....

Þeir sem mig þekkja vita hvað ég hef gaman að því að liggja hér fyrir og gera ekki neitt nema horfa á tv.................or not, enda fær hausinn minn meira en nóg að gera núna, sérstaklega þar sem að ég mun vera með sýningu næstu helgi á Vor (við hlið Barsins)

Já ég mun vera með málverkasýningu næstu helgi á Kaffi Vor á laugarveginum

En þetta var nú fín helgi, fór ekki langt nema á Sunnudeginum skrapp ég austur til Pabba og Eydísar og skellti mér á hestbak(enda verða víst nokkrir mánuðir þangað til ég má fara á hestbak aftur) og þar var sól og sumar og það er nú alltaf gott og gaman að skreppa í sveitina.

Á laugardaginn var svo galakveðjupartý fyrir hana Fríðu skvísu sem er að fara til Kína á morgun, hann Styrmir, hennar ektamaður ákvað þetta og það voru kjólar og jakkaföt og frábær stemning,nema þegar fara átti á Sirkus.. uss uss þessir dyraverðir geta stundum litið svo stórt á sig. Og þótt að það var komin röð(við vorum fremst að reyna að komast inn) þá fékk engin að fara inn úr röðinni en hann helypti samt fullt af öðru fólki inn.. fíflið sá.. En þá var bara farið á Kaffibarinn í staðinn og svo 11 og síðast en ekki síst var farið á Ölstofuna(þar sem að ég og Helga frænka fengum síðast konunglegar móttökur.. we know the right people hahahaha)

En jæja ég ætla að fara að taka aðra pillu og horfa á VODIÐ ;)