laugardagur, nóvember 18, 2006

eg a engin orð...sykurmolar

sorry það var ekki hægt að setja kommu yfir stafi í titlinum..

En já vá vá vá er það eina sem ég get sagt ..
ég var semsagt að koma af Sykurmolunum og aðra eins upplifun hef ég og mun aldrei eiga.. enda var þetta once in a lifetime..
Þetta var svo súrelíst að vera þarna á sykurmolunum, hljómsveit sem maður hefur haldið upp á síðan að maður fór að hafa vit (tónlistarvit)en aldrei hélt ég að ég myndi sjá þau á tónleikum, en það gerðist og hér sit ég núna í tónlistarlegri sæluvímu sem á seint eftir að líða frá mér... en tölum um tónleikana

1.fullt af útlendingum, yfir 1000 og fleiri íslendingar enda var fullt.
2. ég sat á öðrum bekk í stúku, fyrir miðju.. besta stað,enda rétt áður en sykurmolar stigu á svið þá kom öll fræga hersingin og ég var umvafin frægu og ríku fólki, misríku en frægir, eins og fótboltamenn,fréttamenn,listamenn,leikarar(auðvitað Álfrún systa Möggu og hennar manni),tónlistarfólk og já Balti og bara endalaust af frægu fólki og mér....
3. múm byrjaði að hita upp og þau voru frábær og þetta nýja efni er brilliant hjá þeim, enda með fullt af skemmtilegur fólki með sér, Silla er ein af þeim. en já þau voru greinilega í góðu skapi(eins og allir þarna inni) og skilaði það sér vel til okkar (áhorfendana eða anna??)
4 síðan kom hlé já
5 svo stigu 3 menn á svið sem sögðu fólki að þeir væru komnir til að taka nokkur vel valin róleg lög hmm... en já fyrsta lagið var rólegt en öll lögin þeirra snúa um ádeilumál og þjóðfélagsmál) já svo eftir fyrsta lagið þá steig restin á svið og þá fóru þeir að spila eins og þeir gera best, þetta var semsagt pönkhljómsveitin Rass sem var í brillandi góðu skapi líka og þetta var rosa flott hjá þeim, enda komst maður í pönkgýr þarna í stólnum.. hell yeah !!
6 þá var hlé, en já í hlé-num hnénum okey hléunum.. okey þegar það var svona hljómsveitarhlé þá var það hann kgb eða kristinn gunnar eða bara kiddi gunnar (sem hefur oft fengið mann til að stíga á dansgólfið, þó aðallega á Bíóbarnum þegar hann var og hét) sem var að dj-a
77777777 það var hljótt, ljósin slökkt, fólk að missa sig....og það var gengið inn og allt ætlaði að verða vitlaust, já þau voru kominn á svið ...í fyrsta sinn saman síðan.. well síðast þegar þau komu saman.
777 (framhald) Einar örn hóf upp rausn sína og þá var það byrjað, þessi ótrúlegi viðburður,þessi einstaka upplifun. SYKURMOLARNIR VORU AÐ SPILA...
77(áframhald af framhaldi) svo eins og góðum íslendingum sæmir þá sungu þau flest lögin á íslensku(enda hefur Björk aldrei haldið tónleika hérna á ensku nema eina),day called zero, planet og eitt eða tvö lög önnur (vá 3ö í röð, hey4) annars allt á því gamla og góða, og þegar Einar var að tala (já hann sá um það) þá talaði hann á íslensku og sagði okkur að pikka í næsta útlending og þýða.... ef við vildum.
777 framha.... þið skiljið...en já þetta var endalaust flott hjá þeim og þau greinilega hafa þetta allt enn og skemmtu þau sér hið besta, en þar sem ekki er hægt að segja frá í orðum þá kaupið bara dvd-inn þegar hann kemur út...(það hlýtur að koma einn svoleiðis)
8 var komin með leið á 7 djonny hinn eini og sanni.. mætti, fyrir þá sem ekki vita þá er það hann Sjón og þá ætlaði allt um koll og gólf að keyra, enda var luftgítarinn tekinn sem aldrei fyrr og sjónninn missti sig á sviðinu ásamt flestum
9allt búið
10 það var haldið útí kuldan, enda eins og Einar sagði í upphafi,að ástæðan fyrir tónleikunum væri sú að það væri svo kalt úti og þá væri gott að getað verið hérna inni...
11 fór heim í sykurvímu án þess þá að vera búin að borða einn sykurmola..

Engin ummæli: