miðvikudagur, maí 31, 2006

Ísland er besta land í heimi.... okey nú er ég að segja stóra hluti en það er bara satt sérstaklega á sumrin, nei okey veðrið sökkar og stjórn alþingis fær mínus stig og verðið er hátt... okey þetta er kannski ekki besta land í heimi en þetta er helvíti fínt land. Og tónlistarlega séð þá fær það fullt af plúsum, enda er ég að fara að skella mér á einn svoleiðis viðburð um helgina, er að fara að Reykjaviktropik (reykjaviktropik.com) og þetta verður bara tónlistarhrærigrautur með fullt af erlendum og íslenskum góðum böndum. Mun ég rölta um háskólasvæðið syngjandi örugglega í rigningu og sól á milli. En þetta verður bara bara bara snilld. Þannig að nú er bara setið og staðið allt of mikið og unnið þangað til tónleikarnir hefjast á föstudaginn. EN svo er ég loks að fara í frí eftir helgina, eða mér var skipað í frí af æðri máttarvöldum sem heita Markús superboss og er semsagt yfirmaður minn. Þannig að í næstu viku þá verð ég kannski bara á hestbaki allann tímann (lestu þetta nú Elísabet), ég ætla kannski í sveitarsæluna eftir helgi og slappa af þar sem að ég hef ekki slappað af síðan að við vorum í skólanum að hugsa um lokaverk, þannig að það er kominn tími á gott slapp af og já nudd þar sem að ég á tíma í sjúkranudd, takk sé Júlíu, Villa og co :)

laugardagur, maí 27, 2006

líkamsrækt puff...

já hver þarf líkamsrækt þegar maður hefur IKEA........

Já ég komst að þessu í að vísu í gær þegar ég var að rölta um IKEA.. Eftir að hafa labbað 4 hringi um IKEA og var farin að láta starfsfólkið fá áhyggjur afþví að ég væri geðsjúkur einstaklingur sem hefði ekkert annað að gera en að labba hring eftir hring eftir hring, þá sá ég að ég þurfti ekkert að fara í ræktina þann daginn(ekki það að ég sé að fara þangað) en anyway.. sko sagan er ekki búin hérna, ég þurfti að fara að aftur seinna um daginn og labbaði þá inn, á ská, til hliðar og tvo hringi þann daginn og svo í dag þá fór ég nú ekki nema bara einn hring. En niðurstaðan er sú.... engin líkamsrækt, bara IKEA.

En ég er farin að borða baguet með camenbert og drekka rauðvín með.... já ég veit að það er vinna á morgun eins og alla daga hjá mér þessa dagana og svo áfram x............ (kostningar)

fimmtudagur, maí 25, 2006

fékk kvörtun..

ég fékk kvörtun um slök bloggskrif..

Slök bloggskrif er ekki gott þar sem að ég er alltaf svo gríðarlega góð í að blogga.. ekki satt.

En hvað á að segja þegar ekkert er að segja, þá er vandi á vor höndum sem vor mun leysa á einvhern hátt. Mig langar mikið á tónlistarhátíðina sem verður haldin í byrjun júní, þannig að ef þú ætlar að fara þá er ég til, nema ég þurfi að vinna en það má redda því eins og flestu öðru sem redda má. Enda þegar svona mögnuð bönd eru í boði úff þá verður maður að láta sjá sig. Enda lét ég það loforð falla að vera virk í öllu menningar og listalífi og tónlist er bæði menning og list og mun ég því reyna að láta sjá í skottið (nei það er ekkert skott) á mér þessa daga fyrir utan Háskólann.

En nú er ekkert gert nema unnið alla daga og já meðan að þið hitt fólkið átti frí í dag þá var ekki sú sæla á mínum bæ, ég mætti samviskusamlega til að brosa framan í flugur og unglingsstráka sem voru að læra undir próf í sólinni. En ég er farin enda margt annað að gera sem ég ætla að fara að gera. tjá

sunnudagur, maí 21, 2006

spennufallinu fer að ljúka og allt fer að fara í sitt daglega horf

já þá fer þessari klikkun að ljúka sem er búin að vera í gangi síðustu vikur, margar vikur. En svo byrjar bara vinnan á morgun, þannig að lífið fer að fara í sína rétta rútínu aftur á morgun.

Svo eru búnar að vera þrjár veislur þessa helgi: skírn (skírt var nafnið Pétur), þrítugsafmæli(nei nei ekki mitt strax, heldur Jóhanna) og svo smá útskriftarveisla hérna upp í viðarrima í dag(já það var mín). Þannig að át er sett á hold, eða bið í nokkra daga sökum mikillar átu í þessum veislum. Hefði samt getað etið meira í afmælinu en sökum evróvisíon þá var smá bið á áti.

