já nú er henni lokið, þessari menningarnótt.
en ég spyr, er þessi menningarnótt farin að snúast um eitthvað annað en menningu?
Ég fór að pæla í þessu gær þegar ég var að rölta um bæinn í góða veðrinu, að vísu ekki með bjór í hendi eins og flestir (ungir sem aldnir). En okey þarna rölti ég um og þar sem ég gleymdi minni blessuðu dagskrá í vinnunni þá var ég ekki með mikið við að styðjast þarna á göngu minni. Þannig að þetta var spilað eftir minni... úpps.
En það var rosalega mikið af fólki þarna og ég sá nú ekki helmingin af því sem ég ætlaði að sjá og heyra, missti til dæmis af fyrirlestrinum eða umræðunum á milli Sjóns og Finnboga Péturssonar í listasafni reykjavíkur. En eftir mína miklu göngu fram og til baka laugarveg,skólavörðustíg og um miðbæinn þá ákvað ég bara að koma við í ostahúsinum og kaupa ost,skinku og brauð... tel ég almennt að starfsfólk sé mjög glatt með þennan dag þar sem að á þessum eina degi þá má það drekka bjór í vinnunni. En eins og alltaf á menningarnótt þá var farið í Nonnabúð og 12tóna, enda er skyldumæting þangað á menningarnótt og svo fór ég auðvitað á listasöfn og gallery, þannig að þetta var alveg fínn dagur og ekki skemmdi veðrið.
Já svona var mín upplifun á menningarnótt þetta árið, en það er nú ekki mikið að marka mig þessa dagana sökum svefnleysis og margra vinnustunda, þannig ég er ég viss um að flestir hafi skemmt sér ljómandi í gær, sem ég gerði nú líka(fyrir utan þann tíma sem ég þurfti að labba fram hjá sviði Gunna og Felix úff úff).
sunnudagur, ágúst 20, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli