þriðjudagur, ágúst 07, 2007

allt að gerast þessa vikuna

Já þá er komin ágúst og næstum því haust(alltaf þegar verslunarmannarhelgina er búin þá fer að koma haust), og hér sit ég, nei ég ligg víst hérna upp í sófa þar sem að ég var að koma úr hnéaðgerð í dag og það er ekkert rosalega gott þegar deyfingin er að fara,en ég á Voltaren og VOD-ið.... þannig að ég er í góðum málum.. Já Vodið er videoleiga Skjásins, það bjargar manni í veikindum. Ef þið viljið Vodið hafið þá bara samband við 8007000 ;-) Ég mun samt ekki svara þessa vikuna,þar sem að mér var bannað að fara í vinnuna fyrr en á föstudaginn (eftir læknisskoðun).....

Þeir sem mig þekkja vita hvað ég hef gaman að því að liggja hér fyrir og gera ekki neitt nema horfa á tv.................or not, enda fær hausinn minn meira en nóg að gera núna, sérstaklega þar sem að ég mun vera með sýningu næstu helgi á Vor (við hlið Barsins)

Já ég mun vera með málverkasýningu næstu helgi á Kaffi Vor á laugarveginum

En þetta var nú fín helgi, fór ekki langt nema á Sunnudeginum skrapp ég austur til Pabba og Eydísar og skellti mér á hestbak(enda verða víst nokkrir mánuðir þangað til ég má fara á hestbak aftur) og þar var sól og sumar og það er nú alltaf gott og gaman að skreppa í sveitina.

Á laugardaginn var svo galakveðjupartý fyrir hana Fríðu skvísu sem er að fara til Kína á morgun, hann Styrmir, hennar ektamaður ákvað þetta og það voru kjólar og jakkaföt og frábær stemning,nema þegar fara átti á Sirkus.. uss uss þessir dyraverðir geta stundum litið svo stórt á sig. Og þótt að það var komin röð(við vorum fremst að reyna að komast inn) þá fékk engin að fara inn úr röðinni en hann helypti samt fullt af öðru fólki inn.. fíflið sá.. En þá var bara farið á Kaffibarinn í staðinn og svo 11 og síðast en ekki síst var farið á Ölstofuna(þar sem að ég og Helga frænka fengum síðast konunglegar móttökur.. we know the right people hahahaha)

En jæja ég ætla að fara að taka aðra pillu og horfa á VODIÐ ;)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Geðveikt flott sýning hjá þér dúllan mín Kveðja Bestaskinn og co

kristin sagði...

takk takk sætasta mín :)

Nafnlaus sagði...

Sýningin þín var rosalega flott, takk fyrr okkur, mamma og Gulli