já það er rosalegt að vera að vinna bara svona heima, maður veit aldrei hvaða dagur er... nema þegar fer að nálgast helgi þá líka spennist heimurinn upp um 5 % og allir tryllast hahahaa nei okey smá rugl í lokin, en ég er samt alltaf að rugla dögum saman.
En ég þarf að leiðrétta smá miskiling, Bjarni er ekki að sýna í Terpentine, heldur er hann að sýna í Anima, sem er gallery og söngskóli.. mjög sniðugt.
Annars gekk helgina prýðisvel fyrir sig, horfði á Idol með Júlíu og Birnu á föstudaginn, fór svo á opnun á laugardaginn í Safnið hjá Kristjáni, hann var að sýna teikningar. Mjög flott hjá honum, óvenjulegt en rosalega flott, svo hittum við fyrir tvær stelpur frá teenpeople magazine og þær vildu taka myndir, (en þar sem að ég var orðin of gömul....jafn gömul stelpunni sem tók myndina hahaha) þá tók myndir af þeirri sem ég var með og lukkaðist það mjög vel, enda vildu þær fá fólk 25 og undir og gudinn telst víst ekki í þeim flokki lengur.... einu sinni en ekki lengur. Svo var bara rölt áfram og farið á svartakaffi. Þetta var góður laugardagur
Nú mun gudinn(já ég er að hugsa um að taka þetta heiti upp aftur eftir þriggja ára dvala) ekki hafa meira að segja í bili og komin tími til að kveðja í bili og fara að vinna í bili.......
þriðjudagur, mars 28, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
líst vel á „guðinn“
Skrifa ummæli