fimmtudagur, mars 23, 2006

mikill dagur í dag...ekki dalun dagur

já þessi dagur var viðburða mikill og góður.
Ég vaknaði.... snemma enda var áætlað að gera aðra tilraun með safnardag. Og við vorum sko duglegar, eftir að hafa farið í flashbackferð í Fb þá var haldið á vit ævintýra...
Í kuldanum var arkað af stað um laugarveginn og farið fram og til baka og þá meina ég fram og til baka. Enda var stundum lokað og stundum gegnum við inn og það var samt lokað... já það halda okkur engar dyr þegar við byrjum... við heimsóttum, gallery terpentine, amina,kling og bang,nýló,i8 og svo var gerð tilraun á Safnið og gengum við þar inn en mættum þá herramanni sem sagði að safnið væri lokað(ég sagði það.. það halda okkur engar dyr) en hins vegar bauð hann okkur á opnun á laugardaginn og þangað munum við halda í okkar besta dressi, enda er ég ekki með mikil úrval þar sem að pakkaði bara fyrir helgarferð en ekki margra vikna ferð...
En já í terpentine var Bjarni að sýna, mjög flott. í kling og bang voru Sara Björns og Huginn Þór og Jóhannes Atli ( sýning strákana var mjög súr en hahah),nýló var með cold climates þar sem að margir listamenn frá þremur löndum sína saman.. fín blanda, I8 var hann Tumi með flott verk..
Já þá er það komið. En svo á okkar ferð þá settumst við á kaffi hús og hittum Fanney... yesss það var rosa gaman, enda þegar 3 mdl-liðar koma saman...bla bla

ég veit ekki hvenær ég kem aftur norður Guðrún mín, en það fer allavega alltaf að styttast hahahaha

Engin ummæli: