já helgin búin og þetta var bara fínasta helgi.
En já nú er komið að (bráðum)þriðja safnardeginum okkar Fríðu og þá verða restin af söfnunum tekin sem ekki voru tekin síðast og svo er víst komin ný sýning í Nýló og í Kling og bang. og mun ég koma með gagnrýni á sýningarnar alveg eins og síðast. En nú er bara allt að fara að smella, kassinn þungi er til, textaverkið næstum búið og ég er alveg búin að sjá það í huganum hvernig þetta verður uppsett, meira að segja búin að teikna það á blað. Ég hef fengið margar óskir um hvort að fólk megi byrja setja í kassann, og já það má byrja núna.. En svo er nú stutt í norðurferð aftur hjá mér, að vísu verður sú norðurferð bara stutt enda bara um 4 vikur eftir og þá er bara brunað suður aftur og þá er bara allt búið. Og ekkert þórunnarstræti lengur og engin sundlaug...... okey ég fór ekki sund, en þetta lætur mig líta vel út. En ég skal segja ykkur það að þegar ég er alkomin suður þá mun ég kaupa mér líkamsræktarkort(sem ég hef ekki gert í mörg mörg ár) og byrja að æfa með Fr. Ra (Fríðu) já það eru allir svo duglegir í kringum mig,annað hvort að fara á æfingu eða út að skokka á meðan að ég sit í sófanum og hreyfi mig kannski í símann. En nú verður bara hoppað og skoppað.... En nú er ég hætt að bulla og farin að halda áfram vinnu minni eins og samviskusömum nemanda sæmir.. :)
mánudagur, apríl 10, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
....já vera dugleg Kristín mín.
Sjáumst á laugardaginn
Kv. Eydís
Skrifa ummæli