mánudagur, júní 04, 2007

rigning og rok.. hmmm


já þá er það komið á hreint, sumarið er búið....okey kannski smá svartsýni hér á ferð, en þetta veður er heldur ekkert að vekja hjá manni bjartsýnina..

En nóg um það.. Þetta var nokkuð merkileg helgi, þessa helgi át ég Karfa,skötusel,indverskt,fiskipaté og steinbít.. hef held ég bara aldrei sett svona mikinn fisk inn fyrir mínar varir á eins stuttum tíma... ég get etið hendina á mér upp á það.

En ég gerði margt annað en að borða um helgina...til dæmis fór ég á djammið, já loksins gerðist það..... Kristín (ég) fór í bæinn á laugardagskvöldi.. húllum hæ fyrir því

En við skelltum okkur á Indian Mango..nammi namm namm nammi, og svo loksins klukkan tvö (tíminn leið svo hratt heima hjá Evu og Hjalta) þá var rölt í bæinn, ég,María, Ása og Heimir og fyrsti viðkomustaðurinn var Dillon,, yes what a surprise... En nú var allt reyklaust, frekar súrealískt að engin skildi vera að reykja inn á reykstaðnum sjálfum....
Eftir reyklausa viðkomu og einn bjór á Dillon var haldið á Prikið, Barinn átti að vera viðkomustaður en þar var biðröð og maður fer ekki í biðröð... En Prikið var staðurinn og þar var sest upp og spjallað og tjúttað við súper tónlist... þangað til........
hahaha, en það var snilld að koma heim og anga ekki eins og fullur öskubakki.. Þetta reykingarbann er algjörlega málið

En nú er vika tvö í vinnunni og allt er að gerast. Erum að vísu bara í hálftíma mat núna og alltaf til 5... en þetta er fjör og skemmtilegt fólk þannig að ekki kvarta ég... eigi þið góða rigningaviku gott fólk :)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hlakka til að sjá þig þegar þú kemur norður!!
kveðja Bestaskinn