fimmtudagur, desember 13, 2007
hver á eftir að kaupa jólagjafir ?............... i do
Já það var einhver sem laug því að mér að jólin væru að koma, getur það verið satt.....
Ég á sem sagt að fara að kaupa jólagjafir.
En það eru enn nokkrir dagar í jól.
En ég var fyrir norðan síðustu helgi og það var bara gaman, enda vorum við í samsýningarhópnum Grálist að opna sýningu í DaLí og heitir hún Grálist með smálist.. Já öll verk voru um 20*20 og undir og eru komnar inn myndir frá sýningunni á myndasíðuna mína hérna til hliðar.
En það var nóg um listir fyrir norðan eins og oft vill vera, meðal annars voru flottir hönnuðir að selja hönnun sína í Gallerý Box, ég var hálf hrædd við að fara þangað inn vegna kaupæðis í mér, en ég er hugrökk eins og ljón og hélt mína leið í Boxið og hitti það fyrir Jónu Hlíf, sem var mjög gaman enda hef ég ekki hitt hana lengi lengi lengi. Svo eftir heitt og gott jólaglögg, kjaftagang og skoðun var haldið út í kuldan og þá var ég búin að fara í Deigluna á opnun hjá fagurlistadeild Myndlistaskólans.
En til að fara í eitthvað allt annað þá skulum við tala um vinnunna....... þá er ég búin að tala um hana
En nú er leynivinavika í vinnunni, sem lýkur á morgun, þannig að alltaf þegar maður mætir í vinnu að morgni þá er yfirleitt smá textabrot og gjöf við borðið manns, það var meira að segja búið að hengja jólalag(texta við jólalag) á annan tölvuskjáinn minn.
En þetta er nóg um mig í bili... þá skulum við heyra um þig..
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli