föstudagur, maí 05, 2006

föstudagar eru víst líka fínir

já þetta var nú góður dagur... vorum auðvitað á fullu í dag upp í punkti að mála og setja upp veggi og bara gera það sem þurfti að gera, svo kom Hlynur í heimsókn og náði að draga mig, Dagrúnu og Steina með sér upp í listasafn, þar sem að Cia-hópurinn er að setja upp sýninguna. En honum Halla Jóns, eða réttara sagt Haraldi Jónssyni vantaði smá aðstoð við að krumpa myrkur og þar sem að við vorum forvitin þá fórum við að krumpa myrkur,þannig að við vorum að krumpa svartann pappír og mikið af honum, og þar fékk ég nokkra pappírsskurði, en allt er gott í þágu listarinnar..... ekki satt? En svo þegar líða tók á daginn og við bara nokkrar eftir á punktinum (fyrir utan kristján) þá datt okkur í hug BJÓR.. þannig að Dagný fór og keypti bjór handa okkur og ég er ekki frá því að við máluðum betur eftir bjórinn.... En svo eftir þetta stuð þá hélt ég bara heim að búa til salat fyrir allt þetta fólk sem er að koma ó grillskemmtikvöldið okkar á morgun, og það sem meira er, eigandinn á íbúðinni ætlar að láta sjá sig.. jjjííbbíí

En nú þarf ég að halda áfram að setja saman tónlist fyrir morgun daginn og Júlía ég mun hringja, ég mun..... já ég mun....

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

arg mig hlakkar svo til að grilla og græja