Já Finnar rokka .....

miðvikudagur, maí 17, 2006

Útskriftardagurinn mikli

dagurinn sem við öll höfum verið að bíða eftir, (öll, þá meina ég okkur útkskriftarhópinn) í dag mun það gerast að okkur er afhent skjal eða mappa sem Soffía hefur fagurlega búið til og inn í þessari yndisfögru möppu er skjalið.. Og þá erum við hólpinn og frjáls, að vísu eftir að kassinn minn er brunninn en hann verður brenndur eftir útskrift. Og það er ekki slæmt að þessi fagri og góði dagur byrji með sól og hita. Já loksins er þetta búið þetta mikla ferli en eins og þið vitið þá er sýningin ekki búin enn.
En maður er ekki alveg að ná þessu að ég á bara eftir að sofa eina nótt í þessari íbúð sem ég er stödd í núna og svo aldrei aldrei meir. Þetta er stór tímapunktur sem upplitast bæði af söknuði og trega og svo gleði yfir að þetta sé búið. Þessum Akureyrarkafla er lokið, en það þýðir samt ekki að útskriftarhópkaflanum sé lokið, nei þessi hópur mun halda áfram að hittast og gera sniðuga hluti saman enda sterkur, ólíkur en góður hópur.

En nú er best að fara að hætta þessum vangaveltum og klára að pakka síðustu dropunum og koma sér út í sólina sem ákvað að veita okkur þann heiður að skína skært fyrir okkur í dag á þessum merkadegi.

sunnudagur, maí 14, 2006

sýningin verður til fimmtudags

já fína fólk þá er það komið á hreint (eins og þeir vita sem hlustuðu á Hönnu og Karen á Rás 2 í morgun) þá verður sýningin fram á fimmtudag sem er bara ekkert annað en frábært. Enda verður sýningin fram yfir útskrift og það er rosa gott. En já það var opnun í gær og þetta var dúndur opnun hjá okkur... Snyttur, yfir 500 ostapinnar og gos(og já við gerðum ostapinnana) og svo var sól á himni og inni..(rím í gangi) og ótrúlega mikið af fólki og allir rosa ánægðir með okkur(við erum svo frábær). Enda eins gott að fá eitthvað credit eftir alla þessa vinnu sem við erum búin að leggja á okkur, og já svo kíkti Hannes safnstjóri í heimsókn.. En svo eftir að allir voru farnir eftir 18:00 þá settumst við í andyrið okkar og drukkum bjórinn sem að okkur var gefinn og þótt að þetta var bara lítill trítill bjór(33 ) þá var hann alveg að virka á okkar þreytta heila.

En nú er dagur tvö, þar sem að við fengum framlengingu jjííbbíi og enn er sól á himni og enn er til bjór ... Svo er bara að drattast norður (þeir sem ekki eru hérna norðan) á sýninguna okkar.

Svo ætla ég að verða menningarleg í dag og kíkja á sýninguna upp í skóla hjá hinu liðinu, maður hefur ekkert haft tíma til þess enda hefur punkturinn átt líf mitt og sál síðustu daga og nætur, já næturnar mig dreymir...

föstudagur, maí 12, 2006

ÚTSKRIFTARSÝNINGARHELGIN Í RÝMI

já þá er komið að því góðir hálsar... en byrjum frá byrjun.

Þessar undanfarnar vikur, þá aðallega síðust tvær hafa verið killervikur (og ég ýki aldrei.. nei það er satt) og líkaminn minn er löngu farin að öskra á frí á Havaí, eða allavega bara smá frí og svefn.
En svo loks í gærkvöldi lukum við svona við að gera það helsta í punktinum, enda er lokað í dag þar sem að við erum hjá prófdómurunum í dag. Já þá verður maður að getað varið verkið sitt vel, ég er róleg eins og lamb á beit. (eru þau ekki annars alltaf róleg á beit)..

En eftir að hafa unnið í allann gærdag og rétt svo stoppað til að borða í hádeginu þá fór ég loks að bera út boðskortin um 20:30 og komst heim til mín um 22:00 og var þá búin að labba í hitalofti, snjó og hagli.

En aftur að þá er komið að því góðir hálsar...

ÚTSKRIFTARSÝNINGIN OKKAR SEM VERÐUR HALDIN Í RÝMI, ÞRIÐJU HÆÐ LISTASAFNS AKUREYRAR. Nýja rýmið þeirra. þar sem að gamli punkturinn var. og ef þetta verður ekki flott sýning, enda erum við búin að taka allann punktinn í gegn og hann er orðin sjúkur og hvítur, og bara við erum búin að vera rosa dugleg, enda frábær og duglegur hópur..........
En eins og alltaf þegar það er svona ákeðinn hópur að sýna saman þá er tekist á og það hefur alveg verið gert hérna, en allt var það leyst og ef einhver fór í fýlu... þá fékk sá bara að vera í sinni fýlu, það var ekkert verið að sleika það upp. En ég er sátt og þá er mér sama um aðra ahahhaahah

En nú er ég farin að taka mig til fyrir prófdómara, fara yfir greinagerð og texta.

mánudagur, maí 08, 2006

næstu helgi......uuu

já þá er þessi snilldar helgi búin, laugardagurinn var bara snilld. Auðvitað var byrjað á að fara í punktinn og unnið í sólinni, svo hljóp ég heim að skipta um föt og hljóp svo niður í gallerý JV enda var hann Helgi okkar Skólastjóri með opnun og maður bara varð að sjá hvað hann er að bralla... síðan var farið á Homesick í listasafninu og þar tók ég meira að segja mynjagrip um krumpað myrkur, náði samt ekki þeim myrkrum sem ég gerði svo var síðasta sýningin í Boxinu en þar var Sólveig með verk um dýrin sín Dag og Prins. Eftir þetta var svo brunað heim og gert klárt fyrir grillið góða og svo var þetta já hin mesta skemmtun allt kvöldið, góður matur og gott fólk.. þegar komið var að bæjarferð þá fór ég ekki, við nenntum ekki að fara niður í bæ til að fara að aftur heim... þannig að ég,berglind og bergie urðum eftir og fyrir rest fóru allir til sinnar rekkju og að sofa... Já ég er lélegur djammari okey.......

Sunnudagurinn var líka fínn, það var bara unnið í punktinum.

Og já í dag var unnið í punktinum og salurinn hjá mér,Dagrúnu,Guðrúnu og Dögg er til og flottur.... þetta verður æðislegasta sýning sem haldin hefur verið, svo ég vitni í titilinn þá er það næstu helgi......uuuuu

föstudagur, maí 05, 2006

föstudagar eru víst líka fínir

já þetta var nú góður dagur... vorum auðvitað á fullu í dag upp í punkti að mála og setja upp veggi og bara gera það sem þurfti að gera, svo kom Hlynur í heimsókn og náði að draga mig, Dagrúnu og Steina með sér upp í listasafn, þar sem að Cia-hópurinn er að setja upp sýninguna. En honum Halla Jóns, eða réttara sagt Haraldi Jónssyni vantaði smá aðstoð við að krumpa myrkur og þar sem að við vorum forvitin þá fórum við að krumpa myrkur,þannig að við vorum að krumpa svartann pappír og mikið af honum, og þar fékk ég nokkra pappírsskurði, en allt er gott í þágu listarinnar..... ekki satt? En svo þegar líða tók á daginn og við bara nokkrar eftir á punktinum (fyrir utan kristján) þá datt okkur í hug BJÓR.. þannig að Dagný fór og keypti bjór handa okkur og ég er ekki frá því að við máluðum betur eftir bjórinn.... En svo eftir þetta stuð þá hélt ég bara heim að búa til salat fyrir allt þetta fólk sem er að koma ó grillskemmtikvöldið okkar á morgun, og það sem meira er, eigandinn á íbúðinni ætlar að láta sjá sig.. jjjííbbíí

En nú þarf ég að halda áfram að setja saman tónlist fyrir morgun daginn og Júlía ég mun hringja, ég mun..... já ég mun....

fimmtudagur, maí 04, 2006

lokaverk búið og sýning í nánd

já góðir hálsar og treflar... þá fer nú að styttast í sýningu, bara ein vika... vó. Svo er lokaverkinu lokið og allir á fullu í að undirbúa punktinn þar sem að útskriftarsýningin okkar verður, og þetta er ekkert smá flott rými hjá okkur. Nú er verið að klára að setja upp veggi og mála og svo er bara að setja verkin okkar upp. Þetta verður flottasta útskriftarsýning sem haldin hefur verið enda er Helgi skólastjóri tibúin að borga allt sem okkur vantar ;)

En það verður nóg um að vera um helgina, þá á laugardaginn þar sem að það eru 3 opnanir, í Listasafninu(þar er held ég CIA(veit samt ekki hverjir úr þeim hóp)), svo er það gallery JV(jónas viðar) en þar er okkar elskulegi skólastjóri Helgi Vilberg að sýna og svo er það Boxið en þar er Sólveig að sýna. Þegar allir eru búnir að fara á opnanir og fá sér smá rauðvín þá seinna um kvöldið er Grillskemmtikvöld hérna heima... Þannig nóg að gera næstu daga.