mánudagur, janúar 28, 2008

Þetta eru góðir tímar..

Já nú eru góðir tímar... og Dagur minn.. takktakktakktakktakktakktakk

Já það var einn góðan vetrardag, man ekki alveg hvernig veðrið var þann dag en það var snjór.... Dagur hringdi í mig og hann hringdi aftur, ég hringdi í hann .. svo hringdi hann aftur og á endanum hringdi ég aftur og viti menn, það var svarað og það var Dagur, sem ég var farin að halda að væri týndur.. En okey hann fannst í Hafnarfirði.
Hann var með góðar fréttir, hann var búinn að finna vinnustofu fyrir mig og Ásu í Kópavoginum. Ingunn frænka hans er þarna ásamt fleirum. En ekki talaði ég lengi við Dag (þarf að hringja í hann aftur) heldur truflaði hann matmálstíma Ingunnar og fjölskyldu og við tvær spjölluðum saman. Daginn eftir þá hittumst við á vinnustofunni og mér leist líka svona rosalega vel á staðinn að ég er bara kominn inn... um næstu mánaðarmót. Og þegar hún Ása Kambodiu-fari ákveður að skila sér í snjóinn þá dríf ég hana þangað líka. Nú verður farið að listast á fullu..

En nóg komið að þessari sögu..

Hvað er meiri snilld en Alberto Balsalm með Aphex Twin... sama hversu oft er hlustað á þetta lag, maður fær aldrei nóg...

meiri póstur næst

mánudagur, janúar 21, 2008

Allt að gerast uss uss

Já þetta eru að vísu gamlar fréttir, eða svona 2 vikna gamlar, en hann Guðlaugur Þór frændi komst aldeilis í lukkupottinn þegar við hittum Eli Roth og Eyþór í Nonnabúð.. Ég var að versla smá síðbúnar jólagjafir handa bræðrunum og Guðlaugur sá rosalega flottann bol en Nonni sagði að hann væri sérgerður fyirr manninn fyrir aftan hann og þar stóðu félagarnir og Eli var eins og krakki í nammiverslun, svo æstur var hann í bolinn ,en Guðlaugur reyndi nú samt að ræða við hann en Eli fékk hann. Guðlaugi fannst nú verst að hann Tarantino skildi ekki vera með félögunum sínum.. En Nonni eins frábær og hann er sagðist alltaf vera tilbúinn að prenta séróskir fyrir fólk.

Ég vil nú minna á að KVK er að fara að flytja á laugarveginn í byrjun Febrúars.. endilega að kíkja..

En nóg um föt....

Tölum um pólitík..... ég verð að segja að ég er nú bara nokkuð sátt við þetta og vona að þetta haldist lengur en í 3 mánuði eins og 4 flokkastjórnin var í. Gaman hvað menn eru alltaf hissa og sárir.. En jæja þetta er íslensk pólitík í dag. Ég er að hugsa um að skrifa spennubók sem heitir "Borgarstjórnin... mun hún falla..... da da da daaaaa"

En ég vil koma einu að.... það er mánudagur og ég er að skrifa blogg.........Mánudagsblogg da da da daaaaaaa

En ég fór loks í vinnu aftur eftir viku af aumingjaskap....

En hef ég meira að segja í bili hmmmm... ég var að hugsa um að leggja fyrir ykkur þraut.. ef ég á yfir 370 geisladiska..hvað á ég þá mörg lög ??.... nei þetta poppaði bara upp í hausinn á mér þegar ég var að keyra frá vinnu....Bara svona pæling..

En ég er að hugsa um að fara að byrja aftur á tónlistarfróðleikshorni.....

í næsta bloggi...

heyrðu við sjáumst svo bara næst.

laugardagur, janúar 12, 2008

Mánudagsblogg fyrr á ferð..

Já mér var bent á að byrja aftur á mánudagsbloggum eins og ég var með hérna forðum daga. En það fól í sér að ég skrifaði alltaf eitt blogg á hverjum mánudegi... eins og nafnið "mánudagsblogg" gefur kannski til kynna..

Nei ég er ekki orðin rugluð, ég veit að það er laugardagur en ekki mánudagur, þess vegna er titillinn máudagsblogg fyrr á ferð.

En nú er komin janúar og það meira að segja 12 Janúar..


En allavega þá hef ég nú engar stórar og miklar fréttir að færa ykkur í dag, maður er bara að vinna og vinna og svo reynir maður inná milli að fara á hugmyndaflug..

Í nótt þá dreymdi mig alveg stórfurðulegan draum, en samt ekki svo miðað við mína fyrri drauma, en allavega þá var þetta mjög fjölbreyttur draumur, hann fól í sér barnaafmæli,hunda, jólamatarpartý með Baggalúti, Kalli í Baggalút að setja jólalag með Baggalút á fóninn, 3 sjálfsmorð á sömu svölum og eiginlega á sama tíma, matarveisla, ísmolar í blastpoka,grátur og ýmislegt annað. Svo var ég að kíkja í draumaráðningabókina mína og las um sjálfsmorð, og hafi það í huga að þetta voru 3 sjálfsmorð.. það stóð að dreymandinn væri útúrtaugaður og þyrfti að skipta um umhverfi í einhvern tíma. og já 3 sjálfsmorð.... þannig að ég á að vera útúrtauguð og þarf að komast í burtu.. Ég sem er róleg eins og fiskur..

En maður hefur bara gaman að þessu og hlær .. hahahahahaahahahahahahahahahaha.. þetta er komið gott af hlátri í bili.

Ég er búin að skrifa nokkrar línur og 3 setningar hafa byrjað á "En" uss uss

Meira hef nú ekki að segja að svo stöddu, nema en....

þriðjudagur, janúar 01, 2008

nýtt ár kallar á nýtt blogg........



2008... já þetta er víst staðreynt, það er komið 2008 og það sem meira er þá er þetta fyrsti dagur 2008... og það þýðir að það eru allir hinir dagarnir eftir.

En ég gæti farið í miklar hugleiðingar um árið 2007 en ég er að hugsa um að gera það ekki. En samt getum við tekið nokkra punkta..

punktur 1 : ég fór að vinna hjá Símanum (og hef ekki hringt í neinn síðan)

Punktur 2 : ég var með einkasýningu á Kaffi Vor (en eftir að Vor fór á hausinn komast ég að því að án minnar vitundar þá hafði ég verið með sýningu í London)

... : ég fór til Helgu og Trausta ( já loksins var tekin ein helgi í heimsókn í Danaveldið, betra mjög seint en aldrei....)

... : okey þetta hefur kannski ekki verið mjög viðburðarríkt ár, en þetta var bara nokkuð skemmtilegt ár.
Ég ætti kannski að taka svona smá forsetaávarp:
GÓÐIR LANDSMENN.. GLEÐILEGT NÝTT ÁR OG HAFI ÞAÐ ALVEG SÚPER Á NÝJA ÁRINU (okey hans er lengra og hann segir ekki súper...

En nú fer maður inn í nýja árið með fullt af hugmyndum og þetta skal vera það ár sem fólk mun muna Kristínu Guð.....

Og enn og aftur til hamingju elsku Sara mín og Siggi og auðvitað Þórður Harry með frábært og fullkomið brúðkaup.

Og þar sem að það er bara hádegi að degi nýárs þá er hausinn minn ekki mjög fullur og sögum og ævintýrum sem ég get sagt og mun þess vegna bara segja takk fyrir gamla árið og sjáumst á því nýja....

Já og svo eru komnar brúðkaupsmyndir inn á myndasíðuna mína, (verkin og aðrar myndir)