miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Þá fer að líða að árshátíð og jafnvel sumri...

Já ég hélt það að minnsta kosti þar til að það fór að snjóa á ný..

En það er allt gott og blessað börnin góð, því að það er að koma árshátíð og ég veit í hverju ég ætla að vera í .... já hún Kristín (sem er ég, ef það hefur farið fram hjá ykkur) er löngu búin að ákveða í hverju hún ætlar að vera í. Það var ákveðið um leið og ég fékk þennan dýrindis kjól í hendurnar. Og til að halda aðeins áfram með kjólinn þá er hann keyptur í KVK.

En nóg um mig og minn flotta rauða kjól..

Hann Palli oft kenndur við Pál Óskar kíkti í heimsókn í vinnuna til okkar og söng nokkur lög í kaffigarðinum, svo kom hann yfir til okkar og allir í fyrirtækinu fengu disk sem hann áritaði, og sagði okkur að læra hann utan af fyrir árshátíðina þar sem að hann mun skemmta, en ég læt Júlíu læra hann utan að fyrir mig þar sem ég gaf henni hann.

En ég var að hugsa um að tala um sumrið sem ég hélt að væri að koma, en því oftar sem ég nefni orðið sumar þá versnar veðrið alltaf, þannig að það er enn bullandi vetur..

En eins og allir vita þá er ég byrjuð í ræktinni.. já ég er farin að hreyfa mig og gengur bara nokkuð vel, það er smá átak í gangi eða keppni réttara sagt í gangi fyrir árshátíðina..og auðvitað stenst ég aldrei svoleiðis áskoranir... :)

föstudagur, febrúar 15, 2008

Föstudagur ..ef ég ætti bara eina ósk

þá væri það að það yrðu 36 tímar í sólahring...

En þessi vika er búin að vera rosaleg, og ég var ekki alveg tilbúin fyrir föstudaginn verð ég að segja..en ef við tökum þetta dag frá Degi (ég meira að segja talaði við Dag)

Mánudagur : ég fór í vinnu, eins og svo oft áður. Eftir vinnu fór ég heim eins og svo oft áður, síðar um kvöldið fórum við Fríða í smá menningarfíling og skelltum okkur á tónleika, eða réttara sagt við fórum í Langholtskirkju á Brúðkaups Fígarós í flutningi nemenda Söngskóla Reykjavíkur.. og þetta var rosalega rosalega flott hjá þeim

Þriðjudagur : vinna... heim.... upp á vinnustofu og var þar i nokkra tíma

Miðvikudagur : vinna ...heim...og ég held að ég hafi bara haldið mig þar

Fimmtudagur : vinna.....heim... æfing (já Kristín fór og hitti Björn í Sporthúsinu)

Föstudagur : vinna ....heim... keyra út klósettpappír (fólk verður nú að geta gert þarfir sínar) og svo 10:30 í bíó

Laugardagur : ekki vinna.... barnaafmæli ...vinnustofa....vinnustofudjamm

Sunnudagur : er að hugsa um að taka því bara rólega.


Eigi þið bara góða helgi.....

laugardagur, febrúar 09, 2008

Er fólk fífl......... ?

Var þetta kannski bara rétt hjá Botnleðju um árið þegar þeir sögðu að fólk væri fífl... allavega finnst mér þetta eiga vel við í þessu tilfelli... og hvaða tilfelli er það.. Það er þetta mál með prest-setrið (takið eftir PREST-SETRIÐ) í Laufási......

Þegar maður heyrir um prest-setur þá býst maður við því að þar búi prestur og í velflestum tilfellum er svo, en svo er ekki í Grýtubakkahreppi.. nei nei þau eru með þann barnaskap að neita að fara af jörðinni og fá fólkið í hreppnum með sér.. halló það er engin prestur í þessari fjölskyldu lengur, og ef það er engin prestur þá eiga þau engan rétt til að búa á prestsetri, það bara segir sig sjálft. Okey ef þau vilja kaupa jörðina, fínt þá gera þau það en þau geta ekki ætlast til þess að fá að búa þarna á þeim forsendum sem nú eru í gangi, (að þau leigi hana af prest-sjóði), það bara gengur ekki.

Og hvernig halda þau að sé fyrir nýja prestin að koma til starfa vitandi það að hann er ekki velkomin út af því að það eru einhverjir sauðir og eiginhagsmunarseggir sem vilja jörðina..

Ég þoli ekki svona fólk og ég efast um að hinn látni séra Pétur sé ánægður með gang mála og hann örugglega hreinlega skammast sín fyrir sókn sína.

Vil ég að þetta fólk sjái nú sómann sinn í því að gera það sem að lögin segja til að nýr prestur geti komið að Laufási sem fyrst.

Koma svo ....hætta þessari heimsku og eiginhagsmunasemi.......


Annars er ég bara nokkuð kát, það sjóar sem aldrei fyrr, en í gær ringdi sem aldrei fyrr og blés eins og djöfullinn einn getur blásið og nú koma þrumurnar og eldingarnar að ofan.. þannig að það er spurning hvort að Guð hinn eini hafi verið að lýsa vanþóknun sinni á málin í Grýtubakkahrepp... Burtu með fólkið..