laugardagur, júlí 19, 2008

það er blessuð blíðan.. já hún er sko blessuð

Jæja hvað er búið að gerast.. hmm

Tónleikar með Sigurrós og Björk,, ég fór á þá
Svo núna síðast þá fór ég norður í Hrafnagil á "ættarmót" .. já þið verðið að hafa gæsalappirnar með, það er mjög mikilvægt... En já það var semsagt Snorrastæn ættin sem var þar að hittast, bara ef þið hafið misst af því. Kom mér mest á óvart að fréttamenn skildu ekki koma við.. en jæja þeir hafa kannski verið uppteknir..

En já þetta var snilldarhelgi og tjaldið, nei afsakið... fellhýsið með verönd, var sett upp.. og ég hef bara aldrei sofið betur.
En hér eftir verður þetta árleg ferð og ég er strax farin að hlakka til ...

En svo veit ég að margir eru að spyrja sig,, "hvað er Kristín að gera í dag ?" gaman að þú spyrð að því.. Kristín er nefnilega komin í sumarfrí.. já aftur.. og er að þessu sinni að fara að halda á fjöll.. eða allavega á hálendið.. ég er að fara í 8 daga hestaferð á miðvikudaginn, og já ég veit að ég er mjög öfundsverð að þessu.. en ég lofa að segja ykkur hvað það var rosalega gaman þegar ég kem til baka :)

En já ef ég tek þetta sumar aðeins saman.. þá er ég eiginlega búin að búa í ferðatösku svona bróðurpartinn af sumri, það er frekar þröngt en ég hef bjargast.. og ég er ekkert að fara að koma mér uppúr henni.. enda fer ég svo norður helgina 15 ágúst, þar sem að Grálist verður með sýningu í Deiglunni..

En jæja nú er ég hætt, enda nóg að gera eins og ávallt og best að fara að koma sér afstað...

fimmtudagur, júlí 03, 2008

eigum við að kaupa popp ....

Já i´m the popplady... það er allavega vitað mál í vinnunni að ef ég fer yfir til Hinna (Hinriks, hann á sjoppuna á móti vinnunni) þá vita allir eða allavega margir að ég kem til baka með maxipopp og faxe condi..

En nóg um poppið...

Ég var á frábærum tónleikum síðustu helga, Náttúrutónleikarnir, þar sem að Ghostdigital og Finnbogi Pétur, Ólöf Arnalds, Sigurrós og Björk voru að spila í sundlaugarbrekku í Laugardalnum.. Þetta voru snilldar tónleikar og um 30.000 manns, en það sem að mér fannst mjög súrt og helst frekar slæmt, var að það var þvílíkt rusl í brekkunni eftir tónleikana..uss uss that´s not good people.... nei ég henti mínu rusli í gáminn...

Svo er það mál mannanna... Landsmót hestamanna og þar sem að ég hef oft talið mig til hestamanna þá er líklegt að ég kíki þangað við, er að fara austur til Pabba og Eydísar og mun eflast skreppa upp á Hellu.. ef veður leyfir. (semsagt ef það verður sól sól sól.eins og veðurspáin spáir)
Og já sumir hafa talað um dýrt landsmót.. en þá segi ég á móti.. já okey þetta er ekkert ódýrt en hey er ekki að verða uppselt til eyja og þar kostar miðinn um 10.000 kr er það ekki..
En ef þú ert ekki að fara til eyja eða yfirhöfuð að fara eitthvað út af því að það er allt orðið svo hel.. dýrt... þá er þetta eins og ég sagði áður.. ekkert rosalega ódýrt..
En það er margt í boði og flottir hestar og flott fólk... tala nú ekki um ef ég verð á svæðinu :) hahaha

En að lokum þá er hér sól og sól og sól... eigi þið góðan dag og góða helgi og góða tíma fram að næstu skrifum..