mánudagur, desember 18, 2006

laugardagur til göngu

já þetta var nú meiri laugardagurinn...

það var kalt ó já það var kalt en það stoppar ekki harða íslendinga til að arka niður laugarveg í jólaskapi, enda var rosalega fallegt veður en kalt kalt...

en já það var samt ákveðið að þessi laugardagur yrði hafður til menningargönguferðar í miðborginni, svo haldið var af stað og eftir góða stund á kaffihúsi (það verður að byrja á góðu kaffi) var farið yfir götuna í klink og bang , (eins og alltaf í þessum menningarferðum hjá okkur Fríðunni þá höfum við það fyrir sið að ganga allavega inn á eina sýningu sem verið er að setja upp) og var Hekla að setja saman sýningu og hún bauð okkur samt velkomin 22 des klukkan 18:00. En já svo var haldið áfram, man ekki alveg í hvaða röð, en við komum við á I8,terpentine,amiina,listasafni Islands(sem tók nú á móti okkur með lokun,og við sem löbbuðum alla leið þangað.. well o well) svo það sem er við hlið amiina,safnið (sáum þennan frábæra skemmtara),nýló og ef ég er að gleyma einhverjum láttu mig á vita, en þetta var kaldur og góður dagur og eftir að hafa ákveðið að fara út í hönnun og hanna buxur með innbyggðum hitara þá var haldið heim á leið.

Þar var tekið sig til á milljon.. eða svona (þeir sem mig þekkja vita að minn taka sig til tími er svona frá 2 mín til 10 mín ca) og svo brunað til Konnans, en þar var verið að fagna 35 árum og myndin Konninn snýr aftur sýnd og óskum við þeim (Konna og Heimi) til hamingju með afmælin sín).
En þarna var bara setið og haft gaman saman langt fram á nótt.

En já nú eru að koma jól og ég er búin að pakka inn, og á morgun er opiðmatarboð hjá Snorra Bigga og Petru og þar mun HELGA mæta jjjíiíííbbííííííííi´.................

Er farin að skreyta og hlusta á Hvít er borg Og bær (fór loks í smekkleysu að sækja hana)

Engin ummæli: