fimmtudagur, desember 13, 2007

hver á eftir að kaupa jólagjafir ?............... i do


Já það var einhver sem laug því að mér að jólin væru að koma, getur það verið satt.....

Ég á sem sagt að fara að kaupa jólagjafir.

En það eru enn nokkrir dagar í jól.

En ég var fyrir norðan síðustu helgi og það var bara gaman, enda vorum við í samsýningarhópnum Grálist að opna sýningu í DaLí og heitir hún Grálist með smálist.. Já öll verk voru um 20*20 og undir og eru komnar inn myndir frá sýningunni á myndasíðuna mína hérna til hliðar.

En það var nóg um listir fyrir norðan eins og oft vill vera, meðal annars voru flottir hönnuðir að selja hönnun sína í Gallerý Box, ég var hálf hrædd við að fara þangað inn vegna kaupæðis í mér, en ég er hugrökk eins og ljón og hélt mína leið í Boxið og hitti það fyrir Jónu Hlíf, sem var mjög gaman enda hef ég ekki hitt hana lengi lengi lengi. Svo eftir heitt og gott jólaglögg, kjaftagang og skoðun var haldið út í kuldan og þá var ég búin að fara í Deigluna á opnun hjá fagurlistadeild Myndlistaskólans.

En til að fara í eitthvað allt annað þá skulum við tala um vinnunna....... þá er ég búin að tala um hana

En nú er leynivinavika í vinnunni, sem lýkur á morgun, þannig að alltaf þegar maður mætir í vinnu að morgni þá er yfirleitt smá textabrot og gjöf við borðið manns, það var meira að segja búið að hengja jólalag(texta við jólalag) á annan tölvuskjáinn minn.
En þetta er nóg um mig í bili... þá skulum við heyra um þig..

sunnudagur, desember 02, 2007

Gleðilegan fysta sunnudag í aðventu


Já nú er þetta bara að smella á.... Jólin og svo áramót og svo nýtt ár....

En okey byrjum á að nöldra.. Ég eins og svo margir aðrir horfa á fréttir og í einum fréttatímanum um daginn þegar talað var við Herra Sævar og frú, tjaldsvæðisbúa. Nei já daginn eftir var svo talað við hana Björku Vilhelmsdóttir og hún var að segja frá þessum frábæru húsuð sem væru hugsuð fyrir utangarðsfólk, og ég veit ekki hvort að þið hafið kannski tekið eftir því eins og ég gerði að allann tímann sem hún talaði um þessa frábæru lausn, þá talaði hún aldrei um fólk sem hefði ekki efni á venjulegu húsnæði, heldur var þetta fólk sem kaus að búa svona, eða fólk sem var ekki húsum hæft en aldrei talaði þessi blessaða kona um að þetta fólk sem byggi ekki í almennum húsnæðum, hefði ekki efni á því, það bara kaus að búa utandyra !!!!!! Það segir nú ýmislegt..

Svo um þennan mannanskota (já nú blótar maður bara ) sem keyrði á drenginn, sem er nú látinn (sem er mjög sorglegt), hvaða heilvita maður keyrir á barn og keyrir svo í burtu og hefur ekki enn komið og játað.. svona menn eiga ekki rétt á að ganga á meðal vors.. Skítapakk og ekki er skárra ef eins og maður hefur lesið í fréttum, en þeir eru með einn í varðhaldi og það er útlendingur.. Ekki er það til að minnka útlendingahatur, ekki miskilja, ég er engin útlendingahatari (mér finnst mjög gaman að fara til útlanda...) en það er spurning um að hafa aðhald og að við missum þetta ekki allt úr höndunum á okkur, eins og við erum á mjög góðri leið með að gera. Við þurfum aðeins að fara að hugsa svo að þetta fari ekki að verða eins og í Danmörku og Svíðþjóð (smá dæmi).

En nóg um röfl... nú eru að koma JÓL... JÓLLLLLLLLL.. JJJJÓÓÓLLLL

Og það var jólahlaðborð í vinnunni í gær og þetta var algjör snilld og svvvooo gaman, og meðal annars var sketsa-keppni þar sem að deildirnar bjuggu til sketsa í anda thuleauglýsingar-innar, og auðvitað vann SÖLUVERIÐ enda bara snilldar sketsar hjá okkur, og við fengum bikar og vorum dugleg allt kvöldið að láta fólk vita að við hefðum unnið. En þetta var bara gaman.

Svo núna er næst á dagskrá að klára verkin fyrir sýninguna sem verður fyrir norðan í desember, já við í Grálist verðum með risa sýningu á smáverkum í desember, endilega kíkja.. þetta er einnig sölusýning :)