sunnudagur, september 10, 2006

sunnudagar

það er sunnudagur og allir þeir sem ekki hafa þurft að vakna eru líklega sofandi, en ég er ein af þeim sem þurfti að vakna og hér sit ég nú í vinnunni og bíð eftir útlendingum til að tala við. En finnst ykkur að maður sé búin að vinna of mikið, ef maður ætlar að svara símanum sínum "tjaldsvæðið í laugardal" en ég var næstum því búin að gera það í gær og það var ég sem hringdi...

En já sunnudagur, sem þýðir að það er mánudagur á morgun og svo þriðjudagur og þá kemur fólkið frá Lanzarote, örugglega eins og blandaðir svertingjar á lit og mun ég ekki standa við hlið þeirra næstu 3 vikurnar.

Sunnudagur og margt búið að gerast um helgina,en samt ekkert sem við ætlum að tala um hér. Nema að ég fór á bókamarkað með Júlíu og Guðmundi Óla og keyptum við fullt af bókum (en mest samt handa okkur sjálfum, jólagjafir gleymdust) en svo þegar ég ætlaði að velja mér bók til að lesa á Föstudaginn þá gat ég bara ekki ákveðið, þetta var rosalega erfitt, ég var haldin bókavalskvíða.. Á endanum kafaði ég bara djúpt ofaní pokan og dró upp tvær bækur og viti menn. Þær voru báðar eftir sama höfund, sem heitir Þorsteinn Guðmundsson. Þannig að nú er ég að lesa Hundabókina eftir hann.

Sunnudagur og ég er farin að gera eitthvað hérna í vinnunni...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég hef fulla trú að þér KristStína mín, bara láta þig vita !