föstudagur, apríl 20, 2007




já var komin tími á nýtt blogg, voru þið orðin pirruð á að þurfa á hafa Bjarkartónleikana fyrir framan ykkur, ég var að bíða eftir einhverju álíka stórum viðburði en þar sem að ég sá fram á að það myndi ekki gerast í bráð, þá ákvað ég bara að skrifa, til að láta fólk vita að ég er enn við heilsu...já ég tók þessa mynd eitthvert kvöldið

sumardagurinn fyrsti eða sumardagurinn annar heilsar með rigningu(smá hvíttóna) og roki.... yesss það er komið sumar.

En ég var að taka til í skápum og HENDA úr skápum, henti fullt af gömlum teikningum og verkum úr myndlistinni í FB, það fóru um tveir ruslapokar(ekki svartir samt), þannig að í staðinn fyrir 5 möppur eru þær orðnar 2.. en það var ekki það sem ég var að fara að tala um, heldur er það skókassi (adidasbrúnn skókassi) og innihaldið í honum.

Ástæðan fyrir því að leitin tók frekar langan tíma var sú að ég varð að lesa þessi bréf sem upp úr kassanum komu, en það voru mikilvæg skjöl sem staðfesta skólavist mína í Lundi hérna um árið.. en þar má finna mikilvæg samtöl á milli mín og nokkra samnemenda minna um ágæti skólans, sértaklega Ásu........... en þessi bréf léti mig veltast um að hlátri og rifja upp góða tíma og nei ég mun ekki fara betur í bréfin, það er bara á milli mín og hinna en hahahaa vá hvað maður var frábært nemandi.......

En svo fann ég líka frá tímum Iðnskólans, sem var álíka gáfulegt, og stundum eins krassandi en það er eitt sem ég er ekki alveg með á hreinu... en það er "hver var eða er Kalli ?, jóhanna " ég bara man ekki, þarf greinilega að fara að rifja upp..

well ... þangað til næst... þá mun margt gerast

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að þessu bréfasafni:) Átt efalaust mörg um Ásu, þið voruð nú svo sérstaklega góðar vinkonur:)