þriðjudagur, febrúar 03, 2015

Það er á lífi.. bloggið er á líf..

Já gott fólk... Ég er búin að liggja hér í hláturskrampa við að lesa gamla bloggið mitt. Ég sem hélt að það væri týnt og tröllum gefið. (en auðvitað týnist ekkert á netinu) En allavega, ég hef ákveðið að byrja að blogga á ný. Þar sem að maður er nú fluttur í sveitina og allaf eitthvað um að gera, eins og að setja í þvottavélina, taka úr þvottavélinni, taka til, borða.. Nei ég held að ég láti það vera að blogga um tiltekt og matartíma. Nema ég set matinn í þvottavélina og borða sokkinn. En allavega, þá erum við flutt hingað í Austurey og leiðist það engum. Verðum hér þangað til við förum í Eyvindartungu næsta haust. Ásmundur byrjaði á nýjum leikskóla í gær, ég veit ekki hvor var spenntari í gærmorgun, ég eða drengur (held að það hafi verið ég samt). En honum fannst rosa gaman sem er mjög gott, enda var honum skutlað í morgun og skilinn eftir. :) En nú er ég og Snæbjörn Snorri bara heima og hann er sofandi, nei bíddu, hann var að vakna. Well, ég er farinn að sinni. Ég veit, ég veit, þetta fyrsta blogg er ekkert upp á marga fiska, en þetta kemur með æfingunni. Já nú er ég farinn. :) Kv. kristín