þriðjudagur, maí 29, 2007

vinnuvika....


þá er þessi helgi búin í norðankulda og smá sól..

Fór norður í fermingu til hennar Tinnu skvísu..
Það var rosa fínt, var að vísu frekar léleg djammlega séð, reyndar mjög léleg þar sem að ég fór ekkert á djammið...
En ég fékk góðan mat og hitti fullt af ættingjum, hver öðrum betri.. Þannig að þetta var rosa gaman, enda Helga og Trausti komin á norðurslóðir og allt að gerast..
Þau voru nú frekar túristaleg á leiðinni norður, en ég, Júlía og þau fórum saman, og lentum við í snjó og smá byl og sól. En þau mynduðu í bak og fyrir og ekki má gleyma pylsunni góðu og lakkrísreimunum, já við vorum á framandi slóðum....

En já vinnuvika, það er langt síðan að ég hef notað þetta orð.. En það er satt, ég byrjaði í morgun, og fyrir hádegi þá var farið um öll hús símans og okkur leið eins og lömb til slátrunar eða þá eins og sýningargripum. En eftir hádegi þá byrjaði erfiðið.... þá var farið í Buzz á playstation, já þetta var erfiður dagur... Og svo er annar svipaður dagur á morgun.. En við erum í mánaðar kennslu fyrst ;)

En nóg um mig.........

endilega skoðið þið myndir af fermingunni á myndasíðunni minni...please :) svo fer hin síðan sem við töluðum um ( í fermingunni) að verða til ...

Engin ummæli: