föstudagur, júlí 21, 2006

gleðin komin á ný

já góða fína fólk þá er gleðin komin á ný, enda er ég komin endurnærð úr sveitinni. Og það sem meira var þá fékk ég frábært veður og meira að segja frekar allt of heitt í dag , nei ég var ekki að kvarta. Enda lét maður sig hafa það í sínum svörtu reiðbuxum, enda vita þeir sem vit hafa að reiðföt eru ekki strand- eða baðföt, sem þýðir að þau eru efnismeiri og verður því ansi heitt ef heitt er í veðri, en ég var ekki að kvarta...

En já þetta var draumur... þegar ég var komin í rétta gírinn þá var stuð og ég hefði svo getað verið miklu miklu lengur, en vinnan kallar á morgun og það er ekki hægt að skrópa þar...

En svo fór ég meira að segja upp á hálendið, bara bílandi en endastöð þar var Hvanngil eða er það Hvannagil, en þar er engin hvönn. En svo var keyrt til baka, þannig að þetta var um 6 tíma ferðalag allt í allt en því miður aulinn ég gleymdi myndavélinni. En ég á samt nóg af myndum af skýjum(don´t ask), hryssum með folöld, hestum, fólki á hestum, helli, vegum(again don´t ask)...

með verslunarmannahelgina.. þá er það bara gamla góða vinnan

Engin ummæli: