þriðjudagur, janúar 01, 2008

nýtt ár kallar á nýtt blogg........



2008... já þetta er víst staðreynt, það er komið 2008 og það sem meira er þá er þetta fyrsti dagur 2008... og það þýðir að það eru allir hinir dagarnir eftir.

En ég gæti farið í miklar hugleiðingar um árið 2007 en ég er að hugsa um að gera það ekki. En samt getum við tekið nokkra punkta..

punktur 1 : ég fór að vinna hjá Símanum (og hef ekki hringt í neinn síðan)

Punktur 2 : ég var með einkasýningu á Kaffi Vor (en eftir að Vor fór á hausinn komast ég að því að án minnar vitundar þá hafði ég verið með sýningu í London)

... : ég fór til Helgu og Trausta ( já loksins var tekin ein helgi í heimsókn í Danaveldið, betra mjög seint en aldrei....)

... : okey þetta hefur kannski ekki verið mjög viðburðarríkt ár, en þetta var bara nokkuð skemmtilegt ár.
Ég ætti kannski að taka svona smá forsetaávarp:
GÓÐIR LANDSMENN.. GLEÐILEGT NÝTT ÁR OG HAFI ÞAÐ ALVEG SÚPER Á NÝJA ÁRINU (okey hans er lengra og hann segir ekki súper...

En nú fer maður inn í nýja árið með fullt af hugmyndum og þetta skal vera það ár sem fólk mun muna Kristínu Guð.....

Og enn og aftur til hamingju elsku Sara mín og Siggi og auðvitað Þórður Harry með frábært og fullkomið brúðkaup.

Og þar sem að það er bara hádegi að degi nýárs þá er hausinn minn ekki mjög fullur og sögum og ævintýrum sem ég get sagt og mun þess vegna bara segja takk fyrir gamla árið og sjáumst á því nýja....

Já og svo eru komnar brúðkaupsmyndir inn á myndasíðuna mína, (verkin og aðrar myndir)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert nú alveg ágæt! Takk fyrir gamla og njótum nýja!

kristin sagði...

and you are........? herra eða frú nafnlaus