miðvikudagur, október 31, 2007

Þegar manni leiðist þá fer maður að hugsa...


Og það kom svo sannarlega fyrir mig og minn haus... og við komumst að því að við ætlum að gera ljósmyndabók saman. Þetta er að vísu gömul hugmynd, en á sínum tíma ætlaði ég að gera ljósmyndabók um hana Reykjavík, en ég hef ákveðið að víkka sjóndeildarhringinn minn að sinni. Ég á nefnilega MARGAR ljósmyndir og hvers vegna ekki að koma þeim niður á blað...Mér finnst ekki rétt hjá mér að leyfa öðrum ekki að njóta þeirra með mér, þannig að nú þarf ég bara að finna þær myndir sem þóknast bókinni, og nei það verða ekki myndir af neinum verkum mínum. Nema auðvitað ljósmyndaverkum mínum sem yrði þá þessi bók. Þá hafi þið það, þetta eru mínar hugsanir í dag....

En hvaða (okey smá annar gír hérna) rugl er þetta í gangi núna.. Okey ég skal alveg viðurkenna það að ég var kannski ekkert súper glöð með klámráðstefnuna sem átti að vera hérna en hún fór heldur ekkert rosalega í taugarnar mínar, þannig að ég hvorki grét né gladdist þegar henni var aflýst. En nú gæti ég alveg hugsað mér að fara með spjald niður á Hilton-hótel og mótmæla(er samt frekar hrædd um að vera skotin niður) en ef þið ekki vissuð þá er að fara í gang vopnaráðstefna á Hilton-hóteli og ekki nóg með það, heldur eru þessi vopnasamtök mjög vafasöm og eru í raun ekkert nema hálfgerð glæpasamtök... en nei okkar hárprúði og kæri borgarstjóri Dagur B. segir að þetta komi borginni ekkert við. Það kom borginni við þegar klámráðstefnan átti að vera en þegar skotóðir byssueigendur (smá ýkjur hérna af minni hálfu) halda ráðstefnu þá kemur þetta borginni ekkert við.. Að vísu var annar borgarstjóri við völdin, sem leit kannski öðru vísi á hvað kæmi borginni við.

Ég er farin að halda að hann John heitinn Lennon hafi kannski ekki verið mjög sáttur við staðarval Friðarsúlunnar. Síðan að hún fór að skína þá er allt að gerast (og ekki endilega á jákvæðan hátt)

En jæja ég er hætt þessu rausi....

En ég var að setja inn nýtt albúm sem heitir því frumlega nafni.......fyrstu vetrardagarnir á ströndinni..

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið og takk fyrir okkur
kveðja Bestaskinn og co

Nafnlaus sagði...

Vei fyrir ljósmyndabók :O)

Já og ég kýs frekar klám en vopn.