já loks fer að koma að því að ég fari í frí og vona ég að ég nái þá geðheilsunni á ný.. enda er mjög stuttur þráðurinn núna þessa dagana og ég er farin að urrrrra á fólk, þannig að ef þig viljið skammast í mér þá myndi ég bíða eftir að ég er komin úr fríi og urrið þá farið úr mér.
Enda lá nú við morði í morgun(nei ég er ekki farin að drepa fólk) en þegar ég var fylla á kaffivélina okkar og var ég með fullan, já fullan poka af mjólkurdufti og hann var næstum því dottinn um koll og þá hefði farið duft um alla vél og gólf..og þetta er duft... og duft fer víða. Og ég þori ekki að hugsa hvað hefði gerst ef þessi atburður hefði gerst, en það hefði verið vont. (ekki líkamlega vont heldur bara vont og illt).
Eins og þið takið eftir á þessum lesningi þá er ég ekki í mínu besta skapi og þoli ekki fólk sem er með pirring og vesen og kjaftæði núna, þannig að ef þið ætlið að vera með svoleiðis þá hef ég engan áhuga á að eiga samskipti við ykkur) okey þetta var grimmilegt af mér, það skal ég viðurkenna hahaha en samt satt
En okey áður en þið farið að vera hrædd við að tala við mig, (enda er ég ekkert voðalega vond ef fólk hagar sér bara vel.. ) þá er ég hætt og ég lofa að næst þegar ég skrifa þá verður það á gleði nótum, enda mun ég ekkert skrifa fyrr en eftir frí sem verður notað til að fara í sveitina góðu
laugardagur, júlí 15, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Verslunarmannahelgin
já svo að það sé á hreinu þá er eina eina eina dæmið í heiminum um verslunarmannahelgina AKUREYRI. það er ekki til neitt annað um verslunarmannahelgi.
skrítið komment en svona er þetta.
Skrifa ummæli