mánudagur, apríl 09, 2007

va va va... björk björk björk og hot chip og auðvitað hann Antony


já þetta verður tónleikarblogg um mestu og bestu tónleika sem ég hef farið á...

Okey byrjum á byrjun, ég hef farið á alla tónleika Bjarkar sem hún hefur haldið hér á landi fyrir utan þá í Óperunni og Forma, en fyrir utan þessa tvo þá held ég að ég hafi farið á ALLA hennar tónleika, þannig að ég hef svona bjarkartónleikareynslu... or something...
Allavega þá verð ég að segja að þessir tónleikar toppuðu alla fyrri tónleika að ýmsu leiti,kannksi var það lagavalið eða stemningin..

En já hún byrjaði um 8 leytið og þarna var hún mætt í sínum silfurkjól og berfætt og með blásturleikara sem voru í bleiku,grænu og bláu og svo madmouse sem spiluðu undir hjá henni og svo hann Jónas. þegar hún byrjaði þá fór ég að hugsa um alla þá sem maður sá alltaf vera grátandi á Bítlunum.. og aldrei þessu vant þá gat ég vel skilið þetta fólk, tilfinningarskalinn minn fór frá lágum hæðum og til hæstu hæða og maður var með gæsahúð og kuldahroll og allann þennan tilfinningarpakka, en ég fór samt ekki að gráta,náði ekki alveg þangað.. en úff þegar hún fór að taka Army of my, all is full of love, hyperballad, yoga,vökuró og alla þessa gömlu slagara ( á fyrri tónleikum hennar hefur maður bara heyrt þessi lög á íslensku) á ensku og þessi kraftur sem var þarna, þá varð þetta óraunverulegt og mér leið hálf skringilega..já ég er biluð, segið það bara haha

En mikið hlakka ég til þegar Volta kemur í búðir, enda mun ég eigna mér hana, eins og ég hef eignað mér allar fyrri diska Bjarkar.
nýjum lögin eru mjög flott, hún er komin aftur í electronic gírinn, sem er gott mál. Eitt af þessum nýju lögum söng hún með söngsnillingnum honum Antony úr Antony & the Johnson og þetta er frábært lag og bara þetta var allt svo frábært, og ekki að sjá að þetta hafi verið fyrstu tónleikarnir þeirra í tónleikaröðinni....
Ég mæli með því til fólks sem er erlendis eða er að fara erlendis og hefur kost á að skella sér á Björk.....DO IT, DO IT ,DO IT..

ég held að ég eigi seint eftir að ná mér eftir þessa tónleika, enda langar mig ekkert að ná mér eftir þessa tónleika, ætla að hafa þá í minni mínu í langan tíma, enda ekki oft sem maður fær að fara á tónleika með björk tvisvar á sama árinu (næstum því) þá er ég að meina Sykurmolana og svo núna Björk sjálfa..

Okey aftur að tónleikunum.... fullt hús,uppi og niðri og allir komnir til að hlusta og horfa á Björk og margir létu gleði sína í ljós, tel að það hafi verið ítalar, en að lokum lauk Björk sínu prógrammi og á svið komu 5 litlir og stórir Lundúnarbúar með sinn Lundúnarhreim, sem er bara cool.. og héldu þeir uppi frábærri stemningu til tónleikaloka,þótt að margir hafi farið þegar Björk var búin.

Niðurstaða....ég sé stjörnur og silfraða kjóla

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já Villi sagði að þeir hefðu verið æði og þessi Antony hefði verið með geggjaða rödd.
kveðja bestaskinn

kristin sagði...

já þetta var svo flott lag sem þau tóku saman, og röddinn hans er bara með þeim flottustu og hann og hans hljómsveit eru bara flott

Nafnlaus sagði...

Antony er svo sjúklega hæfileikaríkur. Þetta hefur verið svo mikil veisla þið hljótið að lifa á þessu for ever :)
(engin öfund...)

karen

kristin sagði...

ég var mikið að spá í að hringja í þig Karen þegar þau fóru að syngja og leyfa þér að hlusta, kunni samt ekki alveg við það, enda hafði ég ekki hugmynd um hvað þú værir að gera :)..gott að það er engin öfund, enda fékkst þú Boxarpartý í staðinn :)

Nafnlaus sagði...

púúúhúúú og ég missti af þessu öllu saman.