miðvikudagur, nóvember 08, 2006

ég varð ekki uti

já gott fólk ég varð ekki úti, varð ekki undir neinum brjáluðum hestum og er sprell-lifandi og er komin úr sveitinni..

Ég er komin aftur í netsamband, það er verið að gera efri hæðina í gegn þannig að netið lá niðri en ég er komin aftur í samband, þá meina ég netsamband og er við góða heilsu. En ég mæli með svona hestavinnu fyrir alla sem vilja koma sér í gott form, þetta er hörku líkamsrækt. En þetta er skemmtileg líkamsrækt það verð ég að segja, enda ekkert eins gott og safna að sér nokkrum marblettum.. En ég nenni nú ekki að segja alla sveitasöguna, en þetta var stuð og vinna.

Hér er ég semsagt aftur komin í borgina og nóg að gera enda afmælispartý á laugardaginn og nóg að gera fyrir það,þarf að laga kjólinn minn, já ég ætla að vera í kjól, og þá vantar mig skó við kjólinn og mig vantar klippingu, ég mun fara í klippingu hjá Stjúna í Gel á laugardaginn og ætla að skreppa í Kron að athuga með skó. En þetta verður flott..


Vá það var svo margt sem ég ætlaði að skrifa en það er bara allt farið með vindinum.. en ég vil samt deila því með ykkur að ég er að fara á Sykurmolana þann 17. og ég verð á 2 bekk í stúku og svo var ég að sjá að Múm mun hita upp, þetta getur ekki verið betra..

En þegar ég finn hvað ég það sem ég ætlaði að segja hérna þá mun ég láta vita

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já maður ! þessir hestar gefa manni marbletti já eða brjóta næstum af manni löppina, Það gerist um daginn, já eða svona næstum. Mikið vont.