þriðjudagur, október 09, 2007

Jæja Jæja til hamingju Lennon


Já til hammó með ammó (ég sagði þetta áður en ég heyrði þetta í Legi) Lennon..... Já í kvöld verður formlega kveikt á friðarsúlunni, ég sá hana á laugardaginn og vá þetta er barasta barasta flott... En nóg um það, ég ætti að vera í Viðey, en er þar ekki af tveimur ástæðum.... í fyrsta lagi þá held ég að klaufarnir á póstinum hafi týnt boðskortinu mínu og í öðru lagi þá er svo mikið rok út í Viðey að ég bara treysti mér ekki þarna út í þessa eyju..
Ég hefði nú samt ekkert haft á móti því að hitta hann Sean Lennon, hann er nokkuð flottur og verður líkari pabba sínum með hverjum degi sem líður..
En okey ég komst ekki til Viðeyjar enda ekki verandi út í svona veðri fyrir manneskju eins og mig, sem er með teppi í vinnunni....

En annars vildi ég bara segja ykkur að það eru komnar inn myndir inn á myndasíðuna mína frá Danmerkurferðinni minni, og endilega gefið ykkur tíma þar sem að þetta eru nokkrar myndir..... Það er langbest að rétta honum kæra Trausta myndavélina og hann sér um þetta, þannig að hann á eignarrétt af mörgum myndum þarna..have fun......

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

híhí !
Góðar myndir:O)

kristin sagði...

ha ha takk takk :-)

Nafnlaus sagði...

Get ekki skodad myndirnar a tessari kukatolvu, netid er of haegt. Annars langadi mig bara ad senda ter sma knusikvedju fra Shanghai :o)

Frida Ra