laugardagur, desember 23, 2006

hvað mun gerast...

já nú eru að koma jól, en þau koma víst á morgun (er mér sagt), enda á hann Þorlákur þennan dag og hefur átt síðan ég fæddist.

En það sem ég ætla að ræða er kannski jólalegt, eða jól koma þar inní, ég fór upp í kirkjugarð áðan(nei það er ekki eitthvað sem ég geri á hverju kvöldi, sama hvað þið haldið), en okey það var dimmt og þegar ég var að fara aftur inn í bíl þá lenti ég í því að stíga á GRÖF.......ÚÚÚUUU, eða til að fegra þetta aðeins þá steig ég á leiði,en það sem er svona sérstakt við þetta er að þetta leiði var nýtt, sem þýðir að það var kross og bara mold, og ég steig beint ofaná moldina. Þannig að ég steig á nýja gröf...

ég bað hann fyrirgefningar, en maður veit aldrei, kannski fæ ég heimsókn í nótt frá honum þar sem að hann verður með skófar á kinn, en skórnir eru ágætlega flottir undir þannig að ég vorkenni honum ekki mikið að hafa þetta skófar á kinn en að vísu þar sem að ég stóð þá er hann frekar með skófar á sköflungnum...

En annars vil ég bara að segja Gleðileg jól dúllurnar mínar og ég kannski sé sum ykkar um jól og sum ekki, en þetta er mitt jólakort til ykkar allra ;)

sofið svo vel í nótt.....................

Engin ummæli: