þriðjudagur, nóvember 13, 2007

Það er margt skrýtið í kýrhausnum...eða mínum haus í þessu tilfelli..


Draumar eru skrýtið fyrirbæri og maður veit ekki alveg hvernig maður á að taka á þeim.. Allavega veit ég ekki alveg hvernig ég á að takast á við drauminn sem að mig dreymdi í nótt, kannski á ég ekki að fara að sigla,eða leika í hryllingsmynd eða kannski á ég að forðast fólk sem á sér ekki spegilmynd...eða draugalega raddir í farsíma... hmm spurning.. en þið getið kannski svarað þessu fyrir mig..

Okey þetta er í grófum dráttum.......
Ég var bæði áhorfandi og var á stundum einnig að leika sama hlutverk... allvega þetta byrjaði nokkurn vegin þegar skip var að brotlenda og þetta var gamalt og draugalegt skip og það skelltist á bjarg og þessa vera sem var einnig ég og einnig sú sem ég var að horfa á fuðraði upp í marga litaða fleti og svo var ég allt í einu komið í hús, þarf ekki að taka það fram að það var draugalegt og þar voru einnig tveir krakkar við borð(mér leið eins og ég væri í hrollvekju), allavega þá var eitthvað um að vera og svo tekur drengurinn upp síma og er að rífast við röddina í símann og svo tek ég símann af honum og röddin (sem nota bene hljóma eins og verið væri að kæfa kött, og öllu því verra) er að segja að hún muni koma og eitthvað þaðan af verra.. og ég man að ég hvísla (vil ekki að börnin heyri) leave the kid the fuck alone.. svo segi ég það sama aðeins hærra og röddinn skellir á, svo er ég í kringum fólk og er að fara að gera eitthvað og þá kemur einn maður og býðst til að aðstoða mig(enn er ég í þessum þrunga og draugalega heimi) og ég segi með efa já og svo þegar ég sé manninn fara fram hjá stórum spegli (í rokkostíl) þá hefur hann enga spegilmynd og þetta kom fyrir í tvö skipti, í seinna skipti var það maður í bláum jakka (minnir mig) sem bíður með astoð sína og fer fram hjá þessum sama spegli og engin spegilmynd... og svo man ég að það gerðist eitthvað en ég bara man ekki hvað það var..

Eina sem ég man var að þegar ég vaknaði þá varð ég að taka sængina af mér þar sem að ég var svo sveitt og ég var dauðþreytt.... ég held að indjánadraumagrípan mín hafi ekki verið á verði í nótt...

Og þegar ég fór að hugsa um þetta í morgun þá man ég að mér leið hálf undarlega þegar ég var að fara að sofa í gær, mér leið eins og ég ætti að hafa rauða ljósið kveikt.. Mér var ekki allt í einu alveg sama að hafa allt slökkt en taldi að þetta væri bara því lík vitleysa í mér og sneri mér á hliðina og sofnaði með herkjum..

Þannig að... hvernig er nú hægt að ráða þetta.. eru draugar að fara að hjálpa mér við að berjast við geðsjúka símarödd.. hmm

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Oj grípí draumur og ég get ekki ímyndað mér hvað hann þýðir.
kveðja Bestaskinn