Já þá er maður að ná sér niður eftir helgina, sem var alveg bara rosaleg helgi...eða svoleiðis
Opnunin gekk rosa vel, mætti á staðinn svona um hálf ellefu á laugardagsmorguninn og fór þá að skrifa, og var ég orðin handaum eftir skrifin öll, en þetta hafðist og svo þurfti ég bara að bíða eftir að opnað var klukkan tvö..
Það var fínasta mæting og fínasta mæting hjá fjölskyldunni, þá er ég að tala um að það voru nokkrir liðir úr ýmsum fjölskyldum sem svo hrærast saman í eina risa stóra "ítalska" gleðifjölskyldu.. já við erum stór, hávær og best (svo ég sé ekkert að ýkja)..
og vil ég senda 1000 knús og kossa til þeirra sem mættu alla leið að sunnan og sumir komu meira að segja norður á laugardaginn og fóru aftur suður á laugardaginn eftir opnun :)
Eftir góða opnun þá var farið heim til Ágústu í smá stund og síðan út að borða á Friðrik iv (er þetta ekki fimmti) og þar var bara snilldar matur og súper þjónusta, eftir að hafa fyllt allar holur magans var haldið (eða ég hélt) á tónleika Péturs Pen á græna, hann er snilli og ekkert annað. Eftir að hafa staðið og beðið eins og grúppía eftir áritun þá var rölt á karó og setið þar fram eftir kvöldi og rifjað upp laugarvatns-stemningu og einnig bjallað við húsamálara og fleira sniðugt.. eftir góðan tíma röltum við Steinn á Amor til að hitta hitt fólkið (sem samanstendur af Bergie, Maríu,Odd, bróðir Odds og hinum tveimur)
Síðan hélt ég heim eftir langan en fínan dag....
Þetta var lýsing á laugardeginum frá A til Ö
Svo fer maður aftur norður um mánaðarmótin til að þrífa af veggjum og til að sjá opnunina hjá henni Karen
þriðjudagur, febrúar 06, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
er þetta ekki 4.
IV er 4, V er 5 og VI er 6 :)
já ég veit að það urðu smá mistök hérna og leiðrétti ég það hér með Frikki V við getum líka bara sagt Friðrik fimmti :=)
Skrifa ummæli