þriðjudagur, mars 11, 2008

það er farið að birta..

Já það er satt.. og það þýðir að það fer að líða að sumri..

En allavega mál málanna í dag.. árshátíð Símans

Þetta var bara snilld. okey það er best að byrja á byrjun

Klukkan 17:00 var hanastél fyrir okkur á Hilton (sem sagt mína deild og nokkrar í viðbót), þar var boðið upp á rautt,hvítt og bjór og pinnamat

Um 19:00 komu rútur á Hilton og sóttu hópinn og keyrði allaleið niður í Laugardalshöll, þar tók blár dregill á móti manni og alla leið inn í höll.

Vá það var þvílíkt búið að breyta höllinni, hún var óþekkjanleg, hún var svo flott að innan, þar fékk maður fordrykk, rosa góðann. Svo þegar maður var búin að hitta fólk og láta ljósmyndarann taka myndir af sér og hlusta á smá jazz sem var spilaður við innganginn, var farið að borðinu sínu og fengið hvítvín í glas og svo rauðvín og svo bjór.

Svo kom forrétturinn, sem var Lax og rækjur
aðalréttur voru andabringur og rustykartöflur og rauðvín með
í eftirrétt var tenerive súkkulaðimús

En svo voru skemmtiatriðið og sketsar (og já ég lék í einum þeirra) en þeir sem að voru að skemmta voru

Garðar thor cortes
Sprengihöllin
Mercedez club
og svo söng og dj-aði Páll Óskar til loka

og þá biðu strætóar fyrir utan til að keyra fólk til síns heima

Eins og sést hér að ofan þá var engu sparað og það svífa flestir ennþá á bleiku skýi, enda voru allir svo fínir og flottir.

Og þetta var okkur öllum að kostnaðarlausu.. öllum sem vinna hjá Símanum, hinir þurftu að reiða fram um 3000 kr.



En ég er enn að æfa hjá Bjödda og allt að gerast þar... en núna snýst eiginlega allt ennþá um árshátíðina og þar sem að þið (allavega ekki öll) voru ekki þar þá ætla ég ekki að þreyta ykkur meira í bili.

og segi bara bless bless