okey nú er að fara að koma að lokum... ég er að tala um sýninguna mína, það er svona ca 3 vikur eftir, það verður forvitnilegt að vita hversu margar glasamottur verða eftir í lokin damm damm (ekki dem) heldur damm damm....
En mig vantar eiginlega far norður um mánaðarmótin, og ekki væri verra ef það væri til baka líka, já sumir eru heimtufrekari en aðrir en svona er ég bara.
afhverju er manni alltaf rosalega heitt í hamsi rétt áður en maður fer að skrifa blogg, en svo um leið og maður byrjar þá bara tæmist heilinn og skilur engar heitar umræður eftir..
En mig dreymdi góðan draum, það var ánægjulegt
ég þarf að fara að kíkja á allar þessar sýningar sem eru í gangi núna, þarf að hafa samband við Fríðu blíðu, sérstakan menningar, lista og safnar-samferðamann. Tókum síðast góða rispu rétt fyrir jól (já ég hef farið á söfn síðan), en okkar rispur eru einstakar og oft á tíðum ógleymanlegar, enda lendum við oft í að labba inn á fólk þegar það er að setja upp sýningar sínar og svo þetta með lokaðar og læstar dyr. En þetta er bara brot af því sem kemur fyrir í hverri menningar,lista og safnarferð, þannig að þetta verða oft ævintýraferðir sem samt enda allar vel.
En nóg um okkar góðu ferð og nóg um mánudags bloody spjall (afhverju bloody, þú spyrð ?? hef ekki hugmynd, kannski til að minna mig á að ég er að fara að setja rauðann á myndina mína)
verið þið sæl og blessuð og munið..........mig vantar far norður.........og til baka.... :)
mánudagur, febrúar 12, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli