sunnudagur, febrúar 19, 2006

þetta var nú ágæt

já þessi annars fína helgi kveður með sól, allavega sýnir glugginn það. En já Pabbi og Eydís komu um helgina og gerðum við margt skemmtilegt eins og að fara í leikhús, út að borða,dró þau á opnanir og keyrt um fjöll og sveitir,enda bara snilldar veður. Þannig að takk fyrir mig og takk fyrir frábæra helgi. :)

En eins og flestir vita þá var söngvakeppni sjónvarpsins í gærkveldi og við nokkrar skólastúlkur skelltum okkur á Strikið(ekki í köben) bara xFiðlarinn. og sátum þar í góðra manna hópi að horfa og styðja okkar mann, eða konu eða hvað sem hún er hún Silvía night... Við vorum ekki einar þarna inni, en það héldum allir með henni Silvíu þannig að allir voru sáttir. Eftir keppnina og eftir stutta viðkomu hjá Kalla og félögum þá var farið á Kaffi Amor, enda var það góður maður að spila sem heitir Óli Palli. Og þeir sem mig þekkja þá vék ég ekki af dansgólfinu frá því að við komum og þar til að kveikt var á ljósunum og Óli hætti að spila, enda hrósaði hann Óli okkur fyrir það. En ég verð samt að segja að ég hef aldrei áður heyrt Þjóðsöng okkar íslendinga spilaðann á djamminu, en þarna gerði ég það. Upplifun útaf fyrir sig. .... En snilld, Óli er snilld, Silvía er snilld og til hamingju Ísland.....

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þótt að þetta hafi verið góð helgi þá er nú algjör óþarfi að segja manni frá henni 4 sinnum!!!
annars er farið að styttast í að maður fari út og Eygló ætlar að koma með mér og það verður feitt djamm og verslað þangað til að við getum ekki meira;o)
kveðja Bestaskinn

Nafnlaus sagði...

Sko dugleg stelpa að minnka þetta aðeins;o) annars er allt gott að frétta héðan allir hressir og kátir í rigningunni !!!
kveðja Bestaskinn

kristin sagði...

gott að fólk að hresst og kátt. hér er bara vindur þannig að kveðjur úr vindinum......

Nafnlaus sagði...

Ætlar þú á Wig wam föstudaginn 3 mars í Sjallanum ??
kv bestaskinn

kristin sagði...

ég veit ekki,ertu að reyna að fá systur þína til að drekka áfengan drykk og vera á meðal fólks sem drekkur og reykir...(hin góða systir)