laugardagur, ágúst 26, 2006

menningarvakan og humar

já þetta er frekar flottur titill "menningarvakan og humar" en þetta er samt alveg óskylt...

ég vil nú bara byrja á því að óska öllum mínum Akureyringum til hamingju með daginn, og langar mig mikið mikið mikið mikið (ég gæti haldið áfram endalaust)til að vera þarna með ykkur. En vinnan kallar og þá hlustar maður.

En þá er komið að partinum með humrinum..

Við fórum nefnilega í staffaferð (lokastaffpartý ársins) í gær, sem byrjaði með bjór á Farfugla og svo upp í rútu, sem keyrði og engin (fáir allavega)vissu hvert ferð væri heitið. Það var keyrt til Stokkseyrar og farið á Kajak í líka þessu frábæra veðri og það var ekkert smá gaman,eftir hana var rölt þar sem rútan var og "barinn" (sem var annað beltið á gröfu) var opnaður og drukkinn. Síðan var arkað af stað upp að Fjöruborðinu og við fengum forréttinn til okkar út (humarsúpa) svo var haldið inn, og lentum við svo skemmtilega í því að vera með ccp (þeim sem eru með Eve online fyrirtækið) í sal og þau höfðu tekið Bjarna töframann með sér og fengum við að njóta góðs af því... sem var bara snilld.
Svo fengum við matinn og eins og alltaf þá klikkar Fjöruborðið ekki, já nú kemur það...Humarinn var eins og ávallt nammi namm, enda var borðað yfir sig og drukkið hvítvín með. Síðan var fengið sér eftirétt, og eftir þetta át var maður alveg búin á því og er í raun enn.
Síðan var stefnan tekin á rútuna og bjór tekin úr kæli og haldið áleiðis í borgina og svo bara heim á leið, enda ekki hægt að toppa þetta kvöld á neinn hátt.

Þannig að þetta var frábær ferð í alla staði, enda allir hressir og jákvæðir og ákveðnir í að skemmta sér og öðrum... og ég á þetta allt á filmu.. nei sorry á myndavél.

En nú sit ég hérna í vinnunni og horfi á útlendingana mína gera sig klára fyrir heimför, enda eru þeir flestir að týnast heim á ný, og eru nú skiptar skoðanir hvort þeim langi heim eða ekki, flestir eru nú ekkert á því að vilja fara heim, sem ég skil mjög vel, þar sem að við dekrum svo við fólk hérna að það vill engin fara ef hann kemur einu sinni hingað hahah.. nei nei, en flestir kveðja landið með ekka og segja "sjáumst að ári "...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nei sko its alive!! en takk fyrir síðast elskan bara kósý sko...kveðja Bestaskinn