jæja þá er það búið, sumarið, allavega er sumarvinnan búin og þá hlýtur að fara að koma vetur, eða haust. En já nú er ég komin í frí og fríið byrjar á því að gera það sem hefur ekki verið gert í langan tíma, en það er að laga til, já og fara í sjúkranudd og kannski klippingu, en þetta er allt í íhugun, enda er ég bara búin að vera 1 dag í fríi. En svo ætla ég í sveitasæluna og anda að mér fersku sveita og hestalofti. Svo fer maður að hugsa um list, enda hefur það þurft að bíða aðeins í sumar.
En ég gleymdi að kveðja kóngulóna, ekki rauðu, heldur hina sem er enn stærri og át geitungana fyrir mig.
En aldrei þessu vant þá hef ég bara ekkert að segja og ekkert að bulla heldur, þannig að ég ætla bara að hætta þessu rugli og fara að njóta þess að vera í fríi, fer kannski að lesa.... hmmm
fimmtudagur, september 21, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
skemmtu þér vel í sveitinni og farðu á hestbak fyrir mig líka!!
kveðja Bestaskinn
Mundu að klippa þig sítt (O:
Skrifa ummæli