úff... já ef þetta var ekki snilldar ferð...
En já margt er búið að vera að gerast að undanförnu, bæði frábært og einnig pínu sorglegt.
En hann Haukur elsku besti afi minn lést fyrir skömmu(blessuð sé minning hans). Hann var nú mikill og merkur maður og einn sá mesti grallari sem ég veit um,enda kunna allir einhverjar sögur af prakkastrikum hans. En ég ætla nú ekki að fara að tala um þetta hér, enda veit ég að hann er búin að finna sér hest og þeytist nú um hóla og hæðir alla daga.
En tökum upp léttara hjal...
Danmerkurferð...hin langþráða danmerkurferð...
Okey, ég nenni ekki að skrifa hana frá a-ö þannig að ég skal segja það helsta..
Ég verslaði ekkert....well jú ég verslaði bjór, rauðvín,bjór... allavega þá verslaði ég engin föt, það var ekki farið í eina búð... enda var þetta snilldarferð.. Það var bara setið og drukkið bjór og rauðvín og farið á klúbba og látið reka sig út úr leigubíl (og já við vorum rekin út úr bílnum fyrir að tala saman, já honum fannst við tala of hátt og mikið saman).
á laugardeginum var sól og frábært veður og þá fórum við niður á Strikið og við vorum kannski að spá í að fara að versla smá.... en það breyttist í billjardkeppni sem ég og hún yndislega frænka mín unnum....tvisvar (þetta var semsagt stelpur á móti strákum) eftir þennan glæsta sigur þá var ekkert annað að fagna sigri og gleyma öllum verslunarferðum....
En okey í stuttu máli þá var þetta allt of stutt ferð og mig klæjar í puttana mig langar svo aftur út núna....
En ég fer aftur og það á ekkert að vera svo langt í það...
En ég mun setja inn myndir af þessari ferð....allavega eitthvað af myndunum, það verður valið úr, sumar eru einkamyndir og verða það :) En þar sem að ég gæti talað um það endalaust hvað þetta var mikil snilldarferð þá ætla ég að hætta núna.
þriðjudagur, september 25, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Samhryggist snúll!
Skrifa ummæli