jæja þá er það komið á hreint að ég er ekki týnd, humarinn er ekki týndur heldur, Dillon er á sýnum stað (en það er samt búið að mála hann, en ekki laga tröppur) og hvítvínið er í kæli. Þetta var nú aðallega smá skilaboð til þín Ása mín. En nú er Kristín í fríi og brunaði ég austur strax eftir vinnu á sunnudaginn í Þórsmörk (já hver hefur ekki trú á Fógus) að vísu varð Fógusinn að bíða og var ég sótt yfir. En það var kærkomin hvíld að vera í Þórsmörk og röltum við yfir í Húsadal til hans Dags frá Langadal þar sem að Sonja er að vinna. Svo var brunað i bæinn um 7 leytið á Þriðjudagsmorgun sökum rigningar sem skaut regndropum á tjaldið á 320 km. hraða. en svo þegar út var litið þá ekki mikil rigning og í fyrsta sinn sá maður jökulinn almennilega. Skrítið þetta veðurfar á þessu landi.
En ég er semsagt enn í fríi og mun vera það þar til næsta mánudag og mun ég mæta í grímupartý á Dillon á laugardaginn, hef ekki ákveðið búning og fatarval...en það mun koma.
En meira var það nú ekki í fréttum að sinni. En ef þið eruð að vappast (flott orð) norður næstu helgi þá er opnun hjá Stellu í Boxinu... varð bara að koma því að.
En Ása í sambandi við humar og frægð hahaha(þeir sem eru tónlistarlega sinnaðir hahaha þeir skilja, eða bara líta á smekkleysu-cd) en okey í sambandi við humar og hvítvín, þá þurfum við að tala saman(þetta var úr auglýsingu) okey nú er ég alveg að brillera og segi fréttum lokið.
miðvikudagur, ágúst 09, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